Norrænir miðjuflokkar vilja afnema klukkubreytingu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. október 2019 12:02 Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, er meðal flutningsmanna tillögunnar. Vísir/Vilhelm Tillaga um afnám klukkubreytinga í norrænum löndum er meðal þess sem liggur fyrir Norðurlandaráðsþingi sem hefst í dag. Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, er meðal flutningsmanna tillögunnar en hún kveðst vongóð um að hún nái fram að ganga. Norðurlandaráðsþing verður sett í dag en Katrín Jakobsdóttir mun til að mynda stjórna fundi norrænna forsætisráðherra á eftir þar sem meðal annars verður fjallað um það hvernig norræna samfélagslíkanið geti stuðlað að sjálfbærum umskiptum. Þá verða teknar fyrir nokkrar þingmannatillögur og má þar meðal annars nefna sameiginlega tillögu norrænna miðjuflokka um afnám klukkubreytinga. „Við erum svona að beina því til ríkisstjórna Norðurlandanna að afnema þennan tímamismun sem er á milli þá sérstaklega Danmerkur, Noregs, Svíþjóðar og Finnlands og auðvitað snertir þetta Ísland en við erum á svokölluðu GMT 0 svæði þannig að við erum ekki að fara að breyta klukkunni,“ segir Anna Kolbrún. „En þetta þýðir samt það að við þurfum að horfa til Íslands og það má þó ekki vera þannig að tímamunurinn milli Íslands og hinna Norðurlandanna, að það breytist eitthvað, að hann aukist.“ Hún kveðst vongóð um að tillagan nái fram að ganga. „Við höfum talað um að Norðurlönd verði þetta samþættasta svæði heimsins, það eru ekkert lítil orð, en í því felst að við mættum gjarnan vera á sama tímabelti, eins og hægt verður,“ segir Anna Kolbrún. Þau Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, eru einnig meðal flutningsmanna tillögunnar sem nánar má skoða hér. Flokkur fólksins Framsóknarflokkurinn Klukkan á Íslandi Miðflokkurinn Utanríkismál Tengdar fréttir Umhverfismál og varnarmál í brennidepli á Norðurlandaráðsþingi Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kveðst skilja sátt við formennskutíð Íslands í Norrænu ráðherranefndinni sem er senn að ljúka. Hún auk annarra ráðherra og þingmanna sækir Norðurlandaráðsþing sem hefst í Stokkhólmi á morgun. 28. október 2019 12:01 Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fleiri fréttir Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Sjá meira
Tillaga um afnám klukkubreytinga í norrænum löndum er meðal þess sem liggur fyrir Norðurlandaráðsþingi sem hefst í dag. Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, er meðal flutningsmanna tillögunnar en hún kveðst vongóð um að hún nái fram að ganga. Norðurlandaráðsþing verður sett í dag en Katrín Jakobsdóttir mun til að mynda stjórna fundi norrænna forsætisráðherra á eftir þar sem meðal annars verður fjallað um það hvernig norræna samfélagslíkanið geti stuðlað að sjálfbærum umskiptum. Þá verða teknar fyrir nokkrar þingmannatillögur og má þar meðal annars nefna sameiginlega tillögu norrænna miðjuflokka um afnám klukkubreytinga. „Við erum svona að beina því til ríkisstjórna Norðurlandanna að afnema þennan tímamismun sem er á milli þá sérstaklega Danmerkur, Noregs, Svíþjóðar og Finnlands og auðvitað snertir þetta Ísland en við erum á svokölluðu GMT 0 svæði þannig að við erum ekki að fara að breyta klukkunni,“ segir Anna Kolbrún. „En þetta þýðir samt það að við þurfum að horfa til Íslands og það má þó ekki vera þannig að tímamunurinn milli Íslands og hinna Norðurlandanna, að það breytist eitthvað, að hann aukist.“ Hún kveðst vongóð um að tillagan nái fram að ganga. „Við höfum talað um að Norðurlönd verði þetta samþættasta svæði heimsins, það eru ekkert lítil orð, en í því felst að við mættum gjarnan vera á sama tímabelti, eins og hægt verður,“ segir Anna Kolbrún. Þau Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, eru einnig meðal flutningsmanna tillögunnar sem nánar má skoða hér.
Flokkur fólksins Framsóknarflokkurinn Klukkan á Íslandi Miðflokkurinn Utanríkismál Tengdar fréttir Umhverfismál og varnarmál í brennidepli á Norðurlandaráðsþingi Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kveðst skilja sátt við formennskutíð Íslands í Norrænu ráðherranefndinni sem er senn að ljúka. Hún auk annarra ráðherra og þingmanna sækir Norðurlandaráðsþing sem hefst í Stokkhólmi á morgun. 28. október 2019 12:01 Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fleiri fréttir Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Sjá meira
Umhverfismál og varnarmál í brennidepli á Norðurlandaráðsþingi Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kveðst skilja sátt við formennskutíð Íslands í Norrænu ráðherranefndinni sem er senn að ljúka. Hún auk annarra ráðherra og þingmanna sækir Norðurlandaráðsþing sem hefst í Stokkhólmi á morgun. 28. október 2019 12:01