Runólfur Pálsson nýr forstjóri Landspítala Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að skipa Runólf Pálsson í embætti forstjóra Landspítala til næstu fimm ára. 1.2.2022 17:13
Bubbi spáði Laufeyju velgengni fyrir átta árum og reyndist sannspár Íslendingur sem fékk boð um að syngja í hinum sívinsæla bandaríska spjallaþætti Jimmy Kimmel segir að það hafi verið súrrealískt að fá boð í þáttinn. Hún segir spennandi hluti á döfinni og er að eigin sögn að lifa drauminn. 31.1.2022 21:00
Segir trans fólk vanrækt í heilbrigðiskerfinu Kynleiðréttingaraðgerðir eru lífsnauðsynlegar trans fólki og er þjónusta við það vanrækt í heilbrigðiskerfinu, að mati formanns Trans Ísland. 31.1.2022 19:30
Segir verðbólguna tilkomna vegna mistaka stjórnvalda í hagstjórn Þingmaður Samfylkingarinnar segir verðbólguna tilkomna vegna mistaka stjórnvalda í hagstjórn undanfarinn áratug. Þingmaður Viðreisnar segir að stjórnvöld þurfi að horfa til sértækra skammtímaaðgerða fyrir þá hópa sem verða fyrir barðinu á vaxtahækkunum. 30.1.2022 19:08
„Þetta er algjör dómgreindarbrestur“ „Við lítum málið alvarlegum augum,“ segir Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs um mál starfsmanns sem nýlega var lækkaður um tign úr yfirskipstjóra í skipstjóra eftir að athugasemd og kvörtun barst um óeðlileg vinnubrögð af hans hálfu. Lögreglurannsókn er hafin og skipstjórinn kominn í leyfi. 30.1.2022 15:00
Man ekki eftir svo alvarlegu broti Formaður Hundaræktarfélags Íslands segir mál mæðgna sem var vísað úr félaginu það alvarlegasta sem komið hafi upp innan félagsins. Mæðgurnar sæta fimmtán ára brottvísun, meðal annars fyrir að hafa falsað ættbókarskráningar. 30.1.2022 09:31
„Ég held að þetta sé framtíðin og ég er glaður að fá að taka þátt í því að búa hana til“ Náttúruvín nýtur vaxandi vinsælda hér á landi og segja vínsérfræðingar að timburmenn læðist síður að manni vegna hreinna efna í víninu. Fréttastofa fékk að vita allt um þessa vinsælu vöru sem sérfræðingarnir segja framtíðina. 30.1.2022 07:01
Covid smitaðir sem koma á spítalann út af öðru stærsta áskorunin Stærsta áskorun Landspítala verður að sinna þeim sjúklingum sem eru með Covid en leita til spítalans vegna annarra kvilla. Þetta segir verkefnastjóri farsóttanefndar sem óttast að spítalinn lendi í vandræðum ef starfsfólk smitast í hrönnum. 29.1.2022 18:31
„Ég varð fyrir vonbrigðum“ Þær sóttvarnaaðgerðir sem kynntar voru í gær eru vonbrigði. Þetta segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins sem hefði viljað sjá ríkisstjórnina ganga lengra í afléttingum. 29.1.2022 12:01
Talsverð eftirspurn eftir vændi á Íslandi og kallar eftir þyngri refsingum Talsverð eftispurn er eftir vændi á Íslandi. Þetta segir talskona Stígamóta sem telur vændiskaup fráfarandi formanns SÁÁ grafalvarleg í ljósi valdaójafnvægis. Hún kallar eftir þyngri refsingum við vændiskaupum. 26.1.2022 20:00