Vilja selja Gagnaveitu Reykjavíkur og Malbikunarstöðina Höfða Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. nóvember 2019 14:22 Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir forsendur meirihlutasáttmála borgarstjórnar vera brostnar með frumvarpi að fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir árið 2020 og fimm ára áætlun 2020-2024. Frumvarpið er til umræðu á fundi borgarstjórnar sem nú stendur yfir.Sjá einnig: Borgin gerir ráð fyrir 20 milljörðum í fjárfestingar á næsta ári „Ef við horfum á hvað er ekki í þessari áætlun, þá vekur athygli að það er engin hagræðing. Það er hagræðingarkrafa upp á 1% sett eftir á þegar að búið er að ákveða hækkanir þannig að það er engin hagræðing í raun,“ sagði Eyþór. „Þetta gerist þrátt fyrir það að hér hafi verið farið í skipuritsbreytingar í kjölfar braggahneykslisins sem varð en þá einhvern veginn varð engin hagræðing.“ Þá nefndi Eyþór að enn væri rekstrarkostnaður hærri í Reykjavík en í nágrannasveitarfélögum, engin lækkun boðuð á gjaldskrá né sköttum og aukinheldur að gert sé ráð fyrir áframhaldandi álagningu innviðagjalda. „Skattar eins og útsvar eru áfram hér, með þátttöku Viðreisnar, í hæstu löglegu hámarki, hærra en í nágrannasveitarfélögunum,“ sagði Eyþór. Þá vildi Eyþór jafnframt meina að áform um rafræna stjórnsýslu sé enn á byrjunarreit og að gert sé ráð fyrir hærra mati á félagslegum íbúðum. Loks sagðist Eyþór hvergi sjá merki um afkomubata á kjörtímabilinu. „Það er sem sagt staðfest að á þessu kjörtímabili sem að þessi meirihluti ber ábyrgð á, reyndar með minnihluta atkvæða, að þá ætlar hann ekki að standa við stóru orðin. Hann ætlar ekki að lækka skuldir og ætlar ekki að ná tökum á rekstrinum,“ sagði Eyþór.Arðgreiðslur frá OR verði nýttar til útsvarslækkunar Í tilkynningu frá borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins segir að flokkurinn hyggist leggja fram fjölda tillagna sem miði að því að snúa þeirri þróun við. Meðal annars tillögu um að selja Gagnaveitu Reykjavíkur og Malbikunarstöðina Höfða. Þá hyggist borgarfulltrúar flokksins leggja fram fjölda tillagna í tengslum við fjárhagsáætlun borgarinnar. „M.a. með arðgreiðslum frá Orkuveitu Reykjavíkur verði ráðstafað til útsvarslækkana og að jöfn fjárframlög úr borgarsjóði verði greidd með börnum í grunn- og leikskólum borgarinnar, óháð rekstrarformi,“ að því er segir í tilkynningunni. Þá leggur flokkurinn til að fasteignaskattar á atvinnuhúsnæði verði lækkaðir viðmiðunartekjur til lækkunar fasteignaskatts og fráveitugjalds elli- og örorkulífeyrisþega, verði hækkað. „Þá munu borgarfulltrúar flokksins aukinheldur leggja til að farið verði í rekstrarútboð fyrir þrjú af þeim sjö bílastæðahúsum sem Reykjavíkurborg rekur í dag og að skoðað verði að bjóða út rekstur sorphirðu í borginni í þeirri viðleitni að lækka kostnað við sorphirðu,“ segir jafnframt í tilkynningunni, en Eyþór Arnalds gerði grein fyrir þessum tillögum í ræðu sinni á fundi borgarstjórnar í dag. Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Borgin gerir ráð fyrir 20 milljörðum í fjárfestingar á næsta ári Samkvæmt tilkynningu frá borginni er gert ráð fyrir að borgarsjóður skili 2,5 milljarða króna afgangi á næsta ári og að jákvæð niðurstaða samstæðunnar sé áætluð um 13 milljarðar króna. 