Sonur Mick Jagger fjárfestir í Overtune Miðlunarfyrirtækið Whynow fjárfesti rúmum tuttugu milljónum króna í íslenska sprotafyrirtækið Overtune. Whynow er rekið af Gabriel Jagger sem er sonur Mick Jagger, söngvara Rolling Stones. OverTune er rekið af Sigurði Ásgeiri Árnasyni, Jasoni Daða Guðjónssyni og Pétri Eggerz Péturssyni. 1.7.2022 10:15
Fyrsta úthlutun Elsusjóðs Fyrsta úthlutun úr Elsusjóð hefur verið veitt en styrkir úr sjóðnum eru ætlaðir þeim einstaklingum sem stunda háskólanám og eru með endómetríósu. Sjóðurinn var stofnaður árið 2021 með dánargjöf frá Elsu Guðmundsdóttur sem barðist við endómetríósu. 1.7.2022 09:30
Tom Hiddleston og Zawe Ashton eiga von á barni Leikarinn Tom Hiddleston og leikkonan Zawe Ashton eru að verða foreldrar. Þetta er þeirra fyrsta barn saman en parið trúlofaði sig í mars á þessu ári. 30.6.2022 15:01
„Lífið er fullt af ógeðslega flóknum verkefnum“ Einar Bárðarson þekkja flestir hvort sem það er úr útvarpinu, sjónvarpinu, tónlistinni eða sem umboðsmann. Hann segist vera duglegur að taka ábyrgð og gangast við því sem miður fer í lífinu og rifjar meðal annars upp Eurovision ævintýrið og það hvernig fólk rís upp eftir að hafa verið slegið niður í lífinu. 29.6.2022 21:00
Gaman að kyssa vinkonu sína Fyrirsætan Cara Delevingne segir það hafa verið gaman að leika ástkonu vinkonu sinnar Selenu Gomez í þáttunum Only Murders in the Building. „Er einhver í heiminum sem myndi ekki vilja kyssa Selenu?“ Spyr hún einnig í viðtali við E!News. 29.6.2022 16:30
„Ég sjálf er mjög viðkvæm fyrir því hvað ég býð skynfærunum mínum upp á“ Tónlistarkonan Ragnheiður Gröndal gaf út plötuna „The Unicorn Experience“ sem er búin til fyrir þá sem nota tónlist markvisst til að hafa áhrif á eigin líðan. Platan inniheldur fjögur lög sem saman mynda eina heild. 29.6.2022 11:31
Helvítis kokkurinn: Rauðvínssoðnir lambaskankar Ívar Örn Hansen er Helvítis kokkurinn sem ætlar að kenna ykkur að elda bragðgóðan mat á mannamáli á Vísi og á Stöð 2+ í sumar. Matreiðsluþátturinn er fyrir þá sem vilja ekkert kjaftæði, bara elda bragðgóðan mat og kemur inn vikulega. 29.6.2022 07:00
Myndaveisla: Íslandsmeistaramótið í flonkyball Um helgina fór fram íslandsmeistaramótið í flonkyball á vegum Fm957 og Flonkyball sambands Íslands. Mótið fór fram í Bæjarbíó í Hafnarfirði og klæddu keppendur sig upp í búninga og lögðu allt undir á vellinum. 28.6.2022 19:31
Starfsmaður skotinn til bana vegna of mikils majónes á samloku Samkvæmt fregnum vestanhafs var starfsmaður Subway skotinn til bana vegna of mikils majónes á samloku kúnna um helgina. Staðurinn sem um ræðir er staðsettur í Atlanta í Bandaríkjunum. 28.6.2022 17:01
Nýtt lag frá Baggalút: „Extra sjálfhverfur og sjálfumglaður“ Hljómsveitin Baggalútur gefur frá sér glænýjan hásumarsmell sem fær hlustendur til þess að dansa og dilla sér á björtum sumarnóttum. Þeir eru að sjóða saman nýja plötu og eru strax byrjaðir að huga að jólagleðinni. 28.6.2022 13:08