Úrkoma á öllu landinu í dag Gular og appelsínugular viðvaranir taka gildi á öllu landinu í fyrramálið en í dag byrjar veðrið að versna örlítið. 8.10.2022 10:10
Segja aðildarfélög ASÍ veitast að formanni VR með ósmekklegum hætti Stjórn VR segir stjórnarfólk í tólf aðildarfélögum ASÍ hafa veist að formanni VR með „afar ósmekklegum hætti“ í grein sem birtist á Vísi í fyrradag. Stjórnin segist standa sameinuð við bakið á formanninum, sem sé ekki sá maður sem stjórnarfólk aðildarfélaganna máli. 8.10.2022 10:05
Sjö létust í sprengingu á Írlandi Minnst sjö eru látnir eftir að sprenging varð á bensínstöð í Donegal á Írlandi. Átta til viðbótar liggjá á sjúkrahúsi vegna sára sem þeir hlutu í sprengingunni. 8.10.2022 09:31
Reykvíkingar styttuóðir: Kanye, Vigdís, Lewandowski og Harambe Reykvíkingar virðast orðnir styttuóðir ef marka má hugmyndir sem lagðar hafa verið til í hugmyndasamkeppninni Hverfið mitt. Á annan tug hugmynda að styttum, sem borgarbúar vilja láta reisa víðsvegar um höfuðstaðinn, hafa komið fram. 8.10.2022 09:05
Tveir reynsluboltar hjá Íslandspósti fá biðlaun eftir langa baráttu Tveir reynslumiklir starfsmenn hjá Íslandspósti, sem sagt var upp árið 2019, fá greidd biðlaun frá fyrirtækinu eftir að hafa þurft að leita réttar síns fyrir dómstólum. 8.10.2022 08:16
Brúin sem tengir Rússland við Krím stendur í ljósum logum Kerch brúin sem tengir Rússland við Krímskagann í Úkraínu stendur í ljósum logum eftir að gríðarstór sprenging varð fyrr í morgun. Brúin er sögð táknmynd hernáms Rússa á Krímskaga og hötuð af Úkraínumönnum. 8.10.2022 07:31
Róleg nótt að baki hjá lögreglunni Nóttin var róleg hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu ef marka má dagbók hennar í morgun. Þegar dagbókarfærslan barst klukkan fimm höfðu aðeins þrjátíu og þrjú mál verið skráð frá miðnætti en níutíu í heildina frá klukkan fimm síðdegis í gær. 8.10.2022 07:12
Viðkvæm lyf mögulega skemmst vegna rafmagnleysis Ekkert hefur verið hægt að afgreiða vörur í verslun Lyfju í Hafnarstræti frá því að rafmagnsleysi gerði vart við sig í miðborg og Vesturbæ Reykjavíkur um klukkan 16:30 í dag. Hætta er á því að viðkvæm lyf á borð við insúlín skemmist ef rafmagn kemst ekki fljótlega aftur á. 7.10.2022 18:14
Opinberar stofnanir þurfi að hætta að fela og hlífa starfsfólki Stjórnsýslufræðingur segir nýjan úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál skilaboð til stjórnvalda um að hætta að fela starfsfólk. Stofnanir hafi á undanförnum árum orðið andlitslausar, sem sé þróun sem þurfi að stöðva. 7.10.2022 12:16
Fleiri en tvö hundruð í lyfjameðferð við ópíóðafíkn á Vogi Fleiri en tvö hundruð eru í gagnreyndri lyfjameðferð vegna ópíóðafíknar á Vogi þó að það sé bara með samning fyrir níutíu sjúklinga. Aldrei hafa fleiri látist hér á landi vegna ofneyslu ópíóða en í fyrra. 5.10.2022 20:00