Nýtt farsóttarhús opnað í dag Nýtt farsóttarhús verið tekið í gagnið í dag þar sem hin eru yfirfull. Um er að ræða Hótel Storm í Þórunnartúni. 1.8.2021 14:56
Hálfgert „brjálæði“ að senda út brekkusöng fyrir tómri brekkunni Brekkusöngur fer fram í fyrsta sinn fyrir tómri brekkunni í kvöld. Hátt upp í sextíu manns vinna nú að uppsetningu og segir framkvæmdastjóri Senu hálfgert brjálæði að ákveðið hafi verið að kýla á dagskrá í fullri stærð. 1.8.2021 13:16
„Ég held að við getum ekki farið að hrósa neinu happi“ Að minnsta kosti 83 greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær. Samskiptastjóri almannavarna segir að færri sýni hafi verið tekin í gær en dagana á undan og því of snemmt að hrósa happi. Mikið álag er á símaveri Covid-19 göngudeildarinnar. 1.8.2021 11:57
Verslunarmannahelgi í farsóttarhúsi: „Ætli við stelpurnar tökum ekki bara Facetime og förum yfir stjörnuspána“ Margt ungt fólk mun verja verslunarmannahelginni í einangrun í farsóttarhúsi. Kona sem fréttastofa ræddi við ætlaði að skemmta sér á Djúpavogi um helgina en mun í staðinn skoða stjörnuspá í einangrun. 31.7.2021 21:00
Segir engar vísbendingar um að faraldurinn sé á niðurleið og hefur áhyggjur Yfirmaður smitrakningarteymisins segir engar vísbendingar um að faraldurinn sé á niðurleið og hefur áhyggjur af stöðunni. Aldrei hafa fleiri greinst með kórónuveiruna innanlands á einum degi og vegna álags getur smitrakningarteymið ekki hringt í þá sem þurfa í sóttkví. 31.7.2021 18:30
Segir ferðahug í fólki þrátt fyrir uppsveiflu Margir hafa sett sig í samband við Neytendasamtökin vegna breytinga eða afpöntunar utanlandsferða. Samskiptastjóri Play segir fólk hikandi við að bóka flug en að ferðahugur sé í fólki þrátt fyrir uppsveiflu í faraldrinum. 30.7.2021 21:00
„Ég held að þetta snúist fyrst og fremst um fræðslu“ Ný lög í Noregi sem skylda áhrifavalda til að merkja myndir sem búið er að eiga við eru skrýtin að mati áhrifavalds. Hún segir rökréttara að fræða ungt fólk um skaðsemi samfélagsmiðla og veltir því fyrir sér hvers vegna lögin taki einungis til áhrifavalda. 30.7.2021 20:00
FM957 kynnir hlaðvarpið Blökastið Strákarnir í FM95Blö gefa út fjóra hlaðvarpsþætti í mánuði til viðbótar við föstudagsþáttinn vinsæla. Fyrsti þátturinn er kominn út og lofa strákarnir góðri skemmtun. 30.7.2021 19:02
Fjögur til tíu prósent barna fæðist með tunguhaft: „Þetta er vefur sem skerðir hreyfigetuna“ Fjögur til tíu prósent barna fæðast með vara- eða tunguhaft. Talmeinafræðingur segir að fræða þurfi heilbrigðisstarfsfólk um vandann. 30.7.2021 16:56
Töfranámskeið fyrir eldri borgara slær í gegn Eldri borgarar sóttu töfranámskeið í sólinni í dag. Töframaðurinn segir námskeiðin sporna gegn félagslegri einangrun og nemendurnir segjast vissir um að geta gabbað barnabörnin með töfrabrögðum á næstunni. 29.7.2021 21:00