Telur Ísland geta orðið leiðandi í matarsjálfbærni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. október 2022 09:01 Um 53 prósent allrar matvöru sem neytt er á Íslandi er framleidd hérlendis. Sérfræðingur í sjálfbærni segir nauðsynlegt að Íslendingar líti í eigin matarkistu og telur landið geta orðið leiðandi í sjálfbærri matvælaframleiðslu. Starfshópur á vegum forsætisráðuneytisins skilaði nýlega skýrslu um stöðu neyðarbirgða á landinu. Í skýrslunni er meðal annars farið yfir stöðu matvælabirgða, lyfja- og lækningatækjabirgða, eldsneytisbirgða á landinu. Fram kemur í skýrslunni að fæðuöryggi á Íslandi sé háð innflutningi matvæla og innlendri matvælaframleiðslu. Innlend framleiðsla sé hins vegar mjög háð innflutningi aðfanga, svo sem eldsneytis, fóðurs, sáðvöru og áburðar. Þar segir jafnframt að huga þurfi að aukinni sjálfbærni í matvælaframleiðslu. En hvað getur hinn almenni neytandi gert til að vera sjálfbærari í sinni matvælaneyslu? „Ég held með því að einbeita sér að því sem vex hérna, hvort sem það er að safna mat eða með sjálfsþurftarbúskap en einnig hvað varðar markaðssetningu,“ segir Rob Kinneen og nefnir þar sem dæmi hvað Íslendingar hafa náð langt í gróðurhúsarækt. Marg líkt með íslenskri matarmenningu og matarmenningu frumbyggja Aðgengi að matvælum allan ársins hring og frá öllum heimshornum hafi breytt matvælaumhverfinu að hans mati. „Það þarf að einbeita sér að því sem er tiltækt hér og nú og fagna því eftir árstíðum,“ segir Rob. Rob er af frumbyggjaættum frá Alaska og hefur á undanförnum árum beint sjónum sínum að aukinni sjálfbærni í matvælaneyslu. Margt sé líkt með Íslandi og Alaska hvað það varðar. „Ég sé mikil líkindi. Lítill íbúafjöldi, mikið rými. Það sem er spennandi fyrir mig eru sérkenni matarins, persónuleiki matarmenningarinnarsem er hér nú þegar.“ Framleiðum aðeins helming matvöru sem neytt er Margir hafa eflaust fundið fyrir áhrifum hækkandi hrávöruverðs erlendis undanfarna mánuði. Það hefur meðal annars haft áhrif á verð matarkörfunnar hér en íslensk matvara er þó en dýrari en erlend. Fréttastofa brá sér í matvöruverslun og tíndi saman matvæli, sem hægt var að finna bæði úr innlendri og erlendri framleiðslu. Í körfunum tveimur var talsvert af grænmeti, brauð, ostur og hafrar. Verðmunurinn á körfunum var tæpar þúsund krónur. Sú erlenda kostaði 5.928 krónur en sú íslenska 6.720. Ísland framleiðir í dag um 53 prósent allrar matvöru sem neytt er. Um 96 prósent mjólkurvara, 91 prósent kjöts, 10 prósent grænmetis og ávaxta, aðeins eitt prósent korns, 44 prósent kartafla og 36 prósent fisks. Rob segir nýusköpun nauðsynlega í matvælaframleiðslu. „Hvað tækni varðar held ég að Ísland gæti orðið leiðandi þar. Ég held að þetta gæti verið nýsköpun sem þið gætuð fagnað og sýnt hvernig eigi að gera þetta.“ Matur Matvælaframleiðsla Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Fleiri fréttir Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Sjá meira
Starfshópur á vegum forsætisráðuneytisins skilaði nýlega skýrslu um stöðu neyðarbirgða á landinu. Í skýrslunni er meðal annars farið yfir stöðu matvælabirgða, lyfja- og lækningatækjabirgða, eldsneytisbirgða á landinu. Fram kemur í skýrslunni að fæðuöryggi á Íslandi sé háð innflutningi matvæla og innlendri matvælaframleiðslu. Innlend framleiðsla sé hins vegar mjög háð innflutningi aðfanga, svo sem eldsneytis, fóðurs, sáðvöru og áburðar. Þar segir jafnframt að huga þurfi að aukinni sjálfbærni í matvælaframleiðslu. En hvað getur hinn almenni neytandi gert til að vera sjálfbærari í sinni matvælaneyslu? „Ég held með því að einbeita sér að því sem vex hérna, hvort sem það er að safna mat eða með sjálfsþurftarbúskap en einnig hvað varðar markaðssetningu,“ segir Rob Kinneen og nefnir þar sem dæmi hvað Íslendingar hafa náð langt í gróðurhúsarækt. Marg líkt með íslenskri matarmenningu og matarmenningu frumbyggja Aðgengi að matvælum allan ársins hring og frá öllum heimshornum hafi breytt matvælaumhverfinu að hans mati. „Það þarf að einbeita sér að því sem er tiltækt hér og nú og fagna því eftir árstíðum,“ segir Rob. Rob er af frumbyggjaættum frá Alaska og hefur á undanförnum árum beint sjónum sínum að aukinni sjálfbærni í matvælaneyslu. Margt sé líkt með Íslandi og Alaska hvað það varðar. „Ég sé mikil líkindi. Lítill íbúafjöldi, mikið rými. Það sem er spennandi fyrir mig eru sérkenni matarins, persónuleiki matarmenningarinnarsem er hér nú þegar.“ Framleiðum aðeins helming matvöru sem neytt er Margir hafa eflaust fundið fyrir áhrifum hækkandi hrávöruverðs erlendis undanfarna mánuði. Það hefur meðal annars haft áhrif á verð matarkörfunnar hér en íslensk matvara er þó en dýrari en erlend. Fréttastofa brá sér í matvöruverslun og tíndi saman matvæli, sem hægt var að finna bæði úr innlendri og erlendri framleiðslu. Í körfunum tveimur var talsvert af grænmeti, brauð, ostur og hafrar. Verðmunurinn á körfunum var tæpar þúsund krónur. Sú erlenda kostaði 5.928 krónur en sú íslenska 6.720. Ísland framleiðir í dag um 53 prósent allrar matvöru sem neytt er. Um 96 prósent mjólkurvara, 91 prósent kjöts, 10 prósent grænmetis og ávaxta, aðeins eitt prósent korns, 44 prósent kartafla og 36 prósent fisks. Rob segir nýusköpun nauðsynlega í matvælaframleiðslu. „Hvað tækni varðar held ég að Ísland gæti orðið leiðandi þar. Ég held að þetta gæti verið nýsköpun sem þið gætuð fagnað og sýnt hvernig eigi að gera þetta.“
Matur Matvælaframleiðsla Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Fleiri fréttir Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Sjá meira