Sprengisandur: Uppbygging á húsnæðismarkaði, tímamót á Bretlandi og náttúruhamfarir Margt verður rætt í þjóðmálaþættinum Sprengisandi í dag en þátturinn er sem fyrr á Bylgjunni klukkan tíu. Kristján Kristjánsson mun byrja á því að ræða við Huldu Ragnheiði Árnadóttur forstjóra Náttúruhamfaratrygginga Íslands. Verkefni stofnunarinnar vaxa með breyttu loftslagi, áhætta af hamförum breytist hratt og kostar alltaf meira og meira. 11.9.2022 09:15
Starfsemi hætt í stærsta kjarnorkuveri Evrópu Slökkt hefur verið á kjarnaofnum í stærsta kjarnorkuveri Evrópu. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin hefur haft verulegar áhyggjur undanfarið af öryggismálum í kjarnorkuverinu Zaporizhzhia, sem hefur verið á valdi Rússa um nokkurt skeið. 11.9.2022 08:49
Þrjár nýjar Star Wars stiklur frumsýndar Disney frumsýndi í gær þrjár stiklur fyrir Star Wars sjónvarpsþætti sem eru væntanlegir á streymisveituna Disney+ á næstunni. 11.9.2022 08:32
Jarðskjálfti af stærðinni 7,6 reið yfir Papúa Nýju-Gíneu Risastór jarðskjálfti reið yfir í Papúa Nýju-Gíneu í morgun. Skjálftinn mældist 7,6 að stærð en miklar skemmdir urðu á eignum og vitð er um nokkra sem slösuðust í skjálftanum. 11.9.2022 08:02
Sól fyrir sunnan en rok og rigning á Norður- og Austurlandi Helgarlægðin er nú gengin yfir landið og komin suðaustur á mið. Búast má við örlitlu roki með súld norðan- og austanlands í dag en úrkoma mun minnka þegar líður á daginn. 11.9.2022 07:38
Mikil ölvun í nótt og grunur um tvær byrlanir Mikið hefur verið um að vera í borginni í gærkvöld í nótt en lögregla hafði í nógu að snúast, meðal annars vegna hávaðatilkynninga og ölvunar í miðbænum. Grunur er um að tveimur hafi verið byrlað í nótt. 11.9.2022 07:26
Vilhjálmur, Katrín, Harry og Meghan heilsa fólki við Windsor Vilhjálmur Bretaprins, eiginkona hans Katrín prinsessa, Harry Bretaprins og eiginkona hans Meghan eru að heilsa upp á almenning, sem hefur komið sér fyrir fyrir utan Windsor kastala. 10.9.2022 16:51
Elísabet verður jarðsungin 19. september Elísabet önnur Bretadrottning verður jarðsungin frá dómkirkjunni Westminster Abbey mánudaginn 19. september næstkomandi. 10.9.2022 16:15
Vilhjálmur um andlát drottningarinnar: „Hún var hjá mér þegar ég upplifði verstu daga lífs míns“ Vilhjálmur Bretaprins hefur gefið út yfirlýsingu vegna andláts Elísabetar annarrar Bretadrottningar á Instagram. Þar segir hann meðal annars að heimurinn hafi misst mikinn leiðtoga en hann hafi hins vegar misst ömmu sína. 10.9.2022 16:13
Fimm fangelsaðir fyrir barnabækur með uppreisnaráróðri Fimm talmeinafræðingar í Hong Kong hafa verið dæmdir í nítján mánaða fangelsi eftir að hafa verið sakfelldir fyrir að hafa gefið út barnabækur sem innihalda „uppreisnaráróður.“ 10.9.2022 15:57