Fréttamaður

Elín Margrét Böðvarsdóttir

Elín Margrét er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Frumvarp um breytingar á lögum um birtingu dóma ekki á þingmálaskrá

Frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á lögum um birtingu dóma, nafnbirtingar og myndatökur í dómhúsum er ekki á þingmálaskrá dómsmálaráðherra á vorþingi sem hefst á morgun. Frumvarpið var á málaskrá Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra í haust og var þá mikið til umræðu.

Lentu í snjóflóði en sluppu með skrekkinn

Björgunarsveitir á Hellu og Hvolsvelli voru kallaðar út á öðrum tímanum í dag eftir að tilkynnt var um að snjóflóð hefði fallið í Tindfjöllum. Nýliðahópur frá björgunarsveitinni Ársæli var á ferð í fjallinu þegar snjóflóðið féll en útkall björgunarsveita var afturkallað þegar ljóst var að allir væru heilir á húfi. Tveir úr hópnum lentu í flóðinu en betur fór en á horfðist.

Víða vetrarfærð á landinu

Afar skörp kuldaskil nálguðust landið nú í morgun og mun kalda loftið þvinga sér yfir landið til austurs í dag

Vilja vísa braggamáli til héraðssaksóknara

Fulltrúar Miðflokksins og Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur ætla að leggja fram tillögu á borgarstjórnarfundi í næstu viku um að braggamálinu verði vísað til héraðssaksóknara.

Um 10% fleiri sjúklingar á bráðamóttöku eftir lokun bráðahluta hjartagáttar

Álag á bráðamóttöku Landspítalans hefur aukist um tíu prósent að jafnaði síðan að bráðahluta hjartagáttar var lokað. Nær ómögulegt er að draga ákvörðunina til baka að sögn yfirlæknis á hjartagátt. Heilbrigðisráðherra segist treysta faglegu mati spítalans. Bráðahluti hjartagáttar Landspítalans við Hringbraut var færður yfir á bráðamóttökuna í Fossvogi fyrsta desember síðastliðinn.

Næsti fundur hjá ríkissáttasemjara eftir viku

Efling, VR og Verkalýðsfélag Akraness funduðu með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í morgun. Tímaramminn er orðinn naumur að sögn formanns Verkalýðsfélags Akraness sem segist vona það besta en búa sig undir það versta. Boðað hefur verið til næsta fundar hjá ríkissáttasemjara á miðvikudaginn í næstu viku.

Óvenju mikil drulla og ryk í Hvalfjarðargöngum

Nokkuð hefur borið á því að efni vegna framkvæmda sé flutt um Hvalfjarðargöng, án þess að breitt sé yfir farminn líkt og kveðið er á um í lögum. Þetta hefur orsakað meiri drullu og ryk í göngunum að undanförnu. Nagladekk eru þó stærsti sökudólgurinn þegar kemur að svifryksmengun, að sögn upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar.

Sjá meira