Fréttamaður

Elín Margrét Böðvarsdóttir

Elín Margrét er fréttamaður á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni.

Nýjustu greinar eftir höfund

Ræddu tvíhliða samstarf og fyrirhugaða Íslandsheimsókn

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, ræddu tvíhliða samstarf ríkjanna og fyrirhugaða heimsókn Blinken til Íslands á símafundi í dag. Blinken mun leiða sendinefnd Bandaríkjanna sem tekur þátt á ráðherrafundi Norðurskautsráðsins þann 20. maí næstkomandi.

Nýjar reglur taka gildi á landamærum

Á morgun taka gildi nýjar reglur á landamærum sem kveða á um bann við ónauðsynlegum ferðum frá hááhættusvæðum. Það er dómsmálaráðherra sem setur reglugerðina um bann við ónauðsynlegum ferðalögum sem gildir út maí.

Fékk sýkingu eftir sýna­töku á landa­mærum og neyddist til að sæta tveggja vikna sótt­kví

Íslendingur sem kom til landsins fyrir tæpum tveimur vikum segist hafa fengið sýkingu í nefkok vegna sýnatökupinna eftir skimun á landamærum. Hann hafnaði í kjölfarið að gangast undir seinni sýnatöku og gagnrýnir að það hafi ekki verið fyrr en málinu var skotið til dómstóla sem sóttvarnayfirvöld féllust á að taka mætti sýni úr hálskoki. Hann sætir enn sóttkví ásamt maka sínum á sóttvarnahótelinu við Rauðarárstíg sem lýkur í fyrramálið.

Aldrei fleiri tekið þátt í Forritunarkeppni framhaldsskólanna

Lið undir nafninu : ) úr Fjölbrautarskólanum í Breiðholti og Menntaskólanum í Reykjavík bar sigur úr Býtum í Forritunarkeppni framhaldsskólanna sem fram fór um helgina. Alls voru skráð til leiks 58 lið skipuð 135 úr þrettán framhaldsskólum að þessu sinni en keppnin fór alfarið fram á netinu í ár.

„Í guðanabænum þiggið björgina og látið bólusetja ykkur“

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni vera næstum hættulaust og hvetur hann fólk „í guðanabænum“ til að þiggja bóluefni AstraZeneca. Sjálfur hafi hann fengið bóluefnið fyrir nokkrum vikum og hafi ekki hlotið nokkurn skaða af.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Marek Moszczynski, pólskur karlmaður á sjötugsaldri sem ákærður er fyrir að hafa orðið þremur að bana með íkveikju að Bræðraborgarstíg í fyrra, hélt fram sakleysi sínu við aðalmeðferð málsins í dag. Kristín Ólafsdóttir, fréttamaður, hefur fylgst með í dómsal síðan í morgun og mun reifa málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Opnar djassbúlluna Skuggabaldur við Austurvöll í sumar

Framkvæmdir eru hafnar við undirbúning opnunar nýs bars, veitinga- og tónleikastaðar við Austurvöll sem til stendur að opna í sumar. Það er enginn nýgræðingur í veitinga- og skemmtistaðabransanum sem stendur að opnun staðarins en Jón Mýrdal hefur til að mynda rekið skemmtistaðina Röntgen og Húrra.

„Íslensk stjórnvöld hafa engan skilning á þessu“

Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, segir aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum ekki vera sannfærandi. Á sama tíma gefi ný stefna Bandaríkjastjórnar í loftslagsmálum tilefni til bjartsýni.

Á­ætlar að nýja skiltið kosti tíu til tólf milljónir: „Við erum voða­lega stolt af þessu“

Þeir sem leið hafa átt um Hellisheiði nýlega hafa eflaust orðið varir við nýtt gríðarstórt skilti sem þar hefur verið sett upp með nafni sveitarfélagsins Ölfus. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, kveðst afar stoltur af skiltinu og segist nær eingöngu hafa skynjað jákvæð viðbrögð. Hann áætlar að kostnaður vegna skiltisins nemi á bilinu tíu til tólf milljónum.

Sjá meira