Allir nema einn studdu tillögu Sjálfstæðisflokksins Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 15. október 2019 22:45 Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, bar upp tillöguna sem var samþykkt breytt í borgarstjórn í dag. Borgarstjórn samþykkti með 22 atkvæðum í dag tillögu Sjálfstæðisflokksins um að Reykjavík verði leiðandi í aðlögun umferðarmerkinga í samræmi við tækninýjungar í umferðinni. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, sat hjá við atkvæðagreiðsluna í mótmælaskyni við málsmeðferðina í borgarstjórn þótt efnislega hafi hún verið mjög fylgjandi tillögunni. Í tillögunni felst að gerð verði heildarúttekt á umferðarmerkingum með tilliti til tækninýjunga í samgöngum og sífellt fjölbreyttari samgöngumátum. „Sérstaklega verði farið yfir umferðarmerkingar á vegum, s.s. yfirborðsmerkingar gatna og akstursstefnur, merkingar á gangbrautum, hjólastígum og hringtorgum með hliðsjón af nýjungum í samgöngum s.s. rafhjólum, hlaupahjólum og sjálfakandi bifreiðum. Þá verði enn fremur horft til skilta, s.s. hraðamerkinga, gangbrautamerkinga og varúðarmerkinga,“ segir í tillögunni, sem var samþykkt að framlagðri breytingartillögu meirihlutans. Breytingartillagan laut að því að heildarúttektin færi fram samhliða endurskoðun á reglugerð um umferðarmerki á vegum samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins. Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, bar upp tillöguna en hún fagnar því að málið hafi náð fram að ganga. „Það eru ekki einungis tæknilegir möguleikar á sjálfakandi ökutækjum. Slík ökutæki eru þegar til, meira að segja hér á landi og þeim fer sífellt fjölgandi. Ég þekki dæmi þess að menn láti ökutækin keyra frá Reykjavík og alla leið í Reykjanesbæ án þess að snerta stýrið en einmitt þess vegna er nauðsynlegt að bregðast við,“ sagði Marta í ræðu um málið á fundi borgarstjórnar í dag. „Spurningin er ekki sú hvenær slík ökutæki aka um götur borgarinnar, heldur miklu frekar sú hvenær okkur, mennskum persónum, verður jafnvel bannað að aka ökutækjum, og þvælast þannig fyrir með alla okkar mannlegu þætti, sem leiða oft á tíðum til mannlegra mistaka,“ sagði Marta. Borgarstjórn Reykjavík Samgöngur Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Sjá meira
Borgarstjórn samþykkti með 22 atkvæðum í dag tillögu Sjálfstæðisflokksins um að Reykjavík verði leiðandi í aðlögun umferðarmerkinga í samræmi við tækninýjungar í umferðinni. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, sat hjá við atkvæðagreiðsluna í mótmælaskyni við málsmeðferðina í borgarstjórn þótt efnislega hafi hún verið mjög fylgjandi tillögunni. Í tillögunni felst að gerð verði heildarúttekt á umferðarmerkingum með tilliti til tækninýjunga í samgöngum og sífellt fjölbreyttari samgöngumátum. „Sérstaklega verði farið yfir umferðarmerkingar á vegum, s.s. yfirborðsmerkingar gatna og akstursstefnur, merkingar á gangbrautum, hjólastígum og hringtorgum með hliðsjón af nýjungum í samgöngum s.s. rafhjólum, hlaupahjólum og sjálfakandi bifreiðum. Þá verði enn fremur horft til skilta, s.s. hraðamerkinga, gangbrautamerkinga og varúðarmerkinga,“ segir í tillögunni, sem var samþykkt að framlagðri breytingartillögu meirihlutans. Breytingartillagan laut að því að heildarúttektin færi fram samhliða endurskoðun á reglugerð um umferðarmerki á vegum samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins. Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, bar upp tillöguna en hún fagnar því að málið hafi náð fram að ganga. „Það eru ekki einungis tæknilegir möguleikar á sjálfakandi ökutækjum. Slík ökutæki eru þegar til, meira að segja hér á landi og þeim fer sífellt fjölgandi. Ég þekki dæmi þess að menn láti ökutækin keyra frá Reykjavík og alla leið í Reykjanesbæ án þess að snerta stýrið en einmitt þess vegna er nauðsynlegt að bregðast við,“ sagði Marta í ræðu um málið á fundi borgarstjórnar í dag. „Spurningin er ekki sú hvenær slík ökutæki aka um götur borgarinnar, heldur miklu frekar sú hvenær okkur, mennskum persónum, verður jafnvel bannað að aka ökutækjum, og þvælast þannig fyrir með alla okkar mannlegu þætti, sem leiða oft á tíðum til mannlegra mistaka,“ sagði Marta.
Borgarstjórn Reykjavík Samgöngur Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Sjá meira