„Þegar þú horfir á fjallið öskra á þig þá gleymir þú því ekkert“ Elísabet Inga Sigurðardóttir og skrifa 4. október 2021 18:55 Davíð Kristinsson er varaformaður Björgunarsveitarinnar Ísólfs. Vísir/Egill Hættustigi hefur verið lýst yfir á Seyðisfirði vegna hættu á skriðuföllum. Níu hús hafa verið rýmd og segir björgunarsveitarliði að úrkoman minni fólk óneitanlega á aurskriðurnar sem féllu á bæinn í fyrra. Rýmingar verða áfram í gildi í Kinn og Útkinn vegna skriðuhættu. Hættustigi hefur verði lýst yfir á Seyðisfirði vegna hættu á skriðuföllum. Frá því í gær hafa mælst hreyfingar á fleka sem liggur milli skriðusársins sem myndaðist í skriðuföllunum á síðasta ári og Búðarár. Auk þess er spáð úrkomu á svæðinu þegar nær dregur helgi. Níu hús rýmd Þrjú hús við Fossgötu hafa verið rýmd auk sex húsa við Hafnargötu. Húsnæði björgunarsveitarinnar Ísólfs á Seyðisfirði er eitt þeirra húsa sem rýma þurfti. „Þannig að við erum að taka upp öll okkar tæki og tól og flytja niður á slökkvistöð þannig við séum á öruggu svæði,“ sagði Davíð Kristinsson, varaformaður Björgunarsveitarinnar Ísólfs á Seyðisfirði. Atburðir síðasta árs í fersku minni Davíð segir aurskriðurnar á Seyðisfirði frá síðasta ári fólki í fersku minni. „Auðvitað eru fæstir komnir yfir þetta. Ég held að þú komist ekkert yfir þetta strax. Það er óhugur. Þetta er rosalega óþægilegt. En jafnframt er held ég fólk fegið að það sé rýming því þá vitum við að það er verið að fylgjast með. Það er vöktun á þessu og það er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur.“ Bæta megi upplýsingaflæði Hann segir að bæta megi upplýsingaflæði til íbúa sem margir hverjir hafi orðið skelkaðir þegar bæta fór í úrkomu á svæðinu í gær. „Fólki líður ekkert vel. Um leið og það byrjar að rigna og það kemur rigning þá fer enginn að gleyma þessu. Þegar þú horfir á fjallið öskra á þig þá gleymir þú því ekkert.“ Rýmingu ekki aflétt í Kinn og Útkinn Skriður héldu áfram að falla í Útkinn í Þingeyjarsveit í gærkvöldi og nótt. Aðgerðarstjórn lögreglunnar á Norðurlandi eystra fundaði með Veðurstofunni og Almannavörnum nú rétt fyrir fréttir og var sú ákvörðun tekin um að aflétta ekki rýmingu í Kinn og Útkinn vegna skriðuhættu. Hættustig er í gildi á svæðinu en spáð er töluverðri úrkomu í kvöld Í myndbannginu hér að ofan sést skriðan sem féll í nótt en skriður féllu meðal annars að bænum Björgum en engir bæir hafa orðið fyrir skriðunum að lögreglu vitandi. Gular viðvörun eru í gildi á Norðurlandi eystra vegna úrkomu. Veður Múlaþing Björgunarsveitir Almannavarnir Tengdar fréttir Rýmingar á Seyðisfirði vegna skriðuhættu Hættustigi almannavarna hefur verið lýst yfir á Seyðisfirði vegna hættu á skriðuföllum og verða níu hús rýmd. Þá hefur umferð um göngustíg meðfram Búðará verið bönnuð á meðan hættustigið er í gildi. 4. október 2021 17:29 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Hættustigi hefur verði lýst yfir á Seyðisfirði vegna hættu á skriðuföllum. Frá því í gær hafa mælst hreyfingar á fleka sem liggur milli skriðusársins sem myndaðist í skriðuföllunum á síðasta ári og Búðarár. Auk þess er spáð úrkomu á svæðinu þegar nær dregur helgi. Níu hús rýmd Þrjú hús við Fossgötu hafa verið rýmd auk sex húsa við Hafnargötu. Húsnæði björgunarsveitarinnar Ísólfs á Seyðisfirði er eitt þeirra húsa sem rýma þurfti. „Þannig að við erum að taka upp öll okkar tæki og tól og flytja niður á slökkvistöð þannig við séum á öruggu svæði,“ sagði Davíð Kristinsson, varaformaður Björgunarsveitarinnar Ísólfs á Seyðisfirði. Atburðir síðasta árs í fersku minni Davíð segir aurskriðurnar á Seyðisfirði frá síðasta ári fólki í fersku minni. „Auðvitað eru fæstir komnir yfir þetta. Ég held að þú komist ekkert yfir þetta strax. Það er óhugur. Þetta er rosalega óþægilegt. En jafnframt er held ég fólk fegið að það sé rýming því þá vitum við að það er verið að fylgjast með. Það er vöktun á þessu og það er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur.“ Bæta megi upplýsingaflæði Hann segir að bæta megi upplýsingaflæði til íbúa sem margir hverjir hafi orðið skelkaðir þegar bæta fór í úrkomu á svæðinu í gær. „Fólki líður ekkert vel. Um leið og það byrjar að rigna og það kemur rigning þá fer enginn að gleyma þessu. Þegar þú horfir á fjallið öskra á þig þá gleymir þú því ekkert.“ Rýmingu ekki aflétt í Kinn og Útkinn Skriður héldu áfram að falla í Útkinn í Þingeyjarsveit í gærkvöldi og nótt. Aðgerðarstjórn lögreglunnar á Norðurlandi eystra fundaði með Veðurstofunni og Almannavörnum nú rétt fyrir fréttir og var sú ákvörðun tekin um að aflétta ekki rýmingu í Kinn og Útkinn vegna skriðuhættu. Hættustig er í gildi á svæðinu en spáð er töluverðri úrkomu í kvöld Í myndbannginu hér að ofan sést skriðan sem féll í nótt en skriður féllu meðal annars að bænum Björgum en engir bæir hafa orðið fyrir skriðunum að lögreglu vitandi. Gular viðvörun eru í gildi á Norðurlandi eystra vegna úrkomu.
Veður Múlaþing Björgunarsveitir Almannavarnir Tengdar fréttir Rýmingar á Seyðisfirði vegna skriðuhættu Hættustigi almannavarna hefur verið lýst yfir á Seyðisfirði vegna hættu á skriðuföllum og verða níu hús rýmd. Þá hefur umferð um göngustíg meðfram Búðará verið bönnuð á meðan hættustigið er í gildi. 4. október 2021 17:29 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Rýmingar á Seyðisfirði vegna skriðuhættu Hættustigi almannavarna hefur verið lýst yfir á Seyðisfirði vegna hættu á skriðuföllum og verða níu hús rýmd. Þá hefur umferð um göngustíg meðfram Búðará verið bönnuð á meðan hættustigið er í gildi. 4. október 2021 17:29