Fréttamaður

Elín Margrét Böðvarsdóttir

Elín Margrét er fréttamaður á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni.

Nýjustu greinar eftir höfund

Nýjar hraun­tungur geta brotist fram á miklum hraða sem erfitt er að forðast á hlaupum

Vísindaráð almannavarna varar við dvöl nálægt gosstöðvunum í Geldingadal. Mælt er með því að fólk virði fyrir sér gosstöðvarnar frá hæðum í kringum Geldingadal en fari ekki of nálægt. Til að mynda er varað við því að glóandi hraun geti fallið úr hraunjaðrinum og „hröð og skyndileg framhlaup orðið þar sem nýjar hrauntungur brjótast fram úr hraunjaðrinum með miklum hraða sem erfitt að forðast á hlaupum.“

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Eldgosið í Geldingardal í Fagradalsfjalli er eitt það minnsta sem sögur fara af. Þó er ekki talið útilokað að gos verði annars staðar í sprungunni. Ítarlega verður fjallað um eldgosið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Sluppu með skrekkinn eftir harðan þriggja bíla árekstur

Nokkuð harður þriggja bíla árekstur varð á mörkum Reykjanesbrautar og Sæbrautar skammt frá Súðavogi síðdegis í dag. Tilkynning barst slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu um klukkan 17:20 í dag en samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni voru tveir aðilar fluttir á slysadeild til aðhlynningar.

Einar og Magnús Davíð hlutskarpastir í prófkjöri Pírata

Einar Brynjólfsson mun leiða lista Pírata í Norðausturkjördæmi og Magnús Davíð Norðdal mun leiða lista flokksins í Norðvesturkjördæmi í komandi alþingiskosningum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Pírötum en prófkjöri flokksins í kjördæmunum tveimur lauk síðdegis í dag.

Reyna að brjóta upp á fábreyttan hversdagsleikann

Strangar sóttvarnaraðgerðir eru enn í gildi í Danmörku þótt nokkur skref hafi verið stigin til afléttingar. Íslendingar í Kaupmannahöfn sakna þess meðal annars hvað helst að komast á barinn, á veitingastaði og vona að landamæri verði opnuð sem fyrst.

Samhengi sóttvarna og jarðhræringa

Ástæðan fyrir því að ekki þykir ráðlegt að slaka á sóttvarnaraðgerðum á meðan jarðhræringar standa yfir er fyrst og fremst sú að ef til náttúruhamfara kemur getur reynst erfiðara að koma í veg fyrir smit ef aukin smithætta er í samfélaginu. Tilslakanir geti haft í för með sér aukna smithættu og ef smit er í samfélaginu kynnu fleiri að vera útsettir ef bregðast þyrfti við náttúruhamförum, til dæmis með því að safna fólki saman í fjöldahjálparstöðvum.

Býður þeim sem vilja að hlaupa með sér síðustu kílómetrana

Bjartur Norðfjörð, sem undanfarið hefur hlaupið tugi kílómetra bæði nótt og dag, býður öllum þeim sem vilja að hlaupa með sér frá Ráðhúsinu og umhverfis Tjörnina klukkan átta í kvöld. Bjartur hleypur til styrktar vini sínum Brandi Karlssyni en markmiðið með framtakinu er að safna fé sem nýtt verður í baráttuna fyrir bættu aðgengi fatlaðra.

Segir mögulegt hópsmit í uppsiglingu og jafnvel ný bylgja

Hópsmit covid-19 er mögulega í uppsiglingu innanlands af völdum breska afbrigðis kórónuveirunnar. Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna og embættis sóttvarnalæknis í dag. Grunur er um að tvö innanlandssmit sem upp komu á síðustu dögum megi rekja til sameiginlegs snertiflatar í stigagangi fjölbýlishúss.

Tveir greinst utan sóttkvíar og smitrakning teygir sig til tónleika í Hörpu

Alls hafa tveir einstaklingar greinst með covid-19 innanlands síðustu daga sem voru utan sóttkvíar. Báðir hinna smituðu tengjast óbeint einstaklingi sem kom frá útlöndum og greindist jákvæður fyrir kórónuveirunni í seinni skimun þann 4. mars. Þá nær smitrakning einnig til tónleika sem fram fóru í Hörpu á föstudaginn.

Sjá meira