Minnihlutinn „bara að þyrla upp ryki“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. janúar 2023 12:00 Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknar í borginni segir minnihlutann bara vera að þyrla upp ryki. Vísir Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sakar fulltrúa meirihlutans í borgarstjórn um einræðistilburði eftir að þeir höfnuðu að setja málefni Ljósleiðarans á dagskrá fundar borgarstjórnar í tvígang. Oddviti Framsóknar í borginni segir minnihlutann aðeins vera að þyrla upp ryki. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óskuðu eftir því 20. desember síðastliðinn að samningur borgarinnar við Sýn hf. um rekstur ljósleiðara yrði ræddur á fundi borgarstjórnar en beiðninni var hafnað af forsætisnefnd. „Í kjölfarið sendi ég inn kvörtun sveitarstjórnarráðuneytisins því ég tel að það sé skýlaus réttur borgarfulltrúa að setja mál á dagskrá borgarstjórnar,“ segir Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Koma í veg fyrir eftirlit með rekstri fyrirtækja borgarinnar Ljósleiðarinn er í eigu Reykjavíkurborgar og Orkuveitu Reykjavíkur, sem borgin á 93 prósenta hlut í. „Okkur ber að hafa eftirlit með fyrirtækjum Reykjavíkurborgar og verðum að geta rætt þau mál innan borgarstjórnar og mál fyritækja hafa oft verið rædd á þeim vettvangi,“ segir Marta. Hún óskaði aftur eftir að málið yrði sett á dagskrá borgarstjórnarfundar, sem fer fram á morgun, en var hafnað af meirihluta í forsætisnefnd á fundi hennar síðastliðinn föstudag. Í kjölfarið lagði hún fram bókun þar sem hún sakaði meirihlutann um einræðistilburði. „Með höfnuninni er verið að koma í veg fyrir að við getum gegnt ríkustu skyldu borgarfulltrúa sem er samkvæmt lögum eftirlitshlutverkið. Okkur ber að hafa eftirlit með rekstri á fyrirtækjum borgarinnar,“ segir Marta. Leyndarhyggjan mikil Fulltrúar meirihlutans í nefndinni töldu að tímasetning umræðunnar þyrfti að vera hentug og nefndu í bókun að stundum yrði ekki hjá því komist að fresta ummræðu eða jafnvel taka ákvörðun um að slík umræða færi fram fyrir luktum dyrum. „Við höfum verið að óska eftir ýmsum gögnum varðandi þetta mál, þeir borgarfulltrúar sem hafa komið að þessu máli - annað hvort setið í stjórn orkuveitunnar eða í svokölluðum rýnihóp Ljósleiðarans, þar sem ég sit - sem við höfum ekki fengið aðgang að. Þess vegna lít ég svo á að hér sé um mikla leyndarhyggju að ræða ef borgarfulltrúum er ekki treyst til að sjá gögn sem varða þetta veigamikla og stóra mál sem varðar alla skattgreiðendur í Reykjavík,“ segir Marta. „Þetta er auðvitað alveg fordæmalaust í sögu Reykjavíkurborgar að hafna því að taka mál á dagskrá enda fer það gegn sveitarstjórnarlögum og samþykktum um stjórn Reykjavíkurborgar.“ Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins í meirihluta og varafulltrúi í forsætisnefnd, gat ekki orðið við beiðni fréttastofu um viðtal fyrir hádegisfréttir og vísaði í fyrrnefnda bókun meirihlutans. Þá svaraði hann því spurður um við hvaða tilefni þyrfti að ræða mál fyrir luktum dyrum að minnihlutinn væri bara að þyrla upp ryki. „Mér finnst þetta afskaplega dapurlegt svar því við erum fyrst og síðast að sinna eftirlitsskyldu okkar og erum að gæta hagsmuna borgarbúa og skattgreiðenda í Reykjavík,“ segir Marta. Fréttin var leiðrétt klukkan 12:40. Áður sagði að Einar hafi hafnað viðtali en hann gat ekki veitt