Segja frumvarp um breytingar á lyfjalögum ganga alltof langt Félag atvinnurekenda hefur ítrekað umsögn sína um frumvarp til laga um breytingar á lyfjalögum og lögum um lækningatæki er varða upplýsingar um birgðastöðu. 13.10.2023 10:27
Hyggjast eyðileggja umfangsmikið gangakerfi Hamas undir Gasa Ísraelsher hyggst uppræta Hamas-samtökin í þeim aðgerðum sem nú standa yfir, sem munu meðal annars miða að því að eyðileggja umfangsmikil göng sem liggja undir Gasaborg. 13.10.2023 08:11
Scalise dregur framboð sitt til baka eftir inngrip Trump Þingmaðurinn Steve Scalise frá Louisiana hefur dregið sig út úr kosningum um næsta forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, eftir að honum mistókst að afla sér stuðnings harðlínu Repúblikana. 13.10.2023 07:21
Íbúum og hjálparsamtökum sagt að rýma norðurhluta Gasa Sameinuðu þjóðirnar segjast hafa fengið viðvörun frá Ísraelsher um að rýma norðurhluta svæðisins, það er að segja allt svæðið fyrir norðan Wadi Gaza. 13.10.2023 06:36
Fordæmdi tvístígandi þjóðarleiðtoga og hét eilífum stuðningi „Ég stend hér fyrir framan ykkur ekki aðeins sem utanríkisráðherra Bandaríkjanna heldur einnig sem gyðingur,“ sagði Antony Blinken þegar hann ávarpaði Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, og ísraelsku þjóðina á blaðamannafundi fyrir stundu. 12.10.2023 11:53
Ummæli Biden skýrð og enn óljóst hvort börn voru afhöfðuð Talsmenn Hvíta hússins í Washington hafa neyðst til að skýra ummæli Joe Biden Bandaríkjaforseta, sem sagði í gær að hann hefði aldrei trúað því að hann myndi fá þær fregnir að börn hefðu verið afhöfðuð og þurfa að sjá myndir því til staðfestingar. 12.10.2023 10:21
NATO hótar afdráttarlausum viðbrögðum ef skemmdirnar reynast viljaverk Atlantshafsbandalagið hefur heitið afdráttarlausum viðbrögðum ef það kemur í ljós að skemmdir á gasleiðslu sem liggur á milli Finnlands og Eistlands reynast viljaverk. 12.10.2023 08:42
Segir að gera eigi kröfu um að Bjarni verði forsætisráðherra Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins ætti að gera þá kröfu að Bjarni Benediktsson verði forsætisráðherra, segir Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra. 12.10.2023 07:26
Umfangsmiklar loftárásir standa yfir og enn líkur á innrás Umfangsmiklar loftárásir Ísraela á Gasasvæðið standa nú yfir en talsmenn hersins greindu frá þessu í morgun. Tugir eru taldir hafa fallið í árásum Ísraela í nótt og fleiri særst. 12.10.2023 06:44
Ekkert flug til og frá Luton vegna mikils eldsvoða Búið er að loka Luton-flugvelli á Englandi vegna eldsvoða sem breiddist hratt út um bílageymslu á vellinum. Byggingin virðist hrunin að hluta og öll starfsemi vallarins liggur niðri. 11.10.2023 08:48