CRI hættir við áform um skráningu vegna óróa á mörkuðum Íslenska tæknifyrirtækið Carbon Recycling International (CRI), sem framleiðir metanól úr koltvísýringi og vetni, hefur horfið frá fyrri áformum um skráningu á Euronext Growth markaðinn í Osló í Noregi. Unnið er nú að öðrum leiðum til að styðja við áframhaldandi vöxt fyrirtækisins, sem er meðal annars í eigu fjárfestingarfélagsins Eyris Invest, og gert er ráð fyrir að þeirri fjármögnun ljúki síðar á árinu. 8.6.2022 17:10
Sjóðirnir nálgast bankanna í umsvifum í óverðtryggðum íbúðalánum Ný óverðtryggð lán lífeyrissjóðanna til heimila nema samanlagt rúmlega 25,3 milljörðum króna á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs. Það er einum milljarði króna meira en slíkar lánveitingar sjóðanna voru á öllu árinu 2021. 8.6.2022 11:01
Samþykkja samruna Oaktree og Alvotech og skráning boðuð í næstu viku Mikill meirihluti hluthafa sérhæfða yfirtökufélagsins Oaktree Acquisition Corp. II samþykkti fyrr í kvöld öfugan samruna við íslenska líftæknilyfjafyrirtækið Alvotech. Gert er ráð fyrir að samrunanum ljúki formlega 15. júní, að öllum öðrum skilyrðum uppfylltum, og að hlutabréf Alvotech verði tekin til viðskipta á Nasdaq markaðnum í New York daginn eftir. 7.6.2022 23:50
Mæla með kaupum í Nova og verðmeta félagið á yfir 22 milljarða Hlutafé Nova, sem verður skráð á Aðalmarkað í Kauphöllinni síðar í þessum mánuði, er metið á rúmlega 22,2 milljarða í nýju verðmati sem hefur verið framkvæmt af IFS Greiningu í aðdraganda hlutafjárútboðs fjarskiptafélagsins sem stendur nú yfir og klárast næstkomandi föstudag. 7.6.2022 18:22
Gangverk landar samningum við bandarískt stórfyrirtæki Íslenska hugbúnaðarhúsið Gangverk hefur náð samningum um að hanna og þróa stafrænar lausnir fyrir bandarískan risa á sviði heimahjúkrunar, TheKey. Um er að ræða samstarf upp á mörg hundruð milljónir króna. 4.6.2022 10:01
Bandarískur sjóður losar um stóran hluta bréfa sinna í Icelandair Bandarískur vogunarsjóður, sem hefur verið á meðal stærstu hluthafa Icelandair frá því um mitt árið í fyrra, seldi í flugfélaginu fyrir nærri 200 milljónir króna á seinni helmingi síðasta mánaðar. Frá áramótum hefur sjóðurinn, sem er stýringu hjá Stone Forest Capital, losað um þriðjung bréfa sinna í Icelandair. 3.6.2022 11:28
Hækkar verðmatið á Alvotech í 630 milljarða rétt fyrir skráningu á markað Heildarvirði íslenska líftæknilyfjafyrirtækisins Alvotech, sem verður skráð á hlutabréfamarkað í Bandaríkjunum og á Íslandi síðar í þessum mánuði, er metið á um 4,95 milljarða Bandaríkjadala, jafnvirði rúmlega 630 milljarða króna, í uppfærðu verðmati bandaríska fjárfestingabankans Nortland Capital á félaginu. 3.6.2022 07:57
Stærsti einkafjárfestirinn selur sig út úr Íslandsbanka Útgerðarfyrirtækið Jakob Valgeir ehf. í Bolungarvík hefur á síðustu vikum selt nær allan eignarhlut sinn í Íslandsbanka fyrir vel á þriðja milljarð króna. Félagið var fyrir söluna stærsti einkafjárfestirinn í hluthafahópi bankans með rétt rúmlega eins prósenta hlut. 2.6.2022 06:01
Stefnir með um fimmtungshlut í Nova og félagið metið á 19,5 milljarða í útboðinu Sjóðastýringarfyrirtækið Stefnir, dótturfélag Arion banka, er næst stærsti hluthafi Nova en sjóðir í rekstri þess fara með samanlagt um 18 prósenta hlut í fjarskiptafélaginu sem hefur boðað til hlutafjárútboðs næstkomandi föstudag sem mun standa yfir út næstu viku, eða til 10. júní. Í kjölfarið verður félagið skráð á Aðalmarkað í Kauphöllinni þriðjudaginn 21. júní. 1.6.2022 18:02
Íslenskir framtakssjóðir klára kaup á Promens fyrir um 15 milljarða Tveir íslenskir framtakssjóðir, sem eru nánast alfarið í eigu lífeyrissjóða, fara í sameiningu fyrir kaupum á starfsemi Promens hér á landi en viðskiptin kláruðust fyrr í dag, samkvæmt heimildum Innherja. 1.6.2022 11:29