5. nóvember 2019 12:45 Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir forsendur meirihlutasáttmála borgarstjórnar vera brostnar með frumvarpi að fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir árið 2020 og fimm ára áætlun 2020-2024. Frumvarpið er til umræðu á fundi borgarstjórnar sem nú stendur yfir.Sjá einnig: Borgin gerir ráð fyrir 20 milljörðum í fjárfestingar á næsta ári „Ef við horfum á hvað er ekki í þessari áætlun, þá vekur athygli að það er engin hagræðing. Það er hagræðingarkrafa upp á 1% sett eftir á þegar að búið er að ákveða hækkanir þannig að það er engin hagræðing í raun,“ sagði Eyþór. „Þetta gerist þrátt fyrir það að hér hafi verið farið í skipuritsbreytingar í kjölfar braggahneykslisins sem varð en þá einhvern veginn varð engin hagræðing.“ Þá nefndi Eyþór að enn væri rekstrarkostnaður hærri í Reykjavík en í nágrannasveitarfélögum, engin lækkun boðuð á gjaldskrá né sköttum og aukinheldur að gert sé ráð fyrir áframhaldandi álagningu innviðagjalda. „Skattar eins og útsvar eru áfram hér, með þátttöku Viðreisnar, í hæstu löglegu hámarki, hærra en í nágrannasveitarfélögunum,“ sagði Eyþór. Þá vildi Eyþór jafnframt meina að áform um rafræna stjórnsýslu sé enn á byrjunarreit og að gert sé ráð fyrir hærra mati á félagslegum íbúðum. Loks sagðist Eyþór hvergi sjá merki um afkomubata á kjörtímabilinu. „Það er sem sagt staðfest að á þessu kjörtímabili sem að þessi meirihluti ber ábyrgð á, reyndar með minnihluta atkvæða, að þá ætlar hann ekki að standa við stóru orðin. Hann ætlar ekki að lækka skuldir og ætlar ekki að ná tökum á rekstrinum,“ sagði Eyþór.Arðgreiðslur frá OR verði nýttar til útsvarslækkunar Í tilkynningu frá borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins segir að flokkurinn hyggist leggja fram fjölda tillagna sem miði að því að snúa þeirri þróun við. Meðal annars tillögu um að selja Gagnaveitu Reykjavíkur og Malbikunarstöðina Höfða. Þá hyggist borgarfulltrúar flokksins leggja fram fjölda tillagna í tengslum við fjárhagsáætlun borgarinnar. „M.a. með arðgreiðslum frá Orkuveitu Reykjavíkur verði ráðstafað til útsvarslækkana og að jöfn fjárframlög úr borgarsjóði verði greidd með börnum í grunn- og leikskólum borgarinnar, óháð rekstrarformi,“ að því er segir í tilkynningunni. Þá leggur flokkurinn til að fasteignaskattar á atvinnuhúsnæði verði lækkaðir viðmiðunartekjur til lækkunar fasteignaskatts og fráveitugjalds elli- og örorkulífeyrisþega, verði hækkað. „Þá munu borgarfulltrúar flokksins aukinheldur leggja til að farið verði í rekstrarútboð fyrir þrjú af þeim sjö bílastæðahúsum sem Reykjavíkurborg rekur í dag og að skoðað verði að bjóða út rekstur sorphirðu í borginni í þeirri viðleitni að lækka kostnað við sorphirðu,“ segir jafnframt í tilkynningunni, en Eyþór Arnalds gerði grein fyrir þessum tillögum í ræðu sinni á fundi borgarstjórnar í dag.
Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Borgin gerir ráð fyrir 20 milljörðum í fjárfestingar á næsta ári Samkvæmt tilkynningu frá borginni er gert ráð fyrir að borgarsjóður skili 2,5 milljarða króna afgangi á næsta ári og að jákvæð niðurstaða samstæðunnar sé áætluð um 13 milljarðar króna. 5. nóvember 2019 12:45 Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
Borgin gerir ráð fyrir 20 milljörðum í fjárfestingar á næsta ári Samkvæmt tilkynningu frá borginni er gert ráð fyrir að borgarsjóður skili 2,5 milljarða króna afgangi á næsta ári og að jákvæð niðurstaða samstæðunnar sé áætluð um 13 milljarðar króna. 5. nóvember 2019 12:45