Bjarni hafi mætt með bensínbrúsa inn í erfiðar kjaraviðræður Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. nóvember 2022 12:01 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir orð fjármálaráðherra um verkalýðinn í kjaraviðræðum hafa verið ógætileg. Vísir/Vilhelm Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir ummæli fjármálaráðherra um að vinnumarkaðurinn sé vandamálið í kjaraviðræðum vera óheppileg. Á sama tíma og forsætisráðherra reyni að slökkva elda helli fjármálaráðherra bensíni á eldinn. Greint var frá því á Innherja fyrr í vikunni að Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra hafi sagt í umræðum á Peningamálafundi Viðskiptaráðs að vinnumarkaðurinn væri vandamálið í kjaraviðræðum. Kröfur verkalýðsfélaganna um krónutöluhækkanir og prósentutöluhækkanir væru óraunhæfar. Ráðherrann sagði í samtali við fréttastofu í gær að þessi ummæli hafi verið sanngjörn. „Já, mér finnst það , að það sé sanngjarnt. Af því það er enginn samhljómur hjá hinum ólíku stéttarfélögum á vinnumarkaði. Viðer um ekki með neitt samkomulag um það að kjaralotan eigi að hefjast á því að finna hvert svigrúmið er og láta lotuna svo snúast um það hvernig við spilum því svigrúmi út,“ sagði Bjarni að loknum ríkisstjórnarfundi í gær. Logi Einarsson þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir ummælin óheppileg. „Og sýnir kannski að fjármálaráðherra virðist ekki hafa skilning á samhengi hlutanna. Þarna erum við að vinna með mjög flókið samspil, sem snýst um ríkisfjármál, rekstrarumhverfi fyrirtkæja og svo blákaldan veruleika almennings. Það er auðvitað ekkert hægt að slíta þetta úr samhengi eins og hann gerði,“ segir Logi. Kjaraviðræður framundan séu greinilega flóknar en þar séu augljósar ástæður að baki. „Við höfum verið að sjá fjárlög eftir fjárlög þar sem húsnæðismarkaðurinn er brotinn, heilbrigðiskerfið undirfjármagnað og velferðarkerfið veikt. Í þeim aðstæðum skilur maður raunveruleika launafólks en það held ég að fjármálaráðherra geri því miður ekki.“ Samkomulag verði að nást milli atvinnulífs, verkalýðs og ríkis og allir þurfi að gæta sín í samskiptum í þeim viðræðum. „Á sama tíma og forsætisráðherra kallar aðila til sín og virðist ætla að slökkva elda kemur hann með bensínbrúsann,“ segir Logi. Kjaramál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaraviðræður 2022 Tengdar fréttir Ekki vonlaust um samninga þrátt fyrir miklar flækjur Ríkissáttasemjari ætlar að halda áfram að reyna að koma deiluaðilum saman á fundi á þriðjudag eftir að VR sleit viðræðum við Samtök atvinnulífsins í gærkvöldi. Formaður Starfsgreinasambandsins er þrátt fyrir allt vongóður um að samningar takist. Vaxtahækkun Seðlabankans og ummæli fjármálaráðherra um vinnumarkaðinn einfald þó ekki stöðuna. 25. nóvember 2022 19:21 Sanngjarnt að segja að vinnumarkaðurinn sé vandamálið Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir sanngjarnt að tala um að vinnumarkaðurinn sé vandamálið þegar kemur að kjaraviðræðum hér á landi. Skortur sé á samhljómi á milli kröfugerða stéttarfélaga, kröfur þeirra séu ólíkar. Hann segist þó vera ágætlega bjartsýnn á að hægt verði að landa kjarasamningum á almennum vinnumarkaði þrátt fyrir viðræðuslit VR. 25. nóvember 2022 13:01 Var verðbólgan fundin upp á Tenerife? Í vikunni tilkynnti Seðlabankinn um hækkun vaxta. Það var í tíunda sinn síðan í maí í fyrra sem hann hækkaði stýrivexti, sem standa nú í 6% og hafa ekki verið hærri síðan 2010. Verðbólga er 9,4%. Ofan á þetta er komin upp alvarleg staða í kjaraviðræðum. Horfur eru dökkar. 25. nóvember 2022 12:31 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Greint var frá því á Innherja fyrr í vikunni að Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra hafi sagt í umræðum á Peningamálafundi Viðskiptaráðs að vinnumarkaðurinn væri vandamálið í kjaraviðræðum. Kröfur verkalýðsfélaganna um krónutöluhækkanir og prósentutöluhækkanir væru óraunhæfar. Ráðherrann sagði í samtali við fréttastofu í gær að þessi ummæli hafi verið sanngjörn. „Já, mér finnst það , að það sé sanngjarnt. Af því það er enginn samhljómur hjá hinum ólíku stéttarfélögum á vinnumarkaði. Viðer um ekki með neitt samkomulag um það að kjaralotan eigi að hefjast á því að finna hvert svigrúmið er og láta lotuna svo snúast um það hvernig við spilum því svigrúmi út,“ sagði Bjarni að loknum ríkisstjórnarfundi í gær. Logi Einarsson þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir ummælin óheppileg. „Og sýnir kannski að fjármálaráðherra virðist ekki hafa skilning á samhengi hlutanna. Þarna erum við að vinna með mjög flókið samspil, sem snýst um ríkisfjármál, rekstrarumhverfi fyrirtkæja og svo blákaldan veruleika almennings. Það er auðvitað ekkert hægt að slíta þetta úr samhengi eins og hann gerði,“ segir Logi. Kjaraviðræður framundan séu greinilega flóknar en þar séu augljósar ástæður að baki. „Við höfum verið að sjá fjárlög eftir fjárlög þar sem húsnæðismarkaðurinn er brotinn, heilbrigðiskerfið undirfjármagnað og velferðarkerfið veikt. Í þeim aðstæðum skilur maður raunveruleika launafólks en það held ég að fjármálaráðherra geri því miður ekki.“ Samkomulag verði að nást milli atvinnulífs, verkalýðs og ríkis og allir þurfi að gæta sín í samskiptum í þeim viðræðum. „Á sama tíma og forsætisráðherra kallar aðila til sín og virðist ætla að slökkva elda kemur hann með bensínbrúsann,“ segir Logi.
Kjaramál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaraviðræður 2022 Tengdar fréttir Ekki vonlaust um samninga þrátt fyrir miklar flækjur Ríkissáttasemjari ætlar að halda áfram að reyna að koma deiluaðilum saman á fundi á þriðjudag eftir að VR sleit viðræðum við Samtök atvinnulífsins í gærkvöldi. Formaður Starfsgreinasambandsins er þrátt fyrir allt vongóður um að samningar takist. Vaxtahækkun Seðlabankans og ummæli fjármálaráðherra um vinnumarkaðinn einfald þó ekki stöðuna. 25. nóvember 2022 19:21 Sanngjarnt að segja að vinnumarkaðurinn sé vandamálið Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir sanngjarnt að tala um að vinnumarkaðurinn sé vandamálið þegar kemur að kjaraviðræðum hér á landi. Skortur sé á samhljómi á milli kröfugerða stéttarfélaga, kröfur þeirra séu ólíkar. Hann segist þó vera ágætlega bjartsýnn á að hægt verði að landa kjarasamningum á almennum vinnumarkaði þrátt fyrir viðræðuslit VR. 25. nóvember 2022 13:01 Var verðbólgan fundin upp á Tenerife? Í vikunni tilkynnti Seðlabankinn um hækkun vaxta. Það var í tíunda sinn síðan í maí í fyrra sem hann hækkaði stýrivexti, sem standa nú í 6% og hafa ekki verið hærri síðan 2010. Verðbólga er 9,4%. Ofan á þetta er komin upp alvarleg staða í kjaraviðræðum. Horfur eru dökkar. 25. nóvember 2022 12:31 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Ekki vonlaust um samninga þrátt fyrir miklar flækjur Ríkissáttasemjari ætlar að halda áfram að reyna að koma deiluaðilum saman á fundi á þriðjudag eftir að VR sleit viðræðum við Samtök atvinnulífsins í gærkvöldi. Formaður Starfsgreinasambandsins er þrátt fyrir allt vongóður um að samningar takist. Vaxtahækkun Seðlabankans og ummæli fjármálaráðherra um vinnumarkaðinn einfald þó ekki stöðuna. 25. nóvember 2022 19:21
Sanngjarnt að segja að vinnumarkaðurinn sé vandamálið Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir sanngjarnt að tala um að vinnumarkaðurinn sé vandamálið þegar kemur að kjaraviðræðum hér á landi. Skortur sé á samhljómi á milli kröfugerða stéttarfélaga, kröfur þeirra séu ólíkar. Hann segist þó vera ágætlega bjartsýnn á að hægt verði að landa kjarasamningum á almennum vinnumarkaði þrátt fyrir viðræðuslit VR. 25. nóvember 2022 13:01
Var verðbólgan fundin upp á Tenerife? Í vikunni tilkynnti Seðlabankinn um hækkun vaxta. Það var í tíunda sinn síðan í maí í fyrra sem hann hækkaði stýrivexti, sem standa nú í 6% og hafa ekki verið hærri síðan 2010. Verðbólga er 9,4%. Ofan á þetta er komin upp alvarleg staða í kjaraviðræðum. Horfur eru dökkar. 25. nóvember 2022 12:31