Uggur og ótti á mörkuðum: Horfurnar betri á Íslandi en óvissan áfram ráðandi Ef seðlabankar iðnríkja sjá sig knúna til að hækka vexti hratt og mikið vegna ótta um að verðbólgan sé að fara úr böndunum gæti það leitt efnahagssamdráttar. Verði slík sviðsmynd að veruleika, sem er ekki útilokað, þá mun það setja áfram þrýsting á eignamarkaði eins og hlutabréf sem hafa nú þegar lækkað skarpt hér heima og erlendis. 10.5.2022 16:19
Andri og Birgir með helmingshlut í félagi sem fjárfestir í fiskeldi Eignarhaldsfélagið ÍV SIF Equity Farming (ÍSEF), sem var stofnað í fyrra og hefur það meginmarkmiði að byggja upp eignasafn í fiskeldi og tengdri starfsemi, sótti sér samtals 1.450 milljónir króna frá innlendum fjárfestum til að fjármagna fyrstu tvær fjárfestingar félagsins á árinu 2021. 9.5.2022 17:31
Fjárfestingafélagið Eyrir Invest með um 130 milljarða í eigið fé Fjárfestingafélagið Eyrir Invest, sem er meðal annars stærsti hluthafi Marels með tæplega fjórðungshlut, hagnaðist um rúmlega 162 milljónir evra, jafnvirði 23 milljarða íslenskra króna á gengi dagsins í dag, á árinu 2021. Jókst hagnaður félagsins um 71 milljón evra á milli ára. 9.5.2022 12:37
Ölgerðin á markað í næsta mánuði og félagið verðmetið á um 25 milljarða Ölgerðin, stærsti drykkjarvöruframleiðandi landsins, áformar skráningu á Aðalmarkað Kauphallarinnar á fyrstu dögum júnímánaðar næstkomandi. Samhliða skráningunni verður 25 til um 30 prósenta hlutur í félaginu boðin til sölu, samkvæmt heimildum Innherja, en áskriftartímabil hlutafjárútboðsins mun fara fram í síðustu viku þessa mánaðar. 6.5.2022 09:31
Sjálfstæðismenn í Reykjavík vilja frysta fasteignaskatta Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík lofar að frysta fasteignaskatta nái flokkurinn að mynda meirihluta í borginni eftir kosningar. Oddviti flokksins segir útspilið viðbragð við verðlagsþróun og vaxtahækkun Seðlabankans í vikunni. Óeðlilegt sé að sveitarfélög hafi fjárhagslega hvata af hækkandi húsnæðisverði. 6.5.2022 06:00
Sögulegur vöxtur í óverðtryggðum lánum lífeyrissjóða til heimila Stöðug ásókn er hjá heimilunum í að taka óverðtryggð íbúðalán hjá lífeyrissjóðunum og hefur vöxturinn margfaldast á undanförnum mánuðum eftir að sjóðirnir fóru að bjóða upp á umtalsvert betri kjör á slíkum lánum en viðskiptabankarnir. 5.5.2022 11:07
Erum að vinna í haginn fyrir kjarasamninga, segir seðlabankastjóri „Við höfum tækin sem þarf til að ná niður verðbólgunni og við getum beitt þeim af fullum þunga. Ef við þurfum að gera það í andstöðu við aðila vinnumarkaðarins af því að þeir ætla sér að auka enn á verðbólguna með því að hækka launin meira en hagkerfið þolir þá þýðir það einungis að Seðlabankinn þarf að keyra hagkerfið niður í kreppu,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri í viðtali við Innherja. 4.5.2022 20:10
Jarðboranir fá 155 milljóna króna reikning frá Skattinum Ríkisskattstjóri tilkynnti Jarðborunum í síðasta mánuði um fyrirhugaða endurákvörðun gjalda fyrir árin 2017 til 2020 vegna viðskipta við hollenska dótturfélag sitt Heklu Energy BV. Standi sú ákvörðun Skattsins þá mun tekjuskattur og álag Jarðborana vegna þessa tímabils hækka um 155 milljónir króna. 4.5.2022 08:56
Áhrif hækkandi matvælaverðs eiga eftir að „koma inn af fullum þunga“ Verðbólguhorfurnar eru dökkar fyrir næstu mánuði og útlit er fyrir að áhrif hærra matvælaverðs, sem hefur hækkað um 5,2 prósent síðasta árið, muni þá koma inn af fullum þunga. Þær miklu verðhækkanir sem hafa orðið á mörgum hrávörum á heimsvísu að undanförnu, meðal annars á sólblómaolíu, hveiti og sojabaunum, eru vart komin inn í matvælaverðið hér á landi. 3.5.2022 13:07
Sjóður Stefnis hagnaðist um fimm milljarða við sölu á Verne Global Framtakssjóður í rekstri Stefnis, dótturfélags Arion banka, bókfærði hjá sér yfir 5,4 milljarða hagnað þegar allt hlutafé Verne Global, sem rekur gagnaver í Reykjanesbæ, var selt um haustið í fyrra en sjóðurinn átti rúmlega 28 prósenta hlut í íslenska félaginu. 3.5.2022 10:42