Vinnumat fellt út og 150 þúsund króna eingreiðsla Félagsmenn kynntu sér samninginn í dag. 28.5.2018 14:03
Tíndu flöskur og söfnuðu klinki til að eiga fyrir mat Yngsti borgarfulltrúi í Reykjavík frá upphafi þekkir fátækt á Íslandi af eigin raun og vill breyta kerfinu. Hún er nýútskrifaður mannfræðingur og missir íbúðina sína um mánaðamótin, en hefur tryggt sér sæti í borgarstjórn. 27.5.2018 20:30
Hlutfall kvenna í sveitarstjórnum aldrei hærra Hlutfall kvenna í sveitarstjórnum er hærra en nokkru sinni fyrr að loknum sveitarstjórnakosningunum í gær. Þegar horft er til stærstu sveitarfélaganna er hlutfall kvenna hæst í Fjallabyggð en lægst í Mosfellsbæ og i Ölfusi. 27.5.2018 20:15
Segir Palestínumenn bera ábyrgð á eigin örlögum Sendiherra Ísrael gagnvart Íslandi telur orðspor ríkisins eiga undir högg að sækja á Íslandi. Hann segir Hamas-samtökin notfæra sér dauðsföll Palestínumanna til að öðlast samúð alþjóðasamfélagsins á meðan Ísraelar telji mikilvægara að treysta varnir landsins. 24.5.2018 19:41
Undirbúa mannaferðir til tunglsins og Mars á Íslandi NASA stefnir að því að senda mann til mars um árið 2030. Vísindamenn stofnunarinnar eru nú staddir hér á landi til að kanna aðstæður og meta hvernig hægt sé að undirbúa mannaferðir til Mars og tunglsins hér á Íslandi. 23.5.2018 19:45
Palestínumenn kæra Ísrael til Alþjóðaglæpadómstólsins í Haag Yfirvöld í Palestínu hafa kært Ísraelsríki til Alþjóðaglæpadómstólsins í Haag fyrir meinta stríðsglæpi Ísraela í Palestínu. Ísraelar vísa ásökunum um stríðsglæpi aftur á móti á bug. 23.5.2018 19:30
„Ég skal mála allan heiminn elsku mamma" Menntasjóður Mæðrastyrksnefndar hefur frá árinu 2012 styrkt yfir hundrað tekjulágar konur til menntunar. Mæðradagurinn er í dag og í tilefni dagsins er forsetafrúin Eliza Reid með leyniskilaboð til allra mæðra. 13.5.2018 20:00
Segir ekki útilokað að ákvarðanir um launabreytingar hjá Hörpu verði dregnar til baka Stjórnarmaður í Hörpu segir til greina koma að ákvörðun um launabreytingar þjónustufulltrúa verði dregin til baka. Harpa hafi beðið orðsporshnekki vegna málsins og eftir á að hyggja megi segja að stjórn Hörpu hafi gert mistök. 13.5.2018 13:49
„Fjöldi ferðamanna er bara einn þáttur af svo miklu fleirum“ Fjöldi ferðamanna er ekki eini þátturinn sem skiptir máli fyrir framtíð ferðaþjónustunnar að sögn ráðherra. Í apríl fækkaði ferðamönnum í fyrsta sinn í átta ár en ferðamálastjóri segir óþarfa að örvænta. 12.5.2018 19:30
Verð á nýjum bílum gæti hækkað um 20 til 30 prósent Líkur eru á því að verð á nýjum bílum hækki um allt að 20 til 30 prósent á næstunni grípi stjórnvöld ekki til mótvægisaðgerða. Þetta er mat bílgreinasambandsins vegna nýs alþjóðlegs mengunarstaðals sem tekur gildi 1. september. 12.5.2018 14:30