Verðmat Icelandair lækkar um nærri 30 prósent en það er „enn von“ Verðmat Icelandair lækkaði um tæplega 30 prósent vegna erfiðleika í rekstri. Verðmatið er engu að síður langt yfir markaðsvirði eða næstum 50 prósentum. Greinandi segir að ytri áföll í rekstri flugfélagsins hafi verið ansi tíð. Icelandair hafi ekki náð að rétta úr kútnum eftir Covid-19 heimsfaraldurinn eins og væntingar stóðu til. „Það er þó enn von.“ 12.2.2024 12:08
Sameinað verslunarfélag væri með yfir sex milljarða í rekstarhagnað Áætlað er að EBITDA-hagnaður sameinaðs félags Samkaupa og Heimkaupa/Orkunnar hafi verið vel yfir sex milljarðar króna í fyrra, að mati Skeljar fjárfestingafélags. Það myndi jafngilda tæplega níu prósenta framlegðarhlutfalli, litlu meiri borið saman við Haga. 9.2.2024 15:46
Ríkið er eins og 26 ára gömul Toyota Corolla „drusla“ en með Spotify Ríkið er eins og Toyota Corolla, 1998 módel, sem búið er að lappa upp á. Það hefur verið reynt að innleiða í hana nýja tækni, meðal annars tengja Spotify. „Málið er að þetta er alger drusla.“ Hættum að lappa upp á gamla bílinn og spyrjum frekar hvaða nýi bíll mætir þörfum okkar með öllu því sem nýir bílar hafa upp á að bjóða. „Rekum einfaldlega kerfi dagsins í dag en ekki gamla kerfið,“ sagði meðeigandi hjá ráðgjafarfyrirtækinu Deloitte. 9.2.2024 14:01
Hagnaður Arion yfir væntingum en mjög farið að hægja á útlánavexti Hagnaður Arion banka á fjórða ársfjórðungi var nokkuð yfir væntingum greinenda, en ekki kom til virðsrýrnunar útlána eins og reiknað var með. Bankastjóri Arion segir viðskiptamódel bankans, að leggja áherslu á þóknanatekjur, hafi sannað sig á tímum þegar hægir á útlánavexti. 8.2.2024 12:48
Minni vöxtur í ferðaþjónustu myndi „létta á þrýstingi“ á peningastefnuna Aðalhagfræðingur Seðlabankans segir að ef það yrði minni vöxtur í ferðaþjónustu þá myndi það „draga úr spennu og létta á þrýstingi“ sem peningastefnan sé að reyna framkalla. 7.2.2024 15:32
Flutningar Grindvíkinga hafi lítil áhrif á fasteignamarkaðinn í borginni Seðlabankastjóri telur að brottflutningur fólks frá Grindavík vegna jarðhræringa muni ekki hafa mikil áhrif á fasteignamarkaðinn á höfuðborgarsvæðinu. Áhrifin verði mögulega bundin við Reykjanes og nágrenni. „Það kæmi ekki á óvart ef íbúar vilja búa þar nálægt. Ég held að áhrifin verði aðallega þar í kring.“ 7.2.2024 12:03
Gjöld greiðslukorta erlendis hækkuðu um 38 prósent Þjónustugjöld af greiðslukortanotkun íslenskra heimila erlendis námu um 4,7 milljörðum króna og þar af greiddu heimilin um 4,4 milljarða króna í gengisálag á árinu 2022. Þegar íslenskum krónum er skipt í erlendan gjaldeyri er greitt ákveðið gjald. Að raunvirði hækkuðu gjöld greiðslukorta um 38 prósent frá árinu á undan sem skýrist að nokkru leyti af meiri neyslu erlendis en einnig af almennri hækkun gjalda. 6.2.2024 16:25
Krefjandi markaðsaðstæður setji áfram mark sitt á afkomu Marels Horfur eru á að krefjandi markaðsaðstæður muni áfram setja mark sitt á afkomu Marel. Greinendur búast almennt við því að afkoma fyrirtækisins muni dragast saman á milli ára á fjórða ársfjórðungi og að framlegðarhlutfall verði rétt undir tíu prósentum. Marel mun birta uppgjör eftir lokun markaða á morgun. 6.2.2024 12:35
Næstum þrefaldur hagnaður af því að reisa Urðarfellsvirkjun Heildarvirði Urðarfellsvirkjunar var tæplega 17 sinnum hagnaður fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta (EBITDA) við kaup bresks orkusjóðs á virkjuninni í janúar. Munur á stofnverði og söluverði er næstum þrefaldur en virkjunin hóf að framleiða rafmagn fyrir um sex árum. 5.2.2024 14:31
Nýr forstjóri Reita fór fyrir 200 milljarða banka í Katar Guðni Aðalsteinsson, fyrrverandi forstjóri þriðja stærsta viðskiptabanka Katar, hefur verið ráðinn forstjóri Reita. Markaðsvirði bankans er yfir 200 milljarðar króna en til samanburðar er markaðsvirði Reita um 65 milljarðar króna. Guðni hefur á ferli sínum gegnt fjölbreyttum stjórnunarstöðum á Íslandi, Englandi, Þýskalandi og Katar. 5.2.2024 10:25