það fyrir hádegi vegna fundarsetu. Borgarstjórn Reykjavík Fjarskipti Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Marta sakar fulltrúa meirihlutans um einræðistilburði Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sakar fulltrúa meirihlutans í borgarstjórn um einræðistilburði eftir að þeir höfnuðu að setja málefni Ljósleiðarans á dagskrá fundar borgarstjórnar sem fram fer á morgun. Segir Marta að leyndarhyggja Viðreisnar, Samfylkingar, Framsóknarflokks og Pírata hafi með þessu náð nýjum hæðum og að ákvörðunin komi í veg fyrir að borgarfulltrúar utan meirihlutans geti sinnt sínu lögboðna starfi. 2. janúar 2023 07:56 Gengið frá kaupum Ljósleiðarans á stofnneti Sýnar Sýn hf. og Ljósleiðarinn ehf. undirrituðu í dag kaupsamning um kaup Ljósleiðarans á stofnneti Sýnar og langtíma þjónustusamning milli félaganna. 20. desember 2022 17:32 Tekist á um hvort ræða ætti málefni Ljósleiðarans eða ekki Tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að fram færi sérstök utandagskrárumræða um málefni Ljósleiðarans á borgarstjórnarfundi í dag var hafnað. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að um umræðubann sé að ræða. Starfandi borgarstjóri sakaði fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að reyna að sjá spillingu í hverju horni. 20. desember 2022 15:10 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óskuðu eftir því 20. desember síðastliðinn að samningur borgarinnar við Sýn hf. um rekstur ljósleiðara yrði ræddur á fundi borgarstjórnar en beiðninni var hafnað af forsætisnefnd. „Í kjölfarið sendi ég inn kvörtun sveitarstjórnarráðuneytisins því ég tel að það sé skýlaus réttur borgarfulltrúa að setja mál á dagskrá borgarstjórnar,“ segir Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Koma í veg fyrir eftirlit með rekstri fyrirtækja borgarinnar Ljósleiðarinn er í eigu Reykjavíkurborgar og Orkuveitu Reykjavíkur, sem borgin á 93 prósenta hlut í. „Okkur ber að hafa eftirlit með fyrirtækjum Reykjavíkurborgar og verðum að geta rætt þau mál innan borgarstjórnar og mál fyritækja hafa oft verið rædd á þeim vettvangi,“ segir Marta. Hún óskaði aftur eftir að málið yrði sett á dagskrá borgarstjórnarfundar, sem fer fram á morgun, en var hafnað af meirihluta í forsætisnefnd á fundi hennar síðastliðinn föstudag. Í kjölfarið lagði hún fram bókun þar sem hún sakaði meirihlutann um einræðistilburði. „Með höfnuninni er verið að koma í veg fyrir að við getum gegnt ríkustu skyldu borgarfulltrúa sem er samkvæmt lögum eftirlitshlutverkið. Okkur ber að hafa eftirlit með rekstri á fyrirtækjum borgarinnar,“ segir Marta. Leyndarhyggjan mikil Fulltrúar meirihlutans í nefndinni töldu að tímasetning umræðunnar þyrfti að vera hentug og nefndu í bókun að stundum yrði ekki hjá því komist að fresta ummræðu eða jafnvel taka ákvörðun um að slík umræða færi fram fyrir luktum dyrum. „Við höfum verið að óska eftir ýmsum gögnum varðandi þetta mál, þeir borgarfulltrúar sem hafa komið að þessu máli - annað hvort setið í stjórn orkuveitunnar eða í svokölluðum rýnihóp Ljósleiðarans, þar sem ég sit - sem við höfum ekki fengið aðgang að. Þess vegna lít ég svo á að hér sé um mikla leyndarhyggju að ræða ef borgarfulltrúum er ekki treyst til að sjá gögn sem varða þetta veigamikla og stóra mál sem varðar alla skattgreiðendur í Reykjavík,“ segir Marta. „Þetta er auðvitað alveg fordæmalaust í sögu Reykjavíkurborgar að hafna því að taka mál á dagskrá enda fer það gegn sveitarstjórnarlögum og samþykktum um stjórn Reykjavíkurborgar.“ Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins í meirihluta og varafulltrúi í forsætisnefnd, gat ekki orðið við beiðni fréttastofu um viðtal fyrir hádegisfréttir og vísaði í fyrrnefnda bókun meirihlutans. Þá svaraði hann því spurður um við hvaða tilefni þyrfti að ræða mál fyrir luktum dyrum að minnihlutinn væri bara að þyrla upp ryki. „Mér finnst þetta afskaplega dapurlegt svar því við erum fyrst og síðast að sinna eftirlitsskyldu okkar og erum að gæta hagsmuna borgarbúa og skattgreiðenda í Reykjavík,“ segir Marta. Fréttin var leiðrétt klukkan 12:40. Áður sagði að Einar hafi hafnað viðtali en hann gat ekki veitt það fyrir hádegi vegna fundarsetu.
Borgarstjórn Reykjavík Fjarskipti Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Marta sakar fulltrúa meirihlutans um einræðistilburði Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sakar fulltrúa meirihlutans í borgarstjórn um einræðistilburði eftir að þeir höfnuðu að setja málefni Ljósleiðarans á dagskrá fundar borgarstjórnar sem fram fer á morgun. Segir Marta að leyndarhyggja Viðreisnar, Samfylkingar, Framsóknarflokks og Pírata hafi með þessu náð nýjum hæðum og að ákvörðunin komi í veg fyrir að borgarfulltrúar utan meirihlutans geti sinnt sínu lögboðna starfi. 2. janúar 2023 07:56 Gengið frá kaupum Ljósleiðarans á stofnneti Sýnar Sýn hf. og Ljósleiðarinn ehf. undirrituðu í dag kaupsamning um kaup Ljósleiðarans á stofnneti Sýnar og langtíma þjónustusamning milli félaganna. 20. desember 2022 17:32 Tekist á um hvort ræða ætti málefni Ljósleiðarans eða ekki Tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að fram færi sérstök utandagskrárumræða um málefni Ljósleiðarans á borgarstjórnarfundi í dag var hafnað. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að um umræðubann sé að ræða. Starfandi borgarstjóri sakaði fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að reyna að sjá spillingu í hverju horni. 20. desember 2022 15:10 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Marta sakar fulltrúa meirihlutans um einræðistilburði Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sakar fulltrúa meirihlutans í borgarstjórn um einræðistilburði eftir að þeir höfnuðu að setja málefni Ljósleiðarans á dagskrá fundar borgarstjórnar sem fram fer á morgun. Segir Marta að leyndarhyggja Viðreisnar, Samfylkingar, Framsóknarflokks og Pírata hafi með þessu náð nýjum hæðum og að ákvörðunin komi í veg fyrir að borgarfulltrúar utan meirihlutans geti sinnt sínu lögboðna starfi. 2. janúar 2023 07:56
Gengið frá kaupum Ljósleiðarans á stofnneti Sýnar Sýn hf. og Ljósleiðarinn ehf. undirrituðu í dag kaupsamning um kaup Ljósleiðarans á stofnneti Sýnar og langtíma þjónustusamning milli félaganna. 20. desember 2022 17:32
Tekist á um hvort ræða ætti málefni Ljósleiðarans eða ekki Tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að fram færi sérstök utandagskrárumræða um málefni Ljósleiðarans á borgarstjórnarfundi í dag var hafnað. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að um umræðubann sé að ræða. Starfandi borgarstjóri sakaði fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að reyna að sjá spillingu í hverju horni. 20. desember 2022 15:10