Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 22. janúar 2025 16:48 Ross Ulbricht hefur verið náðaður. Ákæruvaldið gegn honum fullyrti á sínum tíma að eiturlyf hefðu verið seld fyrir upphæð sem samsvarar þrjátíu milljörðum íslenskra króna á meðan vefurinn Silkileiðin var í loftinu. Free Ross Ulbricht Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti á samfélagsmiðli sínum, Truth Social, í gær að hann hafi náðað Ross Ulbricht, forsprakka vefsins Silk Road. Honum var sleppt úr fangelsi strax í gærkvöldi. Ulbricht hlaut lífstíðardóm árið 2015 fyrir eiturlyfjasölu og peningaþvætti, en dómurinn hefur verið sagður yfirdrifinn, þar á meðal af Trump í færslu sinni á Truth Social. „Úrþvættin sem unnu að því að sakfella hann voru sumir af geðsjúklingunum sem tóku þátt í nútímavopnvæðingu ríkisstjórnarinnar gegn mér. Hann var dæmdur í tvöfalt lífstíðarfangelsi, og fjörutíu ár til viðbótar. Út í hött!“ Ross Ulbricht gekk undir nafninu Dread Pirate Roberts á vefnum sem hann setti á laggirnar árið 2011 og stóð á bak við hann þar til hann var handtekinn á almenningsbókasafni í San Francisco árið 2013. Þar taldi hann að hann væri á netspjalli við samstarfsmann sinn en var í raun að spjalla við flugumann bandarísku alríkislögreglunnar. Á vefnum gekk ýmis ólöglegur varningur kaupum og sölum, aðallega eiturlyf en einnig vopn og stolin vegabréf. Ulbricht var einnig sakaður um að hafa lagt á ráðin um sex launmorð, þar af eitt á fyrrverandi starfsmanni Silkileiðarinnar, en ekki tókst að sýna fram á að neitt þeirra hafi verið framið í raun og veru. Starfsemi Silkileiðarinnar teygði anga sína til Íslands en vefurinn reyndist vera hýstur hérlendis. Lögregluyfirvöld aðstoðuðu á sínum tíma bandarísku alríkislögregluna við rannsókn á starfsemi síðunnar. Viðskiptin fóru fram með Bitcoin snemma á æviskeiði rafmynta og er Ulbricht af mörgum talinn brautryðjandi fyrir gjaldmiðilinn. Samkvæmt frétt Reuters var Silkileiðin notuð af að minnsta kosti hundrað þúsund manns til að kaupa og selja fíkniefni og aðrar ólöglegar vörur og þjónustu fyrir að minnsta kosti 214 milljónir dala. Það samsvarar um þrjátíu milljörðum króna. Huldunetið eða dark web er hluti internetsins sem einungis er hægt að heimsækja þar tilgerðum vafra, í tilfelli Silkileiðarinnar var það vafrinn Tor. Nær ómögulegt er að rekja notendur sem vafra um huldunetið og er hann því m.a. nýttur í ýmsa ólöglega starfsemi. Lögmaður Ulbrichts sagði náðun Trumps veita honum tækifæri til að hefja nýtt líf og leggja eitthvað gott til samfélagsins. Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Íslendingar notuðu eBay fíkniefnaheimsins Eitt stærsta fíkniefna-markaðssvæði á internetinu, oft kallað eBay fíkniefnaheimsins, notaði íslensk gagnaver til að fela slóð sína. Mörg dæmi eru um að íslenskir fíkniefnaneytendur hafi nýtt sér þessa þjónustu hér á landi. 9. október 2013 18:47 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Ulbricht hlaut lífstíðardóm árið 2015 fyrir eiturlyfjasölu og peningaþvætti, en dómurinn hefur verið sagður yfirdrifinn, þar á meðal af Trump í færslu sinni á Truth Social. „Úrþvættin sem unnu að því að sakfella hann voru sumir af geðsjúklingunum sem tóku þátt í nútímavopnvæðingu ríkisstjórnarinnar gegn mér. Hann var dæmdur í tvöfalt lífstíðarfangelsi, og fjörutíu ár til viðbótar. Út í hött!“ Ross Ulbricht gekk undir nafninu Dread Pirate Roberts á vefnum sem hann setti á laggirnar árið 2011 og stóð á bak við hann þar til hann var handtekinn á almenningsbókasafni í San Francisco árið 2013. Þar taldi hann að hann væri á netspjalli við samstarfsmann sinn en var í raun að spjalla við flugumann bandarísku alríkislögreglunnar. Á vefnum gekk ýmis ólöglegur varningur kaupum og sölum, aðallega eiturlyf en einnig vopn og stolin vegabréf. Ulbricht var einnig sakaður um að hafa lagt á ráðin um sex launmorð, þar af eitt á fyrrverandi starfsmanni Silkileiðarinnar, en ekki tókst að sýna fram á að neitt þeirra hafi verið framið í raun og veru. Starfsemi Silkileiðarinnar teygði anga sína til Íslands en vefurinn reyndist vera hýstur hérlendis. Lögregluyfirvöld aðstoðuðu á sínum tíma bandarísku alríkislögregluna við rannsókn á starfsemi síðunnar. Viðskiptin fóru fram með Bitcoin snemma á æviskeiði rafmynta og er Ulbricht af mörgum talinn brautryðjandi fyrir gjaldmiðilinn. Samkvæmt frétt Reuters var Silkileiðin notuð af að minnsta kosti hundrað þúsund manns til að kaupa og selja fíkniefni og aðrar ólöglegar vörur og þjónustu fyrir að minnsta kosti 214 milljónir dala. Það samsvarar um þrjátíu milljörðum króna. Huldunetið eða dark web er hluti internetsins sem einungis er hægt að heimsækja þar tilgerðum vafra, í tilfelli Silkileiðarinnar var það vafrinn Tor. Nær ómögulegt er að rekja notendur sem vafra um huldunetið og er hann því m.a. nýttur í ýmsa ólöglega starfsemi. Lögmaður Ulbrichts sagði náðun Trumps veita honum tækifæri til að hefja nýtt líf og leggja eitthvað gott til samfélagsins.
Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Íslendingar notuðu eBay fíkniefnaheimsins Eitt stærsta fíkniefna-markaðssvæði á internetinu, oft kallað eBay fíkniefnaheimsins, notaði íslensk gagnaver til að fela slóð sína. Mörg dæmi eru um að íslenskir fíkniefnaneytendur hafi nýtt sér þessa þjónustu hér á landi. 9. október 2013 18:47 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Íslendingar notuðu eBay fíkniefnaheimsins Eitt stærsta fíkniefna-markaðssvæði á internetinu, oft kallað eBay fíkniefnaheimsins, notaði íslensk gagnaver til að fela slóð sína. Mörg dæmi eru um að íslenskir fíkniefnaneytendur hafi nýtt sér þessa þjónustu hér á landi. 9. október 2013 18:47