Vilja selja Gagnaveitu Reykjavíkur og Malbikunarstöðina Höfða Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. nóvember 2019 14:22 Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir forsendur meirihlutasáttmála borgarstjórnar vera brostnar með frumvarpi að fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir árið 2020 og fimm ára áætlun 2020-2024. Frumvarpið er til umræðu á fundi borgarstjórnar sem nú stendur yfir.Sjá einnig: Borgin gerir ráð fyrir 20 milljörðum í fjárfestingar á næsta ári „Ef við horfum á hvað er ekki í þessari áætlun, þá vekur athygli að það er engin hagræðing. Það er hagræðingarkrafa upp á 1% sett eftir á þegar að búið er að ákveða hækkanir þannig að það er engin hagræðing í raun,“ sagði Eyþór. „Þetta gerist þrátt fyrir það að hér hafi verið farið í skipuritsbreytingar í kjölfar braggahneykslisins sem varð en þá einhvern veginn varð engin hagræðing.“ Þá nefndi Eyþór að enn væri rekstrarkostnaður hærri í Reykjavík en í nágrannasveitarfélögum, engin lækkun boðuð á gjaldskrá né sköttum og aukinheldur að gert sé ráð fyrir áframhaldandi álagningu innviðagjalda. „Skattar eins og útsvar eru áfram hér, með þátttöku Viðreisnar, í hæstu löglegu hámarki, hærra en í nágrannasveitarfélögunum,“ sagði Eyþór. Þá vildi Eyþór jafnframt meina að áform um rafræna stjórnsýslu sé enn á byrjunarreit og að gert sé ráð fyrir hærra mati á félagslegum íbúðum. Loks sagðist Eyþór hvergi sjá merki um afkomubata á kjörtímabilinu. „Það er sem sagt staðfest að á þessu kjörtímabili sem að þessi meirihluti ber ábyrgð á, reyndar með minnihluta atkvæða, að þá ætlar hann ekki að standa við stóru orðin. Hann ætlar ekki að lækka skuldir og ætlar ekki að ná tökum á rekstrinum,“ sagði Eyþór.Arðgreiðslur frá OR verði nýttar til útsvarslækkunar Í tilkynningu frá borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins segir að flokkurinn hyggist leggja fram fjölda tillagna sem miði að því að snúa þeirri þróun við. Meðal annars tillögu um að selja Gagnaveitu Reykjavíkur og Malbikunarstöðina Höfða. Þá hyggist borgarfulltrúar flokksins leggja fram fjölda tillagna í tengslum við fjárhagsáætlun borgarinnar. „M.a. með arðgreiðslum frá Orkuveitu Reykjavíkur verði ráðstafað til útsvarslækkana og að jöfn fjárframlög úr borgarsjóði verði greidd með börnum í grunn- og leikskólum borgarinnar, óháð rekstrarformi,“ að því er segir í tilkynningunni. Þá leggur flokkurinn til að fasteignaskattar á atvinnuhúsnæði verði lækkaðir viðmiðunartekjur til lækkunar fasteignaskatts og fráveitugjalds elli- og örorkulífeyrisþega, verði hækkað. „Þá munu borgarfulltrúar flokksins aukinheldur leggja til að farið verði í rekstrarútboð fyrir þrjú af þeim sjö bílastæðahúsum sem Reykjavíkurborg rekur í dag og að skoðað verði að bjóða út rekstur sorphirðu í borginni í þeirri viðleitni að lækka kostnað við sorphirðu,“ segir jafnframt í tilkynningunni, en Eyþór Arnalds gerði grein fyrir þessum tillögum í ræðu sinni á fundi borgarstjórnar í dag. Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Borgin gerir ráð fyrir 20 milljörðum í fjárfestingar á næsta ári Samkvæmt tilkynningu frá borginni er gert ráð fyrir að borgarsjóður skili 2,5 milljarða króna afgangi á næsta ári og að jákvæð niðurstaða samstæðunnar sé áætluð um 13 milljarðar króna. 5. nóvember 2019 12:45 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Sjá meira
