Segir íbúa Gasa ekki geta beðið en ítrekar rétt Ísrael til að verja sig Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hefur kallað eftir tafarlausu mannúðarhléi á átökum á Gasa en jafnframt ítrekað að Ísraelsmenn eigi rétt á því að verja sig gegn Hamas. 12.3.2024 09:10
Tate-bræður í gæsluvarðhaldi vegna breskrar handtökuskipunar Áhrifavaldurinn Andrew Tate og bróðir hans Tristan hafa verið handteknir í Rúmeníu á grundvelli handtökuskipunar sem gefin var út á Bretlandseyjum. 12.3.2024 08:24
Airbnb bannar öryggismyndavélar innanhúss Airbnb hyggst banna öryggismyndavélar í öllu húsnæði sem leigt er í gegnum síðuna, út um allan heim. Breytingarnar munu taka gildi í enda apríl. 12.3.2024 07:58
Alþjóðahreyfingin krafin aðgerða vegna Rauða krossins í Rússlandi Alþjóðahreyfing Rauða krossins og Rauða hálfmánans er nú sögð sæta þrýstingi af hálfu þjóða sem leggja samtökunum til fjármagn um að grípa til aðgerða vegna þjónkunnar Rauða krossins í Rússlandi við þarlend stjórnvöld. 12.3.2024 07:03
Palestínumenn ekki lengur í forgangi hjá Útlendingastofnun Umsóknir Palestínumanna um fjölskyldusameiningu njóta ekki lengur forgangs hjá Útlendingastofnun. Ákvörðunin tók gildi í gær í samráði við dómsmálaráðuneytið. 12.3.2024 06:30
Mátu helmingslíkur á kjarnorkustyrjöld haustið 2022 Haustið 2022 mátu yfirvöld í Bandaríkjunum stöðu mála í Úkraínu þannig að það væru helmingslíkur á að stjórnvöld í Rússlandi myndu beita kjarnorkuvopnum til að stöðva Úkraínumenn ef herinn kæmist í gegnum varnir Rússa á Krímskaga. 12.3.2024 06:21
Þjófnaðir, „léleg og hávær“ tónlist og ökumenn undir áhrifum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti nokkrum útköllum vegna þjófnaða í gærkvöldi og nótt. Þá var erill í umferðareftirliti og skráningarmerki fjarlægð af tíu bifreiðum. 12.3.2024 06:15
Katrín játar að hafa átt við myndina og biðst afsökunar Katrín prinsessa af Wales hefur beðist afsökunar á því að hafa deilt breyttri mynd af sér og börnum sínum. Myndin var afturkölluð af myndaveitum eftir að í ljós kom að átt hafði verið við hana. 11.3.2024 10:52
Fimmtíu slasaðir eftir að Boeing-vél „féll“ í miðju flugi Fimmtíu manns þurftu aðhlynningu og þrettán voru lagðir inn á sjúkrahús eftir að „tæknilegir örðugleikar“ komu upp í flugi Latam Airlines frá Sydney til Auckland sem urðu þess valdandi að flugvélin „féll“ og farþegar hentust úr sætum sínum. 11.3.2024 08:45
Segir átökin munu vara fjórar til átta vikur til viðbótar Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefur hafnað þeirri staðhæfingu Joe Biden Bandaríkjaforseta að aðgerðir Ísraelsmanna á Gasa séu að gera þeim meiri skaða en þau eru að hjálpa þeim. 11.3.2024 07:56