Nýskráningum fjölgaði á hlutabréfamarkaði Norðurlandanna í fyrra Á meðan það kom ekkert félag nýtt inn í Kauphöllina hér á landi á liðnu ári þá var samt heilt yfir fjölgun í nýskráningum á markaði í Norðurlöndunum og sem fyrr var sú þróun drifin áfram af góðum gangi í Svíþjóð. 18.1.2026 13:29
Matarverðbólgan stafar núna „aðallega af innlendum þáttum“ Verðbólga í matvælum og drykkjarvörum stafar núna að stórum hluta af innlendum þáttum, sem meðal annars skýrir miklar verðhækkanir á landbúnaðarafurðum, á meðan við erum að sjá innfluttar vörur hækka almennt lítið í verði, að sögn forstjóra stærsta smásölufyrirtækis landsins. 18.1.2026 13:10
Búast við enn betri rekstrarafkomu og hækka verðmatið á Amaroq Amaroq fer inn í nýtt ár í sterkri stöðu eftir að hafa náð markmiðum sínum um gullframleiðslu og birt borniðurstöður í Nanoq-verkefninu sem voru umfram væntingar, að sögn erlendra greinenda, og útlit er fyrir að afkoma félagsins verði betri en áður var spáð. Af þeim sökum hefur verðmat á félaginu verið hækkað um fjórðung. 15.1.2026 11:55
Sögulega hátt gullverð ýtir upp verðmati á Amaroq um nærri þrjátíu prósent Á meðan gullverð helst sögulega hátt og framleiðslan er að aukast þá ætti sjóðstreymið hjá Amaroq, að sögn greinenda bresks fjárfestingabanka, að batna mjög hratt á næstunni en þeir hafa hækkað verulega verðmat sitt á félaginu og ráðleggja fjárfestum að bæta við sig hlutum. 14.1.2026 16:22
Styrkás stefnir að skráningu um vorið 2027 og er núna metið á 30 milljarða Stjórn Styrkás, leiðandi þjónustufyrirtæki á fyrirtækjamarkaði með árlega veltu upp á liðlega sjötíu milljarða, hefur tekið ákvörðun um að hefja formlega undirbúning að skráningu félagsins í Kauphöllina og er markmiðið að hún fari fram á öðrum fjórðungi næsta árs. 14.1.2026 13:35
Óvissan „alltumlykjandi“ og verðbólgan gæti teygt sig í fimm prósent Útlit er fyrir mun verri niðurstöðu í verðbólgumælingunni á fyrsta mánuði ársins en áður var spáð, einkum vegna „hrærigrautar“ í boði hins opinbera, og að árstakturinn muni hækka í fimm prósent, að mati hagfræðinga Arion banka. Gangi það eftir er afar ósennilegt að vextir Seðlabankans lækki í næsta mánuði, nema þá mögulega ef tölur af vinnumarkaði gefa til kynna „snöggkólnun“ í hagkerfinu. 14.1.2026 11:56
Gaf grænt ljós á alla samruna í fyrra eftir uppstokkun á stjórn eftirlitsins Samkeppniseftirlitið í Bretlandi samþykkti alla samruna sem komu til skoðunar á liðnu ári, sem er í fyrsta sinn sem slíkt gerist í árabil, en eftirlitið hefur verið undir pólitískum þrýstingi að vinna í samræmi við stefnu stjórnvalda um að ýta undir hagvöxt og aukna samkeppnishæfni atvinnulífsins. 13.1.2026 11:34
Hækka verðmatið á Brim sem er samt talsvert undir markaðsgengi Mikill viðsnúningur í afkomu Brims á þriðja ársfjórðungi í fyrra, einkum vegna frábærrar makrílvertíðar og hækkunar á verði sjávarafurða, hefur leitt til þess að sumir greinendur hafa hækkað verðmat sitt á sjávarútvegsfélaginu enda þótt það sé enn nokkuð undir núverandi markaðsgengi. 12.1.2026 16:30
Ríkisbréfakaup erlendra sjóða minnkuðu um tugi milljarða á sveiflukenndu ári Þrátt fyrir talsvert innflæði á síðustu mánuðum ársins þá reyndist samanlögð hrein fjárfesting erlendra sjóða í ríkisskuldabréfum aðeins um þriðjungur af því sem hún var árið áður. 12.1.2026 10:51
„Óttast“ að næsti gluggi fyrir vaxtalækkun verði ekki fyrr en í maí Verðbólguálagið á skuldabréfamarkaði hefur hækkað skarpt undanfarnar vikur eftir röð neikvæðra verðbólgutíðinda, sem virðist að mestu „heimasmíðað af hinu opinbera“, og búið er að slá verulega á væntingar um vaxtalækkun á næsta fundi peningastefnunefndar. Sérfræðingur á skuldabréfamarkaði segist „óttast“ að næsti gluggi fyrir lækkun vaxta verði ekki fyrr en í vor. 9.1.2026 17:44