

Yfirgrafíker
Hjalti er yfirgrafíker á fréttastofu Sýnar.
Brasilísk-ameríska þungarokksveitin Sepultura treður upp í N1-höllinni við Hlíðarenda 4. júní. Tónleikarnir eru hluti af allra síðasta tónleikaferðalagi sveitarinnar sem hún leggur upp í í tilefni fjörutíu ára afmælis.
Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti á samfélagsmiðli sínum, Truth Social, í gær að hann hafi náðað Ross Ulbricht, forsprakka vefsins Silk Road. Honum var sleppt úr fangelsi strax í gærkvöldi.
Ghostigital var að senda frá sér lagið Laus skrúfa. Það er fyrsta lag sveitarinnar síðan lagið Ekki mín ríkisstjórn kom út árið 2015.
Leðjurokkssveitin Weedeater frá suðurríkjum Bandaríkjanna treður upp á Gauknum sunnudagskvöldið 28. júlí næstkomandi. Sveitin hefur verið starfandi frá árinu 1998 og er með þeim þekktari innan leðjurokksgeirans, en þetta er þó í fyrsta sinn sem hún spilar hérlendis.
Hér að neðan má sjá vefmyndavélar frá svæðinu kringum Sundhnúksgígaröðina. Gos hófst í henni klukkan 12:46 í dag.
Enn er kraftur í eldgosinu á Reykjanesskaga milli Hagafells og Stóra-Skógfells. Eitthvað dró úr virkni í nótt en þetta gos hefur þó staðið lengur en þrjú síðustu gos á undan.
Eldgos hófst í Sundhnúksgígaröðinni klukkan sex í morgun. Hér að neðan má sjá vefmyndavélar Vísis frá gosstöðvunum.
Athygli var vakin á því á samfélagsmiðlum nýverið að í desember hafi vínyleintak af plötunni Fire and Steel með íslensku djöflarokkssveitinni Flames of Hell selst á 4.175 dollara á vínylplötuvefsíðunni Discogs, en það nemur um 570 þúsund íslenskum krónum.
Randall Munroe er maðurinn á bak við einar af vinsælustu vefmyndasögum í heimi, xkcd. Hann gerði Ísland að umfjöllunarefni sínu í síðustu myndasögu ársins 2023.
Ljósmyndarinn Ragnar Axelsson, eða RAX, náði myndunum hér fyrir neðan úr lofti í grennd við gosstöðvarnar við Sundhnúk. Önnur er tekin áður en gosið hófst og sú seinni eftir að því lauk í gær.