„Ég óttast að það taki ekkert við á Spáni“ „Lögregla telur það ekki vera sitt vandamál og íslensk stjórnvöld, þrátt fyrir ítrekaða hvatingu og beiðnir, hafa ekki viljað óska eftir tryggingum eða loforðum frá spænskum stjórnvöldum um hvað taki við á Spáni.Þannig að ég óttast að það taki ekkert við á Spáni.“ 16.9.2024 06:39
Hlutu IG Nóbelinn fyrir rannsóknir á öndun gegnum endaþarminn Japanskir vísindamenn hafa hlotið IG Nóbelsverðlaunin fyrir þá uppgötvun sína að spendýr geta „andað“ með endaþarminum. Uppgötvunin hefur leitt til rannsókna á því hvort hægt sé að meðhöndla andnauð „neðan frá“. 13.9.2024 12:40
Tveir handteknir vegna þjófnaðar á „Stúlka með blöðru“ Tveir menn hafa verið handteknir í tengslum við ránið á „Stúlka með blöðru“, einu þekktasta verki listamannsins Banksy. Verkinu var stolið úr gallerýi í Lundúnum um helgina. 13.9.2024 10:29
Pútín segir NATÓ á leið í stríð við Rússa Vladimir Pútín Rússlandsforseti segir heimild til handa Úkraínumönnum til að nota langdræg vopn frá Vesturlöndum til að gera árásir á Rússland myndu jafngilda þátttöku og stríðsyfirlýsingu af hálfu Atlantshafsbandalagsins. 13.9.2024 08:46
Þriðjungur íbúa á Spáni kominn með nóg af ferðamönnum Um 32 prósent íbúa á Spáni segja of marga ferðamenn á sínum heimaslóðum og hlutfallið er enn hærra í Katalóníu, þar sem 48 prósent íbúa segja þetta orðið of mikið af hinu góða. 13.9.2024 08:03
Þúsundir starfsmanna Boeing hafna 25 prósent launahækkun Þúsundir starfsmanna Boeing hefja verkfallsaðgerðir í dag eftir að hafa hafnað tilboði fyrirtækisins í yfirstandandi kjaradeilum, þrátt fyrir að það hafi hljóðað upp á 25 prósenta launahækkun á fjórum árum. 13.9.2024 06:54
Lögregla kölluð til vegna manns með eggvopn í strætó Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust tvær tilkynningar í gærkvöldi vegna manns sem var sagður með eggvopn í strætó. Mögulega er um að ræða eina og sama manninn. 13.9.2024 06:18
Bon Jovi lofaður fyrir að bjarga konu í sjálfsvígshugleiðingum Lögregluyfirvöld í Nashville í Tennessee í Bandaríkjunum hafa lofað tónlistarmanninn Jon Bon Jovi fyrir að koma konu til bjargar sem virðist hafa ætlað að kasta sér fram af göngubrú. 12.9.2024 09:30
„Lærisveinn“ Pélicot sagður hafa beitt sömu aðferðum á eigin konu Dómarar í Avignon í Frakklandi hlýddu í gær á frásögn af því hvernig „lærisveinn“ Dominique Pélicot notaði sömu aðferðir og Pélicot til að byrla eiginkonu sinni og nauðga. 12.9.2024 07:53
171 handtekinn og 402 börnum bjargað í aðgerðum í Malasíu Lögregluyfirvöld í Malasíu hafa handtekið 171 og bjargað 402 börnum og ungmennum í tengslum við misnotkun á um 20 barnaheimilum í Selangor og Negeri Sembilan. 12.9.2024 07:27