„Ég var skelfingu lostinn“ Bandarískur ferðamaður sem setið hefur fastur á Möðrudalsöræfum í tæpan sólarhring varð skelfingu lostinn þegar rúður í bílnum hans sprungu í óveðrinu í gær. Hann segist heppinn að hafa ekki stórslasast í látunum. Rúmlega sjötíu ferðamenn leituðu skjóls hjá Ferðaþjónustunni Fjalladýrð í Möðrudal eftir að þeir urðu strand vegna veðurs. 26.9.2022 19:35
Röð óheppilegra atvika leiddi til rafmagnsleysis á hálfu landinu Gríðarlegt eignatjón varð í fyrstu haustlægð þessa árs sérstaklega austanlands þar sem veðrið var verst. Tré rifnuðu upp með rótum, rúður sprungu og heilu þökin fuku af. Þá varð rafmagnslaust á hálfu landinu eftir röð óheppilegra atvika. 26.9.2022 11:54
Ríkið þurfi að fylgjast betur með meðferðaraðilum Formaður Sálfræðingafélags Íslands kallar eftir því að stjórnvöld setji skýrari reglur um störf meðferðaraðila sem eru ekki heilbrigðisstarfsmenn. Ábyrgðin eigi ekki að liggja á herðum almennings, eins og hún gerir nú. 25.9.2022 20:31
Fyrsta haustlægðin skall með krafti á landið Björgunarsveitir hafa haft í nógu að snúast í dag við að bjarga ferðamönnum sem sátu fastir í bílum sínum í veðurofsanum. Rúður hafa brotnað í bílum og tré rifnað upp frá rótum. Það flæddi yfir götur og inn í hús á Akureyri og á stórum hluta landsins varð rafmagnslaust í dag. 25.9.2022 19:28
Munu halda annan blaðamannafund vegna gruns um skipulagningu hryðjuverks Annar blaðamannafundur verður haldinn í vikunni vegna rannsóknar lögreglu á skipulagningu hryðjuverks og vopnaframleiðslu. Blaðamannafundur var haldinn vegna málsins á fimmtudag en rannsókn málsins er í fullum gangi. 25.9.2022 11:48
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum Bylgjunnar segjum við frá fyrsta illviðri haustsins. Rauð viðvörun vegna veðurs hefur nú tekið gildi á Austfjörðum. Gert er ráð fyrir ofsaveðri með vindhviðum allt að 45 metrum á sekúndu. Hættustig almannavarna hefur verið virkjað og björgunarsveitir eru í viðbragðsstöðu. 25.9.2022 11:36
Óskuðu eftir tveggja vikna gæsluvarðhaldi yfir báðum mönnunum Lögregla fór fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum sem grunaðir eru um skipulagningu hryðjuverks. Héraðsdómur féllst aðeins á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir öðrum þeirra en úrskurðaði hinn í einnar viku gæsluvarðhald. 24.9.2022 16:10
Sérsveit hafði afskipti af einum mannanna þegar hann var tólf ára við leik Einn mannanna sem grunaður er um að hafa skipulagt hryðjuverk hér á landi komst í kast við sérsveit ríkislögreglustjóra fyrir þrettán árum. Hann var þá tólf ára gamall og hafði verið að leik þegar sérsveit var kölluð til vegna hans. 24.9.2022 10:33
Með auknum heimildum geti lögregla fylgst með fólki sem ekkert hafi af sér gert Þingmaður segir frumvarp dómsmálaráðherra um forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu þýða það að lögregla geti haft eftirlit með fólki sem ekki hefur brotið af sér. Lögregla hafi þegar mjög rúmar heimildir til rannsóknar og eftirlits með almennum borgurum. 23.9.2022 22:31
Málið óvenjulegt miðað við hryðjuverkamál á Vesturlöndum Prófessor í stjórnmálafræði segir koma sér verulega á óvart að mál hafi komið upp hér á landi þar sem grunur er um að menn hafi verið að undirbúa hryðjuverk. Þá séu allar upplýsingar sem hafi komið fram mjög óvenjulegar og ekki í takt við sambærileg mál á Vesturlöndum. 23.9.2022 21:20