Ritstjóri

Hörður Ægisson

Hörður er ritstjóri viðskiptamiðilsins Innherja á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Upp­fylla þarf stíf skil­yrði eigi að heimila sam­runa að­eins á grunni hag­ræðingar­

Hagræðing og samlegðaráhrifin sem af því hlýst hafa verið meðal helstu röksemda fyrir mögulegum samrunum fyrirtækja síðustu misseri, meðal annars í landbúnaði og á fjármálamarkaði, en sönnunarbyrðin í slíkri hagræðingarvörn sem hvílir á samrunaaðilum er þung, að sögn stjórnanda hjá Samkeppniseftirlitinu. Fá fordæmi eru sögð liggja fyrir í evrópskum samkeppnisrétti að samrunar séu heimilaðir með vísun í hagræðingarvörn þegar gögn málsins benda til að þeir myndu hafa skaðleg áhrif á neytendur og samkeppni.

Út­flutnings­félögin verma botns­ætin eftir mikla raun­gengis­styrkingu krónunnar

Það eru krefjandi tímar í atvinnulífinu um þessar mundir með hækkun raungengis og almennt meiri launahækkunum hér á landi síðustu ár en þekkist í öðrum löndum sem er glögglega farið að koma fram í uppgjörum útflutningsfyrirtækja og annarra félaga með tekjur í erlendri mynt. Áberandi er hvað þau fyrirtæki í Kauphöllinni, einkum sem eru sjávarútvegi, hafa skilað hvað lökustu ávöxtuninni á markaði undanfarna tólf mánuði.

Væri „mjög ákjósan­legt“ að stækka fjártækni­hluta Símans með yfir­tökum

Það felast „ákveðin skilaboð“ í því að gera fjártæknihlutann í starfsemi Símans að sérstöku dótturfélagi, að sögn forstjórans, sem segir að það væri „mjög ákjósanlegt“ að stækkað hann með yfirtökum. Tekjur á þriðja fjórðungi voru í takt við væntingar en rekstrarhagnaður lítillega yfir spám sumra greinenda.

Takist vel til að sam­þætta rekstur Dranga gæti virðið hækkað í nærri 40 milljarða

Ef vel tekst til við samþættingu rekstrarfélaga sem heyra undir Dranga, móðurfélag Orkunnar, Samkaupa og Lyfjavals, þá er „ekki óvarlegt“ að ætla að virði hins nýja stóra leikanda á smásölumarkaði geti verið nálægt 40 milljörðum króna, samkvæmt nýrri greiningu. Drangar vinna nú að undirbúningi hlutafjárútboðs þar sem félagið er verðmetið á ríflega 24 milljarða, um fjórðungi hærra en virði þess var í viðskiptum fyrr á árinu þegar samstæðan var mynduð.

Sjá meira