Tveir dælubílar voru sendir á staðinn en mikil hætta var talin á því að eldurinn myndi læsa sig í fleiri bifreiðar. Samkvæmt færslu á Facebook-síðu slökkviliðsins tókst að koma í veg fyrir það.
Slökkviliðið sinnti einnig útkalli vegna manns sem var fastur uppi á þaki en tókst á endanum að komast niður óslasaður. Þá var einnig farið í reykræstingu þar sem kvinaði hafði í rúmi út frá sígarettu.
Sjúkraflutningar voru 133 síðasta sólahringinn, þar af 30 í nótt.