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir forsendur meirihlutasáttmála borgarstjórnar vera brostnar með frumvarpi að fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir árið 2020 og fimm ára áætlun 2020-2024. Frumvarpið er til umræðu á fundi borgarstjórnar sem nú stendur yfir.Sjá einnig: Borgin gerir ráð fyrir 20 milljörðum í fjárfestingar á næsta ári „Ef við horfum á hvað er ekki í þessari áætlun, þá vekur athygli að það er engin hagræðing. Það er hagræðingarkrafa upp á 1% sett eftir á þegar að búið er að ákveða hækkanir þannig að það er engin hagræðing í raun,“ sagði Eyþór. „Þetta gerist þrátt fyrir það að hér hafi verið farið í skipuritsbreytingar í kjölfar braggahneykslisins sem varð en þá einhvern veginn varð engin hagræðing.“ Þá nefndi Eyþór að enn væri rekstrarkostnaður hærri í Reykjavík en í nágrannasveitarfélögum, engin lækkun boðuð á gjaldskrá né sköttum og aukinheldur að gert sé ráð fyrir áframhaldandi álagningu innviðagjalda. „Skattar eins og útsvar eru áfram hér, með þátttöku Viðreisnar, í hæstu löglegu hámarki, hærra en í nágrannasveitarfélögunum,“ sagði Eyþór. Þá vildi Eyþór jafnframt meina að áform um rafræna stjórnsýslu sé enn á byrjunarreit og að gert sé ráð fyrir hærra mati á félagslegum íbúðum. Loks sagðist Eyþór hvergi sjá merki um afkomubata á kjörtímabilinu. „Það er sem sagt staðfest að á þessu kjörtímabili sem að þessi meirihluti ber ábyrgð á, reyndar með minnihluta atkvæða, að þá ætlar hann ekki að standa við stóru orðin. Hann ætlar ekki að lækka skuldir og ætlar ekki að ná tökum á rekstrinum,“ sagði Eyþór.Arðgreiðslur frá OR verði nýttar til útsvarslækkunar Í tilkynningu frá borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins segir að flokkurinn hyggist leggja fram fjölda tillagna sem miði að því að snúa þeirri þróun við. Meðal annars tillögu um að selja Gagnaveitu Reykjavíkur og Malbikunarstöðina Höfða. Þá hyggist borgarfulltrúar flokksins leggja fram fjölda tillagna í tengslum við fjárhagsáætlun borgarinnar. „M.a. með arðgreiðslum frá Orkuveitu Reykjavíkur verði ráðstafað til útsvarslækkana og að jöfn fjárframlög úr borgarsjóði verði greidd með börnum í grunn- og leikskólum borgarinnar, óháð rekstrarformi,“ að því er segir í tilkynningunni. Þá leggur flokkurinn til að fasteignaskattar á atvinnuhúsnæði verði lækkaðir viðmiðunartekjur til lækkunar fasteignaskatts og fráveitugjalds elli- og örorkulífeyrisþega, verði hækkað. „Þá munu borgarfulltrúar flokksins aukinheldur leggja til að farið verði í rekstrarútboð fyrir þrjú af þeim sjö bílastæðahúsum sem Reykjavíkurborg rekur í dag og að skoðað verði að bjóða út rekstur sorphirðu í borginni í þeirri viðleitni að lækka kostnað við sorphirðu,“ segir jafnframt í tilkynningunni, en Eyþór Arnalds gerði grein fyrir þessum tillögum í ræðu sinni á fundi borgarstjórnar í dag.
Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Borgin gerir ráð fyrir 20 milljörðum í fjárfestingar á næsta ári Samkvæmt tilkynningu frá borginni er gert ráð fyrir að borgarsjóður skili 2,5 milljarða króna afgangi á næsta ári og að jákvæð niðurstaða samstæðunnar sé áætluð um 13 milljarðar króna. 5. nóvember 2019 12:45 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Sjá meira
Borgin gerir ráð fyrir 20 milljörðum í fjárfestingar á næsta ári Samkvæmt tilkynningu frá borginni er gert ráð fyrir að borgarsjóður skili 2,5 milljarða króna afgangi á næsta ári og að jákvæð niðurstaða samstæðunnar sé áætluð um 13 milljarðar króna. 5. nóvember 2019 12:45
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels