Segir brýnt að árásarmennirnir verði sóttir til saka Tveir menn, sem taldir eru hafa stungið tíu til bana og sært fimmtán í héraðinu Saskatchewan í Kanada í gær, eru enn ófundnir. Forsætisráðherra landsins segist fylgjast grannt með stöðu mála og brýnt sé að árásarmennirnir verði sóttir til saka. 5.9.2022 07:13
Minnst átta létust í jarðskjálfta í Afganistan í nótt Minnst átta létust þegar gríðarstór jarðskjálfti reið yfir norðausturhluta Afganistan í nótt. Talið er að mun fleiri hafi farist í skjálftanum. 5.9.2022 06:47
Fyrrverandi starfsmenn lýsa afar ófaglegum vinnubrögðum safnstjórans Nokkrir fyrrverandi starfsmenn Listasafns Íslands lýsa afar ófaglegum stjórnunarstíl fyrrum safnsstjóra sem hefur nú verið skipuð án auglýsingar sem þjóðminjavörður. Nefndarmaður Pírata í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd Alþingis vill fá menningarmálaráðherra fyrir nefndina vegna ráðningarinnar. 2.9.2022 12:22
Segir hryssu og folald enn innilokuð án dagsbirtu Íbúi í Borgarnesi segir hryssu og folald enn innilokuð í hesthúsi í Borgarnesi, þar sem ekki sjáist til sólar. Eigandinn var tilneyddur í gær að færa önnur hross sín, sem voru vannærð og illa haldin, á beit en hryssa með folald er enn innilokuð í hesthúsinu. 2.9.2022 10:29
Kjarnorkuverið í Zapoizhzhia ítrekað orðið fyrir hnjaski Formaður eftirlitsnefndar Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar segir byggingu kjarnorkuversins í Zapoizhzhia í Úkraínu hafa orðið fyrir hnjaski ítrekað. Hann hafi áhyggjur af öryggismálum í verinu, sem er undir yfirráðum rússneskra hersveita. 2.9.2022 08:22
Hlaðinni byssu beint að höfði varaforsetans Litlu munaði að varaforseti Argentínu væri ráðinn af dögum í gær þegar maður beindi hlaðinni byssu að höfði hennar og tók í gikkinn en byssan stóð á sér. 2.9.2022 07:39
Í tíu ára fangelsi fyrir að ráðast á lögreglumann í árásinni á þinghúsið Fyrrverandi lögreglumaður frá New York borg hefur verið dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir að hafa ráðist á lögreglumann í óeirðunum og áhlaupinu á bandaríska þinghúsið 6. janúar 2021. Maðurinn hélt því fram við kviðdóm að hann hafi gripið til ofbeldisins í sjálfsvörn. 2.9.2022 07:17
Ráðherra og aðstoðarmaður sakaðir um kynferðisofbeldi Ekki var brugðist við ásökunum gegn ráðherra og aðstoðarmanni í ríkisstjórn Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands þegar þeir voru sakaðir um kynferðisofbeldi á kjörtímabilinu. 2.9.2022 06:49
Svarar ekki gagnrýnisröddum sem líkja honum við Andrew Tate Hlaðvarpsstjórnandinn Bergsveinn Ólafsson, betur þekktur sem Beggi Ólafs, segist ekki ætla að svara gagnrýni sem hann hefur sætt vegna myndbands sem hann birti á samfélagsmiðlum fyrr í vikunni. 1.9.2022 11:36
Lánveitendur þurfi að aðstoða fólk sjái það fram á tímabundna erfiðleika Fjármála- og fyrirtækjaráðgjafi segir fólk mun verndaðra gagnvart lánveitendum en fyrirtæki. Hægt sé að leita til bankanna, sjái fólk fram á tímabundna greiðsluörðugleika, sem verði að koma til móts við lántaka. 1.9.2022 09:19