
Skjót viðbrögð slökkviliðsmanns á frívakt auðvelduðu slökkvistörf
Brunavarnir Suðurnesja voru kallaðar út að Holtaskóla í Reykjanesbæ í kvöld vegna elds í gámi á skólalóð skólans. Slökkvistarf tók fljótt af en skjót viðbrögð slökkviliðsmanns á frívakt auðvelduðu verkið.