Halda sínu striki þrátt fyrir veðrið Töluverður fjöldi þjóðhátíðargesta fékk inn í Herjólfshöllinni í Vestmannaeyjum í nótt vegna hvassviðrisins þar. Formaður þjóðhátíðarnefndar segist ekki eiga von á að veðrið riðli dagskránni á stærsta degi þjóðhátíðar þrátt fyrir að gul viðvörun taki gildi undir kvöld. 4.8.2024 10:59
Ástand á Litla-Hrauni: Þrír fangaverðir slasaðir eftir átök við fanga Þrír fangaverðir slösuðust og voru sendir á sjúkrahús eftir átök við fanga á Litla-Hrauni í gær. Staðan í fangelsinu er erfið en nokkur slæm og alvarleg mál hafa komið upp að undanförnu og hefur þurft að fjölga öryggisgöngum í fangelsinu að sögn fangelsismálastjóra. 3.8.2024 17:34
Fimm í fangaklefa þegar mest lét í Eyjum Engar meiriháttar líkamsárásir eða kynferðisbrot hafa komið upp á þjóðhátið í Vestmannaeyjum til þessa, að sögn lögreglustjórans þar. Fimm sitja í fangaklefa eftir nóttina fyrir ölvun og ólæti. Fólk er byrjað að hæla niður tjöld fyrir hvassviðri sem á að ganga yfir Eyjar í dag. 3.8.2024 11:08
Ekki talinn í lífshættu eftir hnífsstungu á Akureyri í nótt Hnífstungumál á miðbæjarsvæðinu er til rannsóknar hjá lögreglunni á Akureyri eftir fyrstu nótt verslunarmannahelgarinnar þar. Sá slasaði er ekki talinn í lífshættu. Töluvert af fólki var í bænum en að öðru leyti hefur allt gengið vel, að sögn varðstjóra hjá lögreglunni. 3.8.2024 09:11
„Það er í raun og veru allur bransinn sem er í hættu“ Samtök verslunar og þjónustu hafa áhyggjur af aukningu innbrota og skipulagðrar glæpastarfsemi á Íslandi. Innbrot valdi verslunarmönnum miklu tjóni og nær engin áhætta sé fólgin í að iðka slíka brotastarfsemi hér á landi þar sem málin leiði sjaldnast til ákæru. Framkvæmdastjóri SVÞ skorar á stjórnvöld að taka vandann fastari tökum. 2.8.2024 20:01
Fékk besta nafnið frá frú Vigdísi Skiptar skoðanir hafa verið um það hvað kalla eigi Björn Skúlason, eiginmann Höllu Tómasdóttur, sem er fyrsti eiginmaður forseta Íslands. Björn sjálfur segist hafa heyrt bestu tillöguna í gær frá frú Vigdísi forseta, sem stakk upp á að hann yrði kallaður forsetagæi. 2.8.2024 07:00
„Hér er um fullkomlega eðlileg viðskipti að ræða“ „Hér er um fullkomlega eðlileg viðskipti að ræða sem öðrum býðst og allt svoleiðis,“ sagði Halla Tómasdóttir er hún var aftur spurð út í bílakaup þeirra hjóna á dögunum. Hún segir málið dæmi um að stundum sé mikið rætt um eitthvað sem skiptir ekki meginmáli. Hjónin hafi lært af þessu mikilvæga lexíu. 1.8.2024 22:09
Hlý og góð tilfinning að mæta á Bessastaði Halla Tómasdóttir segir að tilfinningin að mæta á Bessastaði sem húsráðandi sé hlý og góð, en hún hafi auðvitað svolítil fiðrildi í maganum. Hún kveðst vilja verða forseti sem leiðir fólk saman til samtals og samstarfs, og reynir að virkja kraftinn í þjóðinni til að finna hvert við ætlum að stefna. 1.8.2024 21:50
Allt að verða klárt fyrir embættistöku sjöunda forseta lýðveldisins Halla Tómasdóttir verður sett í embætti sem sjöundi forseti Íslenska lýðveldisins í dag, önnur kvenna til að gegna embættinu. Í fyrsta sinn í lýðveldissögunni verða þrír fyrrverandi forsetar viðstaddir athöfnina. 1.8.2024 12:31
Hefði horft á lokakvöldið hefði Hera Björk komist áfram Fráfarandi forseti Íslands segist hafa tekið ígrunaða ákvörðun um að horfa ekki á fyrra undankvöld Eurovision í ár en gert Heru Björk Þórhallsdóttur keppanda Íslands grein fyrir því að hún ætti ekki að þurfa að gjalda fyrir að vera fulltrúi Íslands. 31.7.2024 22:30