Segir gjaldið ekki ólögmætt og mikilvægt að forðast misskilning Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. október 2023 07:14 Jón Atli Benediktsson rektor segir gjaldtökuna hluta af heildrænni stefnu um grænvæðingu háskólans. Þá sé hún viðbragð við svipuðum breytingum hjá borginni. Vísir/Arnar Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir mikilvægt að niðurstaða Áfrýjunarnefndar í kærumálum háskólanema sé ekki rangtúlkuð eða misskilin. Vísir greindi frá því í gær að Stúdentaráð HÍ hefði boðað til blaðamannafundar klukkan 11 í dag vegna úrskurðar nefndarinnar, sem komst að þeirri niðurstöðu að eins og sakir stæðu væri ekki grundvöllur fyrir innheimtu skrásetningargjalds HÍ. Var úrskurður háskólaráðs um að endurgreiða ekki nemanda gjaldið þannig felldur úr gildi. Jón Atli segir hins vegar fjarri sanni að segja að gjaldið hafi verið úrskurðað ólögmætt. „Það er verið að gera athugasemdir við það hvernig það er reiknað, hvaða útreikningar liggi að baki og það að gjaldið fari úr 75 þúsund krónum niður í núll er bara fjarstæða. Þetta er bara spurning um hvaða útreikningar liggi þarna að baki svo að háskólaráð þarf að fara aftur yfir málið og þá kemur ný niðurstaða frá ráðinu,“ segir rektor í samtali við Morgunblaðið. Virðist hann þarna vilja leiðrétta það sem Stúdentaráð hefur lesið úr úrskurðinum; að HÍ beri nú að endurgreiða öllum nemendum „ólögmæt“ skráningargjöld. Jón Atli bendir á að skráningargjöldin hafi ekki hækkað í nokkurn tíma en þjónustan verið aukin. „Niðurstaðan er einfaldlega sú að það er verið að segja að ekki nægilega traustir útreikningar hafi legið fyrir. En kostnaðurinn er þarna til staðar og við förum bara betur yfir málið. En Stúdentaráð getur alveg haft blaðamannafund, það er ekki vandamálið. Okkar samband er mjög gott en ég vil að við leiðréttum þetta.“ Uppfært kl. 8:45 Rektor hefur sent frá sér svohljóðandi yfirlýsingu: „Líkt og fram hefur komið í fjölmiðlum hefur áfrýjunarnefnd í kærumálum háskólanema komist að niðurstöðu í máli sem snýr að innheimtu skrásetningargjalda. Af umfjöllun fjölmiðla um málið má ráða að nokkurs misskilnings gæti um niðurstöðu nefndarinnar. Jafnvel hefur komið fram að nefndin hafi kveðið á um að enginn grundvöllur væri fyrir innheimtu skrásetningargjalds en slíkt er alls ekki rétt. Í niðurstöðu nefndarinnar kemur einfaldlega fram að útreikningar vissra kostnaðarliða sem felldir hafa verið undir gjaldið séu ekki fullnægjandi. Eftir að niðurstaðan lá fyrir hófst vinna hér innan Háskólans við að sjá til þess að útreikningar fyrir umrædda kostnaðarliði séu eins og vera ber. Ég mun tryggja að háskólaráð og fulltrúar stúdenta verði upplýstir um framvindu málsins.“ Skóla - og menntamál Háskólar Hagsmunir stúdenta Fjármál heimilisins Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
Vísir greindi frá því í gær að Stúdentaráð HÍ hefði boðað til blaðamannafundar klukkan 11 í dag vegna úrskurðar nefndarinnar, sem komst að þeirri niðurstöðu að eins og sakir stæðu væri ekki grundvöllur fyrir innheimtu skrásetningargjalds HÍ. Var úrskurður háskólaráðs um að endurgreiða ekki nemanda gjaldið þannig felldur úr gildi. Jón Atli segir hins vegar fjarri sanni að segja að gjaldið hafi verið úrskurðað ólögmætt. „Það er verið að gera athugasemdir við það hvernig það er reiknað, hvaða útreikningar liggi að baki og það að gjaldið fari úr 75 þúsund krónum niður í núll er bara fjarstæða. Þetta er bara spurning um hvaða útreikningar liggi þarna að baki svo að háskólaráð þarf að fara aftur yfir málið og þá kemur ný niðurstaða frá ráðinu,“ segir rektor í samtali við Morgunblaðið. Virðist hann þarna vilja leiðrétta það sem Stúdentaráð hefur lesið úr úrskurðinum; að HÍ beri nú að endurgreiða öllum nemendum „ólögmæt“ skráningargjöld. Jón Atli bendir á að skráningargjöldin hafi ekki hækkað í nokkurn tíma en þjónustan verið aukin. „Niðurstaðan er einfaldlega sú að það er verið að segja að ekki nægilega traustir útreikningar hafi legið fyrir. En kostnaðurinn er þarna til staðar og við förum bara betur yfir málið. En Stúdentaráð getur alveg haft blaðamannafund, það er ekki vandamálið. Okkar samband er mjög gott en ég vil að við leiðréttum þetta.“ Uppfært kl. 8:45 Rektor hefur sent frá sér svohljóðandi yfirlýsingu: „Líkt og fram hefur komið í fjölmiðlum hefur áfrýjunarnefnd í kærumálum háskólanema komist að niðurstöðu í máli sem snýr að innheimtu skrásetningargjalda. Af umfjöllun fjölmiðla um málið má ráða að nokkurs misskilnings gæti um niðurstöðu nefndarinnar. Jafnvel hefur komið fram að nefndin hafi kveðið á um að enginn grundvöllur væri fyrir innheimtu skrásetningargjalds en slíkt er alls ekki rétt. Í niðurstöðu nefndarinnar kemur einfaldlega fram að útreikningar vissra kostnaðarliða sem felldir hafa verið undir gjaldið séu ekki fullnægjandi. Eftir að niðurstaðan lá fyrir hófst vinna hér innan Háskólans við að sjá til þess að útreikningar fyrir umrædda kostnaðarliði séu eins og vera ber. Ég mun tryggja að háskólaráð og fulltrúar stúdenta verði upplýstir um framvindu málsins.“
Skóla - og menntamál Háskólar Hagsmunir stúdenta Fjármál heimilisins Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira