Forstjóri FME á leið í fjögurra mánaða námsleyfi Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins (FME), fer í tæplega fjögurra mánaða námsleyfi frá störfum í seinni hluta næsta mánaðar. Jón Þór Sturluson, aðstoðarforstjóri FME, verður starfandi forstjóri eftirlitsins þangað til Unnur snýr aftur til starfa. 17.1.2018 08:30
Bjóða lífeyrissjóðum að kaupa fimm prósenta hlut í Arion banka Ráðgjafar Kaupþings ræða við lífeyrissjóði um kaup á þrjú til fimm prósentum í Arion. Kanna líka áhuga tryggingafélaganna að kaupa fyrir útboð. Kaupþing greiddi 60 milljóna kostnað sjóðanna eftir að slitnaði upp úr viðræðum í fyrra. 17.1.2018 06:30
Heildarmyndin Ríkisstjórnin hefur boðað að taka veiðigjöldin til endurskoðunar á árinu með það að markmiði að lækka þau á lítil og meðalstór fyrirtæki. 12.1.2018 07:00
Magnús Kristinsson kaupir í Kviku banka Magnús Kristinsson, útgerðarmaður í Vestmannaeyjum, hefur fjárfest í Kviku banka en félagið Q44, sem er í eigu Magnúsar og fjölskyldu í gegnum Fjárfestingarfélagið Blik ehf., gekk nýlega frá kaupum á 1,25 prósenta hlut í fjárfestingabankanum. 10.1.2018 08:00
Óskabein næststærsti hluthafi Korta með tíu prósenta hlut Fjárfestingafélagið Óskabein skráði sig fyrir 10 prósenta hlut þegar fjárfestar lögðu Kortaþjónustunni til nærri 1.500 milljónir króna í nýtt hlutafé. Bakkavararbræður eiga fimm prósent og Sigurður Bollason er með sex prósenta hlut. 10.1.2018 07:30
Björgvin Skúli ráðinn framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar Björgvin Skúli Sigurðsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs Landsvirkjunar, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar. Þetta var tilkynnt á starfsmannafundi hjá fyrirtækinu síðastliðinn föstudag, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. 9.1.2018 12:19
Ekki aftur Um eitt virðast flestir vera sammála. Snúa þurfi af þeirri braut sem einkennt hefur íslenskan vinnumarkað um áratugaskeið þar sem launþegahópar knýja á um launaleiðréttingar fyrir sinn hóp á víxl. 5.1.2018 07:00
Styrmir Guðmundsson til Kviku banka Styrmir Guðmundsson, sem starfaði síðast sem sjóðstjóri hjá Summu Rekstrarfélagi, hefur verið ráðinn til markaðsviðskipta Kviku banka. Hóf hann störf hjá fjárfestingabankanum fyrr í þessum mánuði. 27.12.2017 16:25
Vilja kaupa Siggi's skyr fyrir um 30 milljarða króna Eigendur The Icelandic Milk and Skyr Corporation eru í viðræðum við bandaríska fjárfesta um sölu á öllu fyrirtækinu. Virði þess talið vera tæplega 300 milljónir Bandaríkjadala. Eignarhlutur Sigurðar Kjartans Hilmarssonar, stofnanda fyrirtækisins, er um 25 prósent. 20.12.2017 07:45
Krafa flugvirkja er 20% launahækkun Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir kröfur flugvirkja margfeldi af því svigrúmi sem er til staðar. 15.12.2017 07:00