Fyrsta götubitakeppnin á Íslandi haldin á Miðbakkanum Fyrsta götubitahátíðin á Íslandi fer fram um helgina. Samhliða hátíðinni munu matarvagnar keppa um besta götubitann en sigurvegarinn mun keppa fyrir Íslands hönd í European Streetfood Awards sem haldin verður í Svíþjóð í lok september. 20.7.2019 13:37
Íhugar að leggjast á jarðýturnar til að mótmæla fyrirhuguðum framkvæmdum Hvalárvirkjunar Öllum kröfum um stöðvun framkvæmda við virkjunina hefur verið hafnað 20.7.2019 12:57
Takist ekki að rjúfa smitleiðina með alþrifum á staðnum kemur til greina að loka Efstadal II tímabundið Sterkur grunur leikur á því að þriggja ára gamalt barn sem var á Efstadal II fyrir 2-3 vikum sé með E.coli sýkingu. Settar hafa verið fram auknar kröfur um úrbætur á Efstadal II vegna E.coli sýkinga. 19.7.2019 19:15
Viðræður standa yfir milli Icelandair og Boeing um bótaupphæð Flugvélaframleiðandinn Boeing ætlar að greiða 4,9 milljarða Bandaríkjadala í bætur til flugfélaga sem orðið hafa fyrir fjárhagslegu tjóni vegna kyrrsetningar 737 Max-þotanna. 19.7.2019 13:47
Almenningsrými við Miðbakka opnað Nýtt almenningsrými við Miðbakkann opnaði með hátíðarhöldum í dag. Svæðið hefur á undanförnum árum verið notað undir bílastæði en nú hefur orðið breyting þar á. 12.7.2019 18:45
Segir leiðbeiningar Vinnumálastofnunar óskýrar og misvísandi Vinnuveitandi Momo Hayashi, japönsku konunnar sem synjað var um áframhaldandi dvalarleyfi og atvinnuleyfi hér á landi, segir að leiðbeiningar Vinnumálastofnunar hafi verið misvísandi og óskýrt hvaða gögn þyrftu að liggja að baki umsóknar um atvinnuleyfi. Þingmaður Samfylkingarinnar segir ríka leiðbeiningarskyldu hvíla á Vinnumálastofnun. 12.7.2019 18:02
Gagnrýnisvert að japanska konan fái ekki atvinnuleyfi Rökin fyrir því að hún fái ekki atvinnuleyfi séu þau að vinnuveitandinn hennar hafi ekki auglýst starfið innan Evrópska efnahagssvæðisins og því mat stofnunarinnar að hægt væri að manna starfið með einstaklingi innan þess svæðis. 12.7.2019 12:30
Undirbúningur hafinn fyrir byggingu Húss íslenskunnar Upp úr holu mun brátt spretta Hús íslenskunnar. 11.7.2019 22:15
Staðfestum E. coli smitum ekki fjölgað síðan í gær Smitin eru alls tólf talsins en verið er að rannsaka nokkur sýni. 11.7.2019 12:22
Segir viðurlög við framleigu íbúða mjög skýr Aðstoðaryfirlögregluþjónn tjáir sig ekki um hvort grunur sé um íkveikju. Hann býst við því að rannsókn brunans verði lokið á föstudaginn. 10.7.2019 20:00