Norrænir miðjuflokkar vilja afnema klukkubreytingu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. október 2019 12:02 Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, er meðal flutningsmanna tillögunnar. Vísir/Vilhelm Tillaga um afnám klukkubreytinga í norrænum löndum er meðal þess sem liggur fyrir Norðurlandaráðsþingi sem hefst í dag. Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, er meðal flutningsmanna tillögunnar en hún kveðst vongóð um að hún nái fram að ganga. Norðurlandaráðsþing verður sett í dag en Katrín Jakobsdóttir mun til að mynda stjórna fundi norrænna forsætisráðherra á eftir þar sem meðal annars verður fjallað um það hvernig norræna samfélagslíkanið geti stuðlað að sjálfbærum umskiptum. Þá verða teknar fyrir nokkrar þingmannatillögur og má þar meðal annars nefna sameiginlega tillögu norrænna miðjuflokka um afnám klukkubreytinga. „Við erum svona að beina því til ríkisstjórna Norðurlandanna að afnema þennan tímamismun sem er á milli þá sérstaklega Danmerkur, Noregs, Svíþjóðar og Finnlands og auðvitað snertir þetta Ísland en við erum á svokölluðu GMT 0 svæði þannig að við erum ekki að fara að breyta klukkunni,“ segir Anna Kolbrún. „En þetta þýðir samt það að við þurfum að horfa til Íslands og það má þó ekki vera þannig að tímamunurinn milli Íslands og hinna Norðurlandanna, að það breytist eitthvað, að hann aukist.“ Hún kveðst vongóð um að tillagan nái fram að ganga. „Við höfum talað um að Norðurlönd verði þetta samþættasta svæði heimsins, það eru ekkert lítil orð, en í því felst að við mættum gjarnan vera á sama tímabelti, eins og hægt verður,“ segir Anna Kolbrún. Þau Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, eru einnig meðal flutningsmanna tillögunnar sem nánar má skoða hér. Flokkur fólksins Framsóknarflokkurinn Klukkan á Íslandi Miðflokkurinn Utanríkismál Tengdar fréttir Umhverfismál og varnarmál í brennidepli á Norðurlandaráðsþingi Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kveðst skilja sátt við formennskutíð Íslands í Norrænu ráðherranefndinni sem er senn að ljúka. Hún auk annarra ráðherra og þingmanna sækir Norðurlandaráðsþing sem hefst í Stokkhólmi á morgun. 28. október 2019 12:01 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Tillaga um afnám klukkubreytinga í norrænum löndum er meðal þess sem liggur fyrir Norðurlandaráðsþingi sem hefst í dag. Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, er meðal flutningsmanna tillögunnar en hún kveðst vongóð um að hún nái fram að ganga. Norðurlandaráðsþing verður sett í dag en Katrín Jakobsdóttir mun til að mynda stjórna fundi norrænna forsætisráðherra á eftir þar sem meðal annars verður fjallað um það hvernig norræna samfélagslíkanið geti stuðlað að sjálfbærum umskiptum. Þá verða teknar fyrir nokkrar þingmannatillögur og má þar meðal annars nefna sameiginlega tillögu norrænna miðjuflokka um afnám klukkubreytinga. „Við erum svona að beina því til ríkisstjórna Norðurlandanna að afnema þennan tímamismun sem er á milli þá sérstaklega Danmerkur, Noregs, Svíþjóðar og Finnlands og auðvitað snertir þetta Ísland en við erum á svokölluðu GMT 0 svæði þannig að við erum ekki að fara að breyta klukkunni,“ segir Anna Kolbrún. „En þetta þýðir samt það að við þurfum að horfa til Íslands og það má þó ekki vera þannig að tímamunurinn milli Íslands og hinna Norðurlandanna, að það breytist eitthvað, að hann aukist.“ Hún kveðst vongóð um að tillagan nái fram að ganga. „Við höfum talað um að Norðurlönd verði þetta samþættasta svæði heimsins, það eru ekkert lítil orð, en í því felst að við mættum gjarnan vera á sama tímabelti, eins og hægt verður,“ segir Anna Kolbrún. Þau Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, eru einnig meðal flutningsmanna tillögunnar sem nánar má skoða hér.
Flokkur fólksins Framsóknarflokkurinn Klukkan á Íslandi Miðflokkurinn Utanríkismál Tengdar fréttir Umhverfismál og varnarmál í brennidepli á Norðurlandaráðsþingi Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kveðst skilja sátt við formennskutíð Íslands í Norrænu ráðherranefndinni sem er senn að ljúka. Hún auk annarra ráðherra og þingmanna sækir Norðurlandaráðsþing sem hefst í Stokkhólmi á morgun. 28. október 2019 12:01 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Umhverfismál og varnarmál í brennidepli á Norðurlandaráðsþingi Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kveðst skilja sátt við formennskutíð Íslands í Norrænu ráðherranefndinni sem er senn að ljúka. Hún auk annarra ráðherra og þingmanna sækir Norðurlandaráðsþing sem hefst í Stokkhólmi á morgun. 28. október 2019 12:01