Innlent

Bein út­sending: Samgöngusáttmálinn upp­færður

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Uppfærsla á samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins verður kynnt klukkan eitt.
Uppfærsla á samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins verður kynnt klukkan eitt. Vísir/Einar

Boðað hefur verið til blaðamannafundar í Salnum í Kópavogi þar sem kyntar verða uppfærslur á samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. Fundurinn hefst kl. 13 og verður í beinni útsendingu á Vísi.

Á fundinum verða Bjarni Benediktsson forsætisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála- og efnahagsráðherra og Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra viðstödd auk Einars Þorsteinssonar borgarstjóra. 

Auk þeirra verða bæjarstjórar Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarnesbæjar á staðnum.


Tengdar fréttir

Samgöngusáttmálinn taki á mikilli innviðaskuld við höfuðborgarsvæðið

Uppfærður samgöngusáttmáli fyrir höfuðborgarsvæðið verður kynntur opinberlega á morgun. Innviðaráðherra segir algera samstöðu ríkja um sáttmálann innan ríkisstjórnarinnar og kannast ekki við að kostnaður við hann hafi tvöfaldast, eins og sumir hafi fullyrt en umfang sáttmálans hafi aukist.

„Alvarlega vanfjármögnuð“ í viðhaldinu

Forstjóri Vegagerðarinnar segir stofnunina alvarlega vanfjármagnaða þegar það kemur að viðhaldi vega. Ósamþykkt samgönguáætlun setur sömuleiðis strik í reikninginn.

Jarðgöng undir Miklubraut fýsilegri kostur

Verkefnastjóri á höfuðborgarsvæði Vegagerðarinnar segir jarðgangagerð undir Miklubraut með tengingu við Kringlumýrarbraut hafa ýmsa kosti fram yfir stokk. Gangagerð myndi raska umferð minna á framkvæmdatíma og bjóða upp á meira pláss til borgarþróunar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×