Enn þungt haldinn og haldið sofandi á gjörgæslu Karlmaður á fertugsaldri sem fluttur var á sjúkrahús í kjölfar bruna í húsi við Stangarhyl 3 snemma í gærmorgun liggur enn þungt haldinn á gjörgæslu. Manninum er haldið sofandi. 27.11.2023 14:23
Hafa yfirheyrt vitni um helgina Rannsókn lögreglu á hnífstunguárás í höfuðborginni á föstudagsmorgun hefur mjakast ágætlega yfir helgina að sögn yfirlögregluþjóns. Nokkrir hafa verið yfirheyrðir vegna málsins síðustu daga. 27.11.2023 13:11
Fjöldauppsagnir hjá Controlant Að minnsta kosti tíu starfsmönnum hefur verið sagt upp hjá Controlant. Þetta herma heimildir fréttastofu. 27.11.2023 12:05
Skipar nýja stjórn undir forystu Morawiecki þrátt fyrir minnihluta Síðdegis í dag mun Andrzej Duda, forseti Póllands, skipa nýja ríkisstjórn undir forystu Mateuszar Morawiecki. Þetta gerir hann þrátt fyrir að Morawiecki hafi ekki meirihluta. 27.11.2023 11:05
Afreksíþróttamaður myrti brúði sína og þrjá aðra í brúðkaupinu Taílenskur íþróttamaður og fyrrverandi hermaður skaut brúði sína og þrjá til viðbótar, áður en hann skaut sjálfan sig til bana, á sjálfan brúðkaupsdaginn. Brúðkaupsgestir segja brúðhjónin hafa rifist í veislunni. 27.11.2023 10:14
Fimmtán ára piltur talinn hafa stungið jafnaldra sinn til bana Fimmtán ára danskur piltur verður dreginn fyrir dómara í dag og yfirheyrður. Pilturinn er grunaður um að hafa stungið jafnaldra sinn til bana í bænum Grenaa á Jótlandi í gær. Pilturinn hefur verið ákærður fyrir manndráp. 27.11.2023 09:04
Vissi af ölvun flugmannsins og fær aðeins þriðjung bóta Maður fær ekki fullar slysabætur vegna líkamstjóns sem hann varð fyrir í umferðarslysi árið 2017. Segir í dómnum að maðurinn hafi í aðdraganda slyssins varið löngum tíma með ökumanni bílsins, sem hafi neytt áfengis í aðdragandanum, og gerst sekur um stórkostlegt gáleysi með því að stíga upp í bílinn vitandi að ökumaðurinn væri drukkinn. 27.11.2023 08:22
Snjóbyssur komnar í gang í Bláfjöllum og stefnt á að fólk komist á skíði fyrir jól Snjóframleiðsla er hafin á skíðasvæðinu í Bláfjöllum. Framleiðslan mun tryggja það að hægt verður að hafa svæðið opið mun oftar en áður svo lengi sem frystir. Rekstrarstjóri skíðasvæðisins vonast til að hægt verði að hleypa fólki á skíði fyrir jól. 23.11.2023 20:49
Vilja lagabreytingu svo hægt sé að banna reykingar í fjölbýli Mikið ónæði hlýst af reykingum í og við fjöleignarhús að sögn Húseigendafélagsins. Fjöldi fólks hefur leitað til þess vegna ónæðis af völdum reykjandi nágranna. Lögfræðingur félagsins vill að lögum verði breytt svo hægt sé að banna reykingar í fjölbýlishúsum. 23.11.2023 12:29
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður farið yfir stöðu mála í Grindavík og rætt verður við Lilju Björk Einarsdóttur, bankastjóra Landsbankans, um kröfu Grindvíkinga að lánastofnanir bregðist betur við þeim vanda sem er upp kominn. 19.11.2023 17:58