Að minnsta kosti tíu blaðamann voru handteknir í Istanbul og Izmir.
İmamoğlu, borgarstjóri Istanbul, var úrskurðaður í gæsluvarðhald á sunnudaginn. Fjöldi samstarfs- og stuðningsmanna hans voru einnig handteknir.
Þá voru fjöldafundir bannaðir en mótmæli engu að síður farið fram síðustu fimm nætur.
Búist var við því fyrir helgi að İmamoğlu yrði í vikunni útnefndur forsetaefni stjórnarandstöðunnar og þar af leiðandi keppninautur Recep Tayyip Erdogan forseta í komandi kosningum.
Það raungerðist í gær, þrátt fyrir handtöku İmamoğlu í síðustu viku.
Yfirvöld neita því staðfastlega að aðförin gegn İmamoğlu tengist forsetakosningunum og saka hann um spillingu.
Stjórnvöld í Þýskalandi segja handtökuna fullkomlega óásættanlega og að þau fylgist vel með þróun mála. Þá segir Maya Tudor, prófessor við Oxford-háskóla, að Erdogan hafi beitt sér gegn öllum þeim stofnunum sem hafi möguleika til þess að takmarka völd hans; dómstólum, háskólum og pólitískum leiðtogum.
Þá segir hún mikilvægt að muna að lýðræðið byggi ekki bara á sanngjörnum kosningum, heldur einnig getu stjórnarandstæðinga til að skipuleggja sig og láta í sér heyra án þess að stofna sér í hættu.