Opna neyðarskýli fyrir fimmtán unga fíkla Pláss verður fyrir fimmtán unga vímuefnaneytendur í nýju neyðarskýli sem Reykjavíkurborg hyggst opna á næsta ári. Þá stendur til að opna athvarf fyrir tvígreindar konur með geð- og fíknisjúkdóma. 15.11.2018 19:30
Sendiherra ESB á Íslandi: „Alls ekki neitt fyrir Íslendinga að óttast” Sendiherra ESB á Íslandi segir að ótrúlegum rangfærslum hafa verið haldið fram um þriðja orkupakkann. Hafni Íslendingar orkupakkanum muni það hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir EES-samninginn. 14.11.2018 21:00
Boðar sérgreinalækna á fund vegna rammasamnings á næstu dögum Verið er að leggja lokahönd á samningsmarkmið stjórnvalda vegna rammasamnings við sérfræðilækna. Forstjóri Sjúkratryggina Íslands segir að mjög ólíklegt að svo fari að sjúklingar þurfi sjálfir að leggja út fyrir kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu. 13.11.2018 19:30
Fá fræðslu um samskipti kynjanna Umsækjendum um alþjóðlega vernd sem þjónustaðir eru af Reykjavíkurborg hefur fjölgað um 318 á fimm árum. Borgin býður upp á námskeið fyrir unga karlmenn úr þessum hópi þar sem þeir fá meðal annars fræðslu um samskipti kynjanna. 13.11.2018 13:00
Um þúsund komast ekki að á Reykjalundi Um þúsund manns eru á biðlista hjá endurhæfingarmiðstöðin að Reykjalundi en stofnunin getur aðeins sinnt um helmingi þeirra beiðna sem henni berast árlega. Þá er bið er eftir því að komast á biðlista eftir liðskipaaðgerðum að sögn heilbrigðisráðherra. 12.11.2018 22:00
Niðurstaða kynnt stjórn á allra næstu dögum Vinna innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar við úttekt á vinnustaðamenningu og tilteknum starfsmannamálum hjá Orkuveitu Reykjavíkur er á lokastigi og verður skýrslan kynnt stjórn Orkuveitunnar á næstu dögum. 12.11.2018 19:21
Stafrænar heilbrigðislausnir gætu sparað umtalsverða fjármuni Notkun stafrænnar heilbrigðisþjónustu til að fyrirbyggja lífstílstengda sjúkdóma gæti sparað hundruð þúsunda á hvern einstakling í heilbrigðiskerfinu. Kjöraðstæður eru hér á landi til að þróa þennan möguleika en að svo stöddu reynist auðveldara að bjóða þjónustuna erlendis að sögn framkvæmdastjóra nýsköpunarfyrirtækis. 12.11.2018 10:30
Telur framhaldsskólanema vinna of mikið Formaður Skólameistarafélags Íslands telur að framhaldsskólanemar vinni of mikið með skóla. Álag á ungmenni hafi aukist eftir að framhaldsskólinn var styttur í þrjú ár en hann telur þó ekki ástæðu til að lengja námið aftur í fjögur ár. 9.11.2018 20:00
Rúmlega 60% segjast fylgjandi stofnun miðhálendisþjóðgarðs Fyrir hverja krónu sem ríkið leggur til friðlýstra svæða skila sér tuttugu og þrjár krónur til baka samkvæmt nýrri rannsókn. Þá er meirihluti landsmanna fylgjandi friðlýsingu miðhálendisins en niðurstöður nýrra rannsókna voru kynntar á umhverfisþingi í dag. 9.11.2018 19:30
Framsóknarráðherrar afkomendur bóndakonu en sjálfstæðismenn Þórunnar „ríku“ Íslendingabók hefur tekið stakkaskiptum en ættfræðivefurinn vinsæli fær um 140 þúsund heimsóknir á mánuði. 9.11.2018 19:30