Ritstjóri

Hörður Ægisson

Hörður er ritstjóri viðskiptamiðilsins Innherja á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

WOW air náði sáttum við leigusala félagsins 

Gengið var frá samkomulagi á milli WOW air og leigusala flugfélagsins í lok síðustu viku. Þar með hefur síðasta skilyrðið fyrir fjárfestingu Indigo Partn­ers í félaginu verið uppfyllt. Unnið er að því að leggja lokahönd á viðskiptin.

Bankastjórum Seðlabankans fjölgað í fjóra

Gert ráð fyrir einum seðlabankastjóra og þremur varabankastjórum. Einn fer með peningamál, annar yfir fjármálastöðugleika og þriðji með fjármálaeftirlit við sameiningu bankans og FME.

Kunni að hafa bakað Primera Air tjón

Rannsókn skiptastjóra sýnt að forsvarsmenn félagsins hafi mögulega valdið því tjóni í tveimur tilvika. Til skoðunar hvernig staðið var að reikningsskilum. Hyggst höfða riftunarmál og reyna að endurheimta um 520 milljónir króna.  

Sjóðir Eaton með nærri níu prósent í Eimskip 

Fjárfestingasjóðir í stýringu Eaton Vance Management eiga orðið samanlagt nærri níu prósenta hlut í Eimskip. Miðað við núverandi gengi bréfa er sá eignarhlutur metinn á um 3,3 milljarða króna.

Kominn með um sex milljarða hlut í Marel 

Fjárfestingasjóður í stýringu evrópska vogunarsjóðsins Teleios Capital heldur áfram að bæta verulega við sig í Marel en í síðustu viku keypti sjóðurinn tæplega fimm milljónir hluta, að virði um 2.300 milljónir króna, í félaginu.

Forherðing 

Þetta var skýrt og skorinort hjá seðlabankastjóra. Takturinn í hagkerfinu er að breytast, hagvöxtur fer hratt minnkandi og stjórnendur fyrirtækja sjá frekar fram á uppsagnir en ráðningar, en að sama skapi er ekki efnahagssamdráttur í kortunum.

Vogunarsjóður kaupir í Marel fyrir 2 milljarða 

Evrópski sjóðurinn Teleios Capital hefur eignast 0,77 prósenta hlut í Marel. Kom fyrst inn í hluthafahóp félagsins í byrjun síðustu viku. Fjárfestir einkum í skráðum fyrirtækjum í Norður-Evrópu með markaðsvirði undir þremur milljörðum dala.

Gulleyjan

Stundum er sagt að Íslendingar hafi lítið lært af fjármálahruninu 2008.

Sjá meira