Akta sjóðir hagnast um 1.700 milljónir og eignir í stýringu tvöfaldast Hagnaður Akta sjóða, sem er að stærstum hluta í eigu sex starfsmanna, meira en tvöfaldaðist á síðasta ári og nam samtals 1.665 milljónum króna eftir skatta en félagið greiddi meira en 500 milljónir í skatta vegna afkomu ársins 2021. Umsýslu- og árangurstengdar þóknanir voru 2.554 milljónir og jukust um rúmlega 1.330 milljónir á milli ára. 30.4.2022 10:01
Marel ræðst í yfirtöku á bandaríska félaginu Wenger fyrir 70 milljarða Marel hefur undirritað samning um kaup á bandaríska fyrirtækinu Wenger Manufacturing, sem er leiðandi á heimsvísu í framleiðslu á hátæknilausnum fyrir matvælavinnslu fyrir gæludýr, plöntuprótein, og fóður fyrir fiskeldi. Heildarkaupverðið, sem verður greitt með reiðufé og lánalínum, er 540 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði rúmlega 70 milljarða íslenskra króna. 27.4.2022 18:24
Seldu úr sjóðum fyrir um þrjá milljarða samtímis óróa á mörkuðum Innlausnir fjárfesta í innlendum hlutabréfasjóðum voru um 1.640 milljónum krónum meiri en sem nam fjárfestingum þeirra í slíkum sjóðum í mars en miklar sveiflur voru þá á mörkuðum, bæði hér heima og erlendis, vegna stríðsátakanna í Úkraínu og lækkaði Úrvalsítalan sem dæmi um sjö prósent á fyrstu átta dögum mánaðarins. 27.4.2022 15:04
Loðnuvinnslan metin á ellefu milljarða í kaupum Lífsverks á sex prósenta hlut Lífeyrissjóðurinn Lífsverk bættist við hluthafahóp Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði á liðnu ári þegar sjóðurinn keypti samtals um 5,6 prósenta hlut í útgerðarfyrirtækinu. 27.4.2022 10:00
SKEL seldi í Íslandsbanka, keypti í VÍS og fer með yfir sjö prósenta hlut Fjárfestingafélagið SKEL, sem áður hét Skeljungur, keypti í morgun um 2,5 prósenta hlut í VÍS fyrir tæplega 800 milljónir króna. Fyrir átti SKEL um 4,8 prósenta eignarhlut í VÍS, sem er í formi framvirka samninga, og er því eftir kaupin í dag fjórði stærsti hluthafi tryggingafélagsins með rúmlega 7,3 prósenta hlut. 26.4.2022 15:27
„Krefjandi tