Ritstjóri

Hörður Ægisson

Hörður er ritstjóri viðskiptamiðilsins Innherja á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Þykir svart­sýnin í verð­lagningu skulda­bréfa „keyra úr hófi fram“

Miðað við þá „Ódysseifsku leiðsögn“ sem peningastefnunefndin hefur gefið út er ljóst að næstu skref í vaxtaákvörðunum munu aðallega ráðast af þróun verðbólgunnar, en horfurnar þar gefa ekki tilefni til bjartsýni um frekari vaxtalækkanir á árinu. Aðalhagfræðingur Kviku telur samt ekki þurfa stór frávik í komandi verðbólgumælingum til að setja lækkun vaxta aftur á dagskrá og undrast svartsýni skuldabréfafjárfesta sem verðleggja inn aðeins tvær vaxtalækkanir næstu þrjú árin.

Fjár­festingafélag Sor­os komið með margra milljarða stöðu í JBT Marel

Fjárfestingafélag í eigu hins heimsþekkta fjárfestis George Soros, sem hagnaðist ævintýralega þegar hann felldi breska pundið árið 1992, hefur bæst við hluthafahóp JBT Marel eftir að hafa keypt stóran hlut í félaginu á öðrum fjórðungi. Á sama tíma var umsvifamesti fjárfestingarsjóður í ríkiseigu á heimsvísu jafnframt að byggja upp enn stæri stöðu í félaginu en hlutabréfaverð JBT Marel hefur hækkað skarpt að undanförnu.

Mikill rekstrar­bati Icelandair „ólík­legur“ miðað við nú­verandi sterkt gengi krónu

Sögulega hátt raungengi krónunnar og framleiðsluspenna setur reksturinn hjá Icelandair í „klemmu“, að mati hlutabréfagreinenda, en verðmat á flugfélaginu lækkar umtalsvert eftir uppgjör sem var langt undir væntingum. Það vinnur með Icelandair að helsti keppinauturinn er að minnka umsvifin en hins vegar er erfitt að sjá rekstrarbata í kortunum næstu misserin við núverandi gildi krónunnar á móti Bandaríkjadal.

Ís­lenskir bankar „allt of litlir“ og sér engar hindranir í vegi sam­runa Kviku og Arion

Einn stærsti hluthafi Arion og Kviku vonast til að boðuð sameining bankanna „gangi hratt og vel fyrir sig“ og sér ekki hvaða fyrirstaða ætti að vera fyrir samrunanum út frá samkeppnislegum sjónarmiðum enda sé mikil samkeppni á öllum sviðum innlendrar bankaþjónustu. Forstjóri Stoða er sem fyrr afar gagnrýninn á vaxtastefnu Seðlabankans, sem hann segir að sé komin í „algjöra sjálfheldu“, og að hátt vaxtastig er farið að valda verðhækkunum á nýbyggingum.

„Arion ein­fald­lega í öðrum klassa“ en hinir bankarnir þegar kemur að arð­semi

Arion hefur skilað umtalsvert betri afkomu í samanburði við hina stóru viðskiptabankanna á undanförnum tólf mánuðum og er arðsemi bankans á því tímabili liðlega fimmtíu prósentum hærri. Þrátt fyrir að Íslandsbanki og Landsbankinn kunni að „eiga eitthvað inni“ til að nálgast Arion þá virðist rekstur bankans vera „einfaldlega í öðrum klassa.“

Sjá meira