Segir borgina brjóta lög með verklagi sínu sem snerti á annað hundrað manns Reykjavíkurborg brýtur lög með verklagi sínu í kringum biðlista einstaklinga eftir sértækum húsnæðisúrræðum að sögn lögmanns Landssamtakanna Þroskahjálp. Á annað hundrað manns eru á biðlista og enginn veit hvenær röðin kemur að honum. 11.6.2023 21:00
Fundu erfðabreytu sem hefur áhrif á tónhæð raddar Rannsókn Íslenskrar erfðagreiningar á upptökum af tali um þrettán þúsund Íslendinga varpar ljósi á erfðabreytu sem hefur áhrif á hversu djúp eða há röddin er. Erfðabreytan er sú fyrsta sem vitað er að hafi áhrif á tónhæð að sögn vísindamanns. 11.6.2023 15:00
Sundþyrstir biðu eftir starfsfólki sem vissi ekki að það mætti mæta Hópur fólks dreif sig að sundlaug Kópavogs í morgun þegar fregnir bárust af því að verkfalli BSRB hefði verið aflýst. Starfsfólk sundlaugarinnar vissi hins vegar ekki af því og hópurinn kom að læstum dyrum. 10.6.2023 22:41
Sáttagreiðsla hafi ráðið úrslitum Tillaga sáttasemjara um svokallaða sáttagreiðslu réði úrslitum í nótt og varð til þess að nýr kjarasamningur var undirritaður eftir tæplega sólarhrings samningalotu mili Sambands íslenskra sveitarfélaga og BSRB, að sögn formannsins. 10.6.2023 21:30
Telja bótafjárhæð borgarinnar geta numið hundruðum milljóna króna Landssamtökin Þroskahjálp telja að Reykjavíkurborg sé bótaskyld gagnvart öllum fötluðum umsækjendum á biðlista um sértæk húsnæðisúrræði eftir að dómur féll í máli þroskahamlaðs manns árið 2021. Faðir ungs manns með einhverfu, sem hefur verið á biðlista í tæp fimm ár, segir stöðuna mjög erfiða. 10.6.2023 19:26
Mikilvægt og löngu tímabært skref að banna bælingarmeðferðir Frumvarp sem gerir svokallaðar bælingarmeðferðir refsiverðar var samþykkt með miklum meirihluta á Alþingi í gær. Formaður Samtakanna 78 segir það gríðarlega mikilvægt og löngu tímabært skref. 10.6.2023 13:37
Ánægð að ná sátt og að lægstu laun hækki Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segist ánægð með að hafa náð sátt við BSRB og að lægstu laun hækki. Sáttagreiðsla hafi reynst svarið við kröfum um afturvirkni og segir hún það hafa mikla þýðingu að geta hafið aftur venjubundin störf í sveitarfélögunum. 10.6.2023 11:31
Heilbrigðiskerfin þurfi að þola álag áfram Formaður stjórnar Landspítalans segir ástand spítalans mjakast í rétta átt þrátt fyrir að enn sé langt í land. Enn sé of margt starfsfólk sem þjónusti sjúklinga ekki beint en það sé í höndum framkvæmdastjórnar og forstjóra spítalans að taka ákvarðanir um uppsagnir. 10.6.2023 07:01
„Þetta er rosa mikil óvissa og ótrúlega leiðinlegt fyrir okkur“ „Dans er líka íþrótt,“ segja nemendur listdansskólans Plié sem mótmæltu og sýndu um leið listir sínar á Austurvelli í morgun. Greint var frá gjaldþroti dansskólans á mánudag en hann hefur verið starfræktur síðan 2014. Stjórnendur skólans segja framtíð listdansskóla á Íslandi í hættu fái þau ekki viðeigandi styrki frá hinu opinbera líkt og aðrar íþróttir og tómstundir. Nemendur skólans eru á leið á heimsmeistaramót eftir tæpan mánuð og segja óvissuna erfiða. 9.6.2023 15:15