Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. október 2025 19:53 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra er meðal þeirra sem sitja í þjóðaröryggisráði. Vísir/Ívar Fannar Þjóðaröryggisráð Íslands kom saman í dag en vinna er þegar hafin við að efla varnir gegn fjölþáttaógnum að sögn utanríkisráðherra. Betur má ef duga skal en til standi að efla tækni, eftirlits-, greiningar- og viðbragðsgetu. Rússar heyja fjölþáttastríð gegn Vesturlöndum að sögn dönsku leyniþjónustunnar en tilfellum óvelkominnar drónaumferðar í Evrópu heldur áfram að fjölga en Rússar halda áfram að hafna ásökunum um að bera ábyrgð. Drónar sáust á sveimi við herstöð í Belgíu og nokkur þúsund farþegar komust ekki leiðar sinnar þegar flugvellinum í Munchen var lokað í gærkvöldi vegna drónaumferðar. Um er að ræða enn önnur nýleg dæmi um mögulegar fjölþáttaárásir í Evrópu. „Ég skal ekki gera þetta aftur“ Vart hefur verið við óvelkomna drónaumferð í lofthelgi nokkurra Evrópuríkja í NATO, netárásir sem lamað hafa flugvallastarfsemi, og jafnvel rússneskar herþotur í eistneskri lofthelgi. Listinn er ekki tæmandi. Rússnesk yfirvöld hafa alfarið hafnað ábyrgð í þeim málum sem enn eru óupplýst. Pútín hæddist hins vegar að áhyggjum Vesturlanda þegar hann var spurður í gær, með kaldhæðnum undirtón, af hverju hann væri að senda alla þessa dróna til Danmerkur. „Ég skal ekki gera þetta,“ sagði Pútín glettinn og gaf í skyn að dónarnir myndu ekki einu sinni drífa til Danmerkur, Frakklands, Lissabon eða hver svo sem áfangastaðurinn ætti að vera. Dönsk stjórnvöld hafa enn ekkert sagt berum orðum um mögulegan sökudólg vegna drónaumferðar í landinu, enda málin enn í rannsókn. Yfirmaður leyniþjónustu danska hersins og varnarmálaráðherra landsins kynntu hins vegar nýtt ógnarmat fyrir Danmörku í sem er nokkuð afdráttarlaust: Rússar heyi fjölþáttastríð gegn Danmörku og Vesturlöndum. Staðan alvarleg en vill „fræða en ekki hræða“ Þjóðaröryggisráð Íslands kom saman til reglubundins fundar í utanríkisráðuneytinu í dag þar sem fjölþáttaógnir voru meðal annars í brennidepli. „Þær munu bara aukast í ljósi ógnar Rússa. Fjölþáttaógnir munu bara aukast og verða meiri á næstunni að mínu mati, það er mín spá miðað við þau gögn sem að maður hefur. Þannig að við Íslendingar við vorum byrjuð að undirbúa okkur í sumar fyrir þessar árásir,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra. Þorgerður Katrín segir ýmislegt eiga að gera til að efna varnir landsins gegn fjölþáttaógnum. Sú vinna sé þegar hafin.Vísir/Ívar Fannar Í síðustu viku hafi verið samþykkt ákveðið skref í ríkisstjórn sem meðal annars snýr að því að bæta ákveðna tegund af búnaði gegn drónum. „En þetta er fræðsla en ekki hræðsla heldur sem við þurfum að koma af stað hér í samfélaginu. Mér finnst gott að finna það að almenningur er að verða meðvitaður um að við þurfum að huga að þessu öryggi og þessum vörnum.“ Eru þessar fjölþáttaógnir að raungerast á Íslandi? „Ekki endilega og alla veganna ekki enn. En við þurfum að vera viðbúin og það er það sem að við höfum undirstrikað í ríkisstjórninni, að við viljum vera viðbúin, og þess vegna erum við að leggja áherslu á varnar- og öryggisstefnu. Það má segja að við höfum verið ágæti í því að vera með öngulinn úti og flotholtið og veiða einn og einn fisk, en nú þurfum við að henda út neti. Og það þýðir að við þurfum að efla tækni, eftirlits-, greiningar- og viðbúnaðargetu,“ svarar Þorgerður. Öryggis- og varnarmál Utanríkismál Rússland Drónaumferð á dönskum flugvöllum Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Danmörk Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Sjá meira
Drónar sáust á sveimi við herstöð í Belgíu og nokkur þúsund farþegar komust ekki leiðar sinnar þegar flugvellinum í Munchen var lokað í gærkvöldi vegna drónaumferðar. Um er að ræða enn önnur nýleg dæmi um mögulegar fjölþáttaárásir í Evrópu. „Ég skal ekki gera þetta aftur“ Vart hefur verið við óvelkomna drónaumferð í lofthelgi nokkurra Evrópuríkja í NATO, netárásir sem lamað hafa flugvallastarfsemi, og jafnvel rússneskar herþotur í eistneskri lofthelgi. Listinn er ekki tæmandi. Rússnesk yfirvöld hafa alfarið hafnað ábyrgð í þeim málum sem enn eru óupplýst. Pútín hæddist hins vegar að áhyggjum Vesturlanda þegar hann var spurður í gær, með kaldhæðnum undirtón, af hverju hann væri að senda alla þessa dróna til Danmerkur. „Ég skal ekki gera þetta,“ sagði Pútín glettinn og gaf í skyn að dónarnir myndu ekki einu sinni drífa til Danmerkur, Frakklands, Lissabon eða hver svo sem áfangastaðurinn ætti að vera. Dönsk stjórnvöld hafa enn ekkert sagt berum orðum um mögulegan sökudólg vegna drónaumferðar í landinu, enda málin enn í rannsókn. Yfirmaður leyniþjónustu danska hersins og varnarmálaráðherra landsins kynntu hins vegar nýtt ógnarmat fyrir Danmörku í sem er nokkuð afdráttarlaust: Rússar heyi fjölþáttastríð gegn Danmörku og Vesturlöndum. Staðan alvarleg en vill „fræða en ekki hræða“ Þjóðaröryggisráð Íslands kom saman til reglubundins fundar í utanríkisráðuneytinu í dag þar sem fjölþáttaógnir voru meðal annars í brennidepli. „Þær munu bara aukast í ljósi ógnar Rússa. Fjölþáttaógnir munu bara aukast og verða meiri á næstunni að mínu mati, það er mín spá miðað við þau gögn sem að maður hefur. Þannig að við Íslendingar við vorum byrjuð að undirbúa okkur í sumar fyrir þessar árásir,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra. Þorgerður Katrín segir ýmislegt eiga að gera til að efna varnir landsins gegn fjölþáttaógnum. Sú vinna sé þegar hafin.Vísir/Ívar Fannar Í síðustu viku hafi verið samþykkt ákveðið skref í ríkisstjórn sem meðal annars snýr að því að bæta ákveðna tegund af búnaði gegn drónum. „En þetta er fræðsla en ekki hræðsla heldur sem við þurfum að koma af stað hér í samfélaginu. Mér finnst gott að finna það að almenningur er að verða meðvitaður um að við þurfum að huga að þessu öryggi og þessum vörnum.“ Eru þessar fjölþáttaógnir að raungerast á Íslandi? „Ekki endilega og alla veganna ekki enn. En við þurfum að vera viðbúin og það er það sem að við höfum undirstrikað í ríkisstjórninni, að við viljum vera viðbúin, og þess vegna erum við að leggja áherslu á varnar- og öryggisstefnu. Það má segja að við höfum verið ágæti í því að vera með öngulinn úti og flotholtið og veiða einn og einn fisk, en nú þurfum við að henda út neti. Og það þýðir að við þurfum að efla tækni, eftirlits-, greiningar- og viðbúnaðargetu,“ svarar Þorgerður.
Öryggis- og varnarmál Utanríkismál Rússland Drónaumferð á dönskum flugvöllum Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Danmörk Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Sjá meira