Tilboð JBT kom hlutabréfamarkaðnum á flug Hlutabréfamarkaðurinn, sem er góðri siglingu, þurfti afgerandi jákvæð skilaboð til að komast úr hjólförum sem hann var fastur í en umtalsverðar lækkanir höfðu einkennt gengisþróunina lengst af á árinu sem var að líða. Þau fékk hann með yfirtökutilboði frá JBT í Marel fyrir skemmstu og jákvæðum tóni í kjaraviðræðum. Frá þeim tíma hefur mikil stemning ríkt á markaðnum. 5.1.2024 17:49
Útleiguhlutfall Eikar nokkuð lágt en verðmat er 45 prósent yfir markaðvirði Útleiguhlutfall Eikar er nokkuð lágt, að mati greinanda sem metur gengi fasteignafélagsins 45 prósent yfir markaðsvirði. Þriðji ársfjórðungur var „örlítið erfiðari í útleigu“ heldur en fyrstu tveir fjórðungar ársins. 3.1.2024 16:16
Svifaseint og sívaxandi skrifræði ein helsta áskorunin í íslensku efnahagslífi Svifaseint og sívaxandi skrifræði er að verða helsta áskorunin í íslensku efnahagslífi, segir Þorsteinn Víglundsson, forstjóri Eignarhaldsfélagsins Hornsteins, móðurfélags B.M. Vallár, Björgunar og Sementsverksmiðjunnar. 29.12.2023 07:42
Kvika á mikið inni, segir greinandi Kvika á mikið inni, að sögn hlutabréfagreinenda sem metur bankann um 23 prósentum yfir markaðsvirði, en gengi bréfa bankans hefur hækkað um fimmtung á einum mánuði. „Það er von á hraustlegri arðgreiðslu eða endurkaupum,“ segir í verðmati um væntanlega sölu á TM. 21.12.2023 12:22
Kaupverðið á PayAnalytics getur orðið allt að sex milljarðar Kaupverð PayAnalytics getur numið allt að fimm til sex milljörðum króna gangi tiltekin afkomumarkmið eftir, samkvæmt heimildum Innherja. Til samanburðar er markaðsvirði flugfélagsins Play 6,5 milljarðar króna. 20.12.2023 14:08
World Class opnar í Sjálandi ef leyfi fæst til að stækka húsnæðið World Class er með samþykkt kauptilboð í fasteign sem hýsti veitingastaðinn Sjáland við sjávarsíðu í Garðabæ. Tilboðið er með fyrirvara um að það fáist byggingarleyfi til að stækka fasteignina umtalsvert, upplýsir framkvæmdastjóri líkamsræktarstöðvarinnar í samtali við Innherja. 19.12.2023 15:01
Regluleg heildarlaun voru hæst hjá ríkisstarfsmönnum Á fyrri helmingi þessa árs dróst kaupmáttur ráðstöfunartekna saman um 2,7 prósent á milli ára en laun á mann hækkuðu um 8,6 prósent á fyrri helming 2023. Regluleg heildarlaun voru almennt hæst hjá ríkisstarfsmönnum í maí eða 880 þúsund krónur. Launin voru 29 þúsund krónum hærri en þegar litið er til heildarlauna allra hópa. 18.12.2023 16:16
Samruni Marels og JBT skynsamlegur ef skuldir aukast ekki verulega Greinendur bandaríska fjárfestingarbankans William Blair telja að Marel og John Bean Technologies (JBT) séu nú nær því að hefja samrunaviðræður og um möguleika á „verulegum“ samlegðaráhrifum ef samningar nást. 15.12.2023 13:47
Bala safnar um 700 milljónum í vísisjóð Founders Ventures Management, sem stýrt er af Bala Kamallakharan, vinnur að því að stækka vísisjóð um um það bil fimm milljónir bandaríkjadala, jafnvirði um 700 milljónir króna. Sjóðurinn fjárfestir í fyrirtækjum á hugmyndastigi og við það yrði hann um 9,5 milljónir dala, jafnvirði um 1,3 milljarðar króna. 15.12.2023 07:19
Rekstur Eimskips „mjög sterkur“ og metur félagið hærra en markaðurinn Uppgjör Eimskips fyrir þriðja ársfjórðung er enn frekari staðfesting á því að grunnrekstur skipafélagsins er „orðinn mjög sterkur“, segir í verðmati. Það skiptir miklu máli þar sem flutningsverð eru komin á eðlilegar slóðir. Þekkt er að flutningsverð voru afar há í Covid-19 heimsfaraldrinum og því var arðsemi fyrirtækja í þeim rekstri góð á þeim tíma. 14.12.2023 16:15