Enn á þeirri skoðun að Kristján Þór eigi að segja af sér Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. nóvember 2019 12:30 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Vísir/Baldur Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fjallaði um hæfisreglur ráðherra á fundi sínum í morgun í ljósi Samherjamálsins. Fjöldi sérfræðinga kom fyrir nefndina. Á fundinum voru þeir ekki beðnir um að leggja sérstakt mat á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, vegna málsins heldur voru umræðurnar almenns eðlis, þótt Samherjamálið væri undirliggjandi tilefni fundarins. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður nefndarinnar, segir að það sem fram hafi komið á fundinum hafi ekki orðið til þess að breyta þeirri afstöðu hennar að hún telji að Kristján Þór eigi að segja af sér. Meðal gesta á fundi nefndarinnar voru Jón Ólafsson prófessor í heimspeki, Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir dósent við stjórnmálafræðideild, Páll Rafnar Þorsteinsson sérfræðingur hjá Siðfræðistofnun og Trausti Fannar Valsson, dósent í lögfræði við Háskóla Íslands. Skoða þurfi bæði lagalegar- og siðferðislegar hliðar málsins Gestir voru beðnir að fara almennt yfir það hvernig hæfisreglur stjórnsýsluréttarins gilda gagnvart ráðherrum að sögn Þórhildar Sunnu. „Og líka kannski siðferðislegu hliðina og hliðina sem snýr að því að skapa traust á stjórnmálum og traust á Alþingi og hvernig það virki gagnvart ákvörðunum sjávarútvegsráðherra gagnvart Samherja og líka því til dæmis að hann hafi setið þennan ríkisstjórnarfund þar sem að viðbrögð við Samherjamálinu voru ákveðin,“ sagði Þórhildur Sunna í hádegisfréttum Bylgjunnar. Sjá einnig: Ríkisstjórnin ætlar að setja aukafjármagn í Samherjarannsóknir „Í fyrsta lagi þá fengum við mjög skýrt fram að til þess að meta nákvæmlega hæfi Kristjáns Þórs í ákvarðanatöku sem hefur áhrif á Samherja og félög því tengd, að þá þarfnist það töluvert meiri yfirlegu heldur en kannski náðist að fara í á þessum fundi og öflun frekari gagna heldur en að við höfum til staðar akkúrat núna,“ sagði Þórhildur Sunna.Frekari upplýsingar gætu átt eftir að koma fram í dagsljósið Aðspurð segist hún telja tilefni vera til þess að skoða hvort fara ætti í slíka úttekt og fara yfir þau gögn sem hún vísar til. „Ég á eftir að leggjast undir feld með það og ræða það við mína félaga hversu umfangsmikil slík rannsókn ætti að vera, hvort það eigi heima hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd eða mögulega einhvers staðar annars staðar, þetta er bara eitthvað sem ég mun fara mjög vel yfir,“ segir Þórhildur Sunna. Í slíkri skoðun kynnu nánari upplýsingar að koma fram. „Til dæmis hvort það liggi fyrir í ráðuneytinu upplýsingar um tengd félög, félög sem tengjast Samherja og gætu ollið vanhæfi Kristjáns Þórs. Hafa þessar upplýsingar verið til, eru þær notaðar til hliðsjónar, hefur hann einhvern tímann látið meta hæfi sitt gagnvart tengdum félögum Samherja? Þetta finnst mér forvitnilegar spurningar.“ Spurð hvort afstaða hennar um að hún telji rétt að Kristján Þór segi af sér hafi eitthvað breyst eftir það sem fram kom á fundinum segir hún svo ekki vera. „Nei langt í frá,“ svarar Þórhildur Sunna. Alþingi Samherjaskjölin Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Fleiri fréttir „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Sjá meira
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fjallaði um hæfisreglur ráðherra á fundi sínum í morgun í ljósi Samherjamálsins. Fjöldi sérfræðinga kom fyrir nefndina. Á fundinum voru þeir ekki beðnir um að leggja sérstakt mat á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, vegna málsins heldur voru umræðurnar almenns eðlis, þótt Samherjamálið væri undirliggjandi tilefni fundarins. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður nefndarinnar, segir að það sem fram hafi komið á fundinum hafi ekki orðið til þess að breyta þeirri afstöðu hennar að hún telji að Kristján Þór eigi að segja af sér. Meðal gesta á fundi nefndarinnar voru Jón Ólafsson prófessor í heimspeki, Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir dósent við stjórnmálafræðideild, Páll Rafnar Þorsteinsson sérfræðingur hjá Siðfræðistofnun og Trausti Fannar Valsson, dósent í lögfræði við Háskóla Íslands. Skoða þurfi bæði lagalegar- og siðferðislegar hliðar málsins Gestir voru beðnir að fara almennt yfir það hvernig hæfisreglur stjórnsýsluréttarins gilda gagnvart ráðherrum að sögn Þórhildar Sunnu. „Og líka kannski siðferðislegu hliðina og hliðina sem snýr að því að skapa traust á stjórnmálum og traust á Alþingi og hvernig það virki gagnvart ákvörðunum sjávarútvegsráðherra gagnvart Samherja og líka því til dæmis að hann hafi setið þennan ríkisstjórnarfund þar sem að viðbrögð við Samherjamálinu voru ákveðin,“ sagði Þórhildur Sunna í hádegisfréttum Bylgjunnar. Sjá einnig: Ríkisstjórnin ætlar að setja aukafjármagn í Samherjarannsóknir „Í fyrsta lagi þá fengum við mjög skýrt fram að til þess að meta nákvæmlega hæfi Kristjáns Þórs í ákvarðanatöku sem hefur áhrif á Samherja og félög því tengd, að þá þarfnist það töluvert meiri yfirlegu heldur en kannski náðist að fara í á þessum fundi og öflun frekari gagna heldur en að við höfum til staðar akkúrat núna,“ sagði Þórhildur Sunna.Frekari upplýsingar gætu átt eftir að koma fram í dagsljósið Aðspurð segist hún telja tilefni vera til þess að skoða hvort fara ætti í slíka úttekt og fara yfir þau gögn sem hún vísar til. „Ég á eftir að leggjast undir feld með það og ræða það við mína félaga hversu umfangsmikil slík rannsókn ætti að vera, hvort það eigi heima hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd eða mögulega einhvers staðar annars staðar, þetta er bara eitthvað sem ég mun fara mjög vel yfir,“ segir Þórhildur Sunna. Í slíkri skoðun kynnu nánari upplýsingar að koma fram. „Til dæmis hvort það liggi fyrir í ráðuneytinu upplýsingar um tengd félög, félög sem tengjast Samherja og gætu ollið vanhæfi Kristjáns Þórs. Hafa þessar upplýsingar verið til, eru þær notaðar til hliðsjónar, hefur hann einhvern tímann látið meta hæfi sitt gagnvart tengdum félögum Samherja? Þetta finnst mér forvitnilegar spurningar.“ Spurð hvort afstaða hennar um að hún telji rétt að Kristján Þór segi af sér hafi eitthvað breyst eftir það sem fram kom á fundinum segir hún svo ekki vera. „Nei langt í frá,“ svarar Þórhildur Sunna.
Alþingi Samherjaskjölin Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Fleiri fréttir „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Sjá meira