Leitað að gerendum í líkamsárásarmáli Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk símtal rétt fyrir klukkan eitt í nótt þar sem maður sagðist hafa orðið fyrir líkamsárás. Þegar lögregla mætti á vettvang voru meintir gerendurnir farnir af vettvangi í bifreið. 3.10.2023 06:05
Tekist á um áframhaldandi fjárstuðning við Úkraínu Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur heitið áframhaldandi stuðningi Bandaríkjanna við Úkraínu, jafnvel þótt aukinn fjöldi Repúblikana sé nú á móti auknum fjárútlátum vegna stríðsátakana í landinu. 2.10.2023 07:15
Fækkar úr 124 í 49 á biðlista BUGL Alls bíða nú 49 börn eftir þjónustu Barna- og unglingageðdeildar Landspítalans en þau voru 124 í janúar. Biðlistinn hefur ekki verið jafn stuttur frá árinu 2006. 2.10.2023 06:23
Óperudraugurinn: Tekist á um framtíð óperunnar á Íslandi Stefnt er að því að ný þjóðarópera taki til starfa árið 2025 en hún mun taka við því menningarhlutverki sem Íslenska óperan hefur sinnt hingað til. Ekki eru allir á eitt sáttir við áformin. 29.9.2023 12:02
Pútín biður Wagner-foringja að taka yfir sjálfboðasveitir Rússa Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefur fundað með Andrei Troshev, háttsettum foringja innan Wagner-málaliðahópsins. Stjórnvöld í Moskvu segja Troshev nú starfa fyrir varnarmálaráðuneytið. 29.9.2023 08:43
Ísland hlaut brons á heimsmeistaramóti öldunga í skák Öldungasveit Íslands varð í þriðja sæti á heimsmeistaramótinu í skák sem fram fór í Makedóníu og lauk í gær. Liðið var í baráttu um gullið allt fram í næstsíðustu umferð. 29.9.2023 08:22
Biden segir Trump og stuðningsmenn hans beina ógn við lýðræðið Joe Biden Bandaríkjaforseti segir Bandaríkin standa á krossgötum og að MAGA-hreyfing Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sé bein ógn við lýðræði landsins. 29.9.2023 08:06
Um það bil 40 prósent fá ekki greiningu og helmingur fær ekki meðferð Um það bil 40 prósent einstaklinga með sykursýki fá ekki greiningu, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar. Hlutfallið er misjafnt eftir svæðum, til að mynda 60 prósent í Afríku, 57 prósent í Asíu og 56 prósent á Kyrrahafssvæðinu. 29.9.2023 07:00
Réðust vopnaðir inn í verslun og ógnuðu starfsmönnum Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu réðust nokkrir einstaklingar inn í verslun í umdæminu Kópavogur/Breiðholt í gærkvöldi eða nótt og stálu verðmætum. 29.9.2023 06:40
Blóm og kransar afþakkaðir en allir velkomnir á hinsta gjörninginn Kveðjuathöfn Guðbergs Bergssonar, sem lést 4. september síðastliðinn, fer fram í Silfurbergi í Hörpu klukkan 16 í dag. Að ósk Guðbergs verður um að ræða verulega óhefðbundna athöfn og hinsta listaverk og gjörning. 29.9.2023 06:27