Fréttamaður

Elín Margrét Böðvarsdóttir

Elín Margrét er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Minnst 200 leikskólakennara vantar til starfa í Reykjavík í haust

Að minnsta kosti tvö hundruð leikskólakennara vantar til starfa í Reykjavík í haust að sögn leikskólastjóra. Leikskólastjórnendur undrast að nýr borgarstjórnarmeirihluti ætli að fjölga leikskólaplássum á sama tíma og illa gengur að manna lausar stöður.

Skattfé varið með ómarkvissum hætti með rammasamningi við sérfræðilækna

Skattfé hefur verið varið með ómarkvissum hætti í sérfræðilækningar samkvæmt gildandi rammasamningi og fjármagn runnið nær stjórnlaust út úr ríkissjóði að sögn heilbrigðisráðherra. Ákvörðun um framtíð fyrirkomulags um sérfræðilækningar verður tekin á allra næstu vikum en samningurinn rennur út um áramótin.

Rekstur í ferðaþjónustu „eins og að spila í happdrætti“

Forstjóri Stracta hótels segir rekstur ferðaþjónustu hér á landi líkjast því að spila í happdrætti. Stefnu skorti í gjaldeyrismálum og bankar og fjárfestar séu farnir að hugsa sig tvisvar um áður en þeir ráðist í fjárfestingar við hóteluppbyggingu.

Sjálfstæðismenn funda áfram á morgun

Enn liggur ekkert fyrir um myndun meirihluta í Kópavogi. Dregið gæti til tíðinda fljótlega en líklegt þykir að Sjálfstæðisflokkurinn myndi meirihluta með Framsóknarflokknum. Sjálfstæðismenn hafa fundað um málið í dag og halda áfram að funda á morgun.

Pattstaða um myndun meirihluta í Kópavogi

Óeining meðal bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi hefur gert það að verkum að pattstaða er komin upp sem tefur fyrir myndun meirihluta í bænum. Enn hefur ekki verið boðað til formlegra viðræðna í Kópavogi.

Lækkun veiðigjalda þolir enga bið að sögn formanns atvinnuveganefndar

Formaður atvinnuveganefndar segir sjávarútvegsráðherra verða að svara fyrir það hvers vegna frumvarp um lækkun veiðigjalda hafi ekki verið lagt fram fyrr. Málið þoli aftur á móti enga bið þar sem minni útgerðir séu að sigla í þrot. Stjórnarandstaðan kom í veg fyrir að frumvarpið yrði tekið til umræðu á Alþingi í gær.

Sjá meira