Ein dýrasta útsending sögunnar muni skila milljörðum í þjóðarbúið Ein dýrasta sjónvarpsútsending Íslandssögunnar fer nú fram í Laugardalshöll þar sem heimsmeistaramót í rafíþrótt fer fram. Reiknað er með að mótið skili nokkrum milljörðum í þjóðarbúið og að áhorfið sé meira en á Eurovision. 6.10.2021 21:31
Áfengi og hlaupahjól fari ekki saman: „Og enn síður að vera fimmtugur að prufa þetta í fyrsta skipti fullur“ Áfengi á allt of stóran þátt í slysum á rafhlaupahjólum að sögn yfirlæknis á bráðamóttöku Landspítala, en slíkum slysum fjölgar á milli ára. Hann telur að taka ætti upp næturstrætó að nýju svo fólk komist heim af djamminu með öruggum hætti. 6.10.2021 20:31
Þingmaður segir að Saab-inn hafi alltaf verið bíll fyrir „sérvitringa“ Þingmaðurinn Tómas Tómasson keyrir um á sjaldgæfum Saab bíl. Bíllinn vekur athygli á götum borgarinnar og er að sögn eigandans ökutæki fyrir sérvitringa. 4.10.2021 21:31
„Þegar þú horfir á fjallið öskra á þig þá gleymir þú því ekkert“ Hættustigi hefur verið lýst yfir á Seyðisfirði vegna hættu á skriðuföllum. Níu hús hafa verið rýmd og segir björgunarsveitarliði að úrkoman minni fólk óneitanlega á aurskriðurnar sem féllu á bæinn í fyrra. Rýmingar verða áfram í gildi í Kinn og Útkinn vegna skriðuhættu. 4.10.2021 18:55
Fleiri skriður féllu í nótt Fleiri aurskriður féllu í Þingeyjarsveit í gærkvöldi og nótt. Skriður féllu að bænum Björgum en engir bæir hafa orðið fyrir skriðunum. Almannavarnir funduðu um næstu skref í hádeginu. 4.10.2021 12:58
Dældu rigningarvatni upp úr húsum á Ólafsfirði Á sjöunda tug björgunarliða hafa staðið í ströngu við að dæla rigningarvatni upp úr húsum á Ólafsfirði. Slökkviliðsstjóri segir rigninguna þá mestu á svæðinu í manna minnum. 3.10.2021 21:39
Meta þurfi menntun til launa jafnvel þó það kalli á ójöfnuð í samfélaginu Formaður BHM segir nauðsynlegt að meta menntun til launa þó það kalli á ójöfnuð í samfélaginu. Hann segir að búa þurfi þannig um hnútana að sérfræðingar sjái hag sinn í því að koma til landsins að námi loknu. 3.10.2021 14:02
Óhugnanlegt að hlusta á skriðurnar á meðan fjölskyldan var innlyksa Bóndi sem varð innlyksa þegar skriður féllu á vegi beggja megin við bæ hennar segir að það hafi verið óhugnalegt að hlusta á aurskriðurnar falla nálægt bænum í gærkvöldi. Fjölskyldan var sótt með þyrlu og bær hennar rýmdur. 3.10.2021 12:13
„Ég fékk pínu tár í augun þegar ég áttaði mig á þessu“ Vanda Sigurgeirsdóttir, nýr formaður KSÍ, er fyrsta kona sögunnar til þess að sinna embætti formanns knattspyrnusambands í Evrópu. Hún segist leggja áherslu á að útrýma meintum þöggunartilburðum sambandsins. 2.10.2021 21:10
Ellefu greindust smitaðir á Akureyri í dag Ellefu bættust í hóp smitaðra á Akureyri eftir skimun dagsins. 65 er í einangrun í bæjarfélaginu. 2.10.2021 17:18