Grunur um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum tilkynntur til lögreglu Grunur er um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum í Reykjavík, í eigu sömu aðila, gagnvart þremur starfsmönnum. Starfsmennirnir þrír eru allir af erlendum uppruna, fengu lágmarkslaun fyrir tíu til sextán klukkustunda vinnu á dag og bjuggu jafnframt í íbúð í eigu vinnuveitendanna. 25.8.2022 18:06
Hrafnhildur er Miss Universe Iceland 2022 Hrafnhildur Haraldsdóttir, Miss East Reykjavík, var rétt í þessu krýnd Miss Universe Iceland 2022. Keppnin var sýnd í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi. 24.8.2022 23:07
Ósáttur að rannsóknin heyri undir annað embætti Birgir Jónasson lögreglustjóri á Norðurlandi vestra segist ekki sammála því að rannsóknir mála, eins og þess voðaverks sem upp kom á Blönduósi á sunnudag, eigi að vera í höndum annars lögreglustjóra. Lögreglan á Norðurlandi eystra, sem fer með rannsókn málsins, hefur ekki veitt upplýsingar um framgang rannsóknarinnar til þessa. 24.8.2022 21:43
Stýrivaxtahækkanir komi verst við þá sem keyptu húsnæði í Covid Þingmaður Samfylkingarinnar kallar eftir því að stjórnvöld ráðist í sértækar aðgerðir til að bregðast við stýrivaxtahækkun Seðlabankans sem kynnt var í dag. Hækkunin komi sérstaklega illa niður á þeim sem keyptu húsnæði í heimsfaraldri með hvatningu fjármálaráðherra og seðlabankastjóra. 24.8.2022 21:35
Segir skólameistara FSu hafa lokað á nám fanga án samráðs Formaður Afstöðu, félags fanga, segir skólameistara Fjölbrautaskóla Suðurlands hafa upp á sitt einsdæmi ákveðið að loka á nám fanga við skólann. Það hafi hann gert með því að skrúfa fyrir fjármagn til námsráðgjafa sem lagt hefur leið sína á Kvíabryggju til að aðstoða fanga við nám. 24.8.2022 20:49
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Þróun verðbólgunnar veltur að miklu leyti á komandi kjaraviðræðum að sögn seðlabankastjóra. Gert er ráð fyrir að hún haldi áfram að aukast og nái tveggja stafa tölu síðar á árinu. 24.8.2022 18:01
Krónan frystir verð á 240 vörum til að berjast gegn verðbólgunni Forsvarsmenn matvöruverslunarinnar Krónunnar hafa tekið ákvörðun um að frysta verð á 240 vörum til að leggja lið í baráttunni gegn verðbólgu. Krónan segir í tilkynningu að hún hyggist halda verði varanna stöðugu fram að áramótum til að byrja með. 24.8.2022 17:17
Veitingamenn í Nauthólsvík stóla á veðurblíðu fyrir viðskipti á sumrin Sólin lék við borgarbúa í dag og einhverjir lögðu leið sína í Nauthólsvík. Dagurinn var einn sá heitasti í borginni í sumar. Opinberir mælar sögðu að hiti hafi náð upp í sautján gráður á höfuðborgarsvæðinu í dag. 23.8.2022 23:25
Sérsveitin stöðvaði unga sjálfstæðismenn við mótmæli við rússneska sendiráðið Sérsveit ríkislögreglustjóra og lögreglumenn stöðvuðu unga sjálfstæðismenn sem hugðust mótmæla stríði Rússa í Úkraínu við rússneska sendiráðið í kvöld. Ungmennin ætluðu að mála úkraínska fánann á gangstéttina við sendiráðið en voru stöðvuð við verkið og eftir eru tveir málningarpollar á gangstéttinni. Einn gulur og einn blár. 23.8.2022 22:52
Meintum nauðgara sleppt úr haldi vegna diplómatafriðhelgi Diplómata hjá Sameinuðu þjóðunum í New York borg í Bandaríkjunum, sem hefur verið sakaður um nauðgun, hefur verið sleppt úr haldi lögreglu vegna diplómatafriðhelgi. 23.8.2022 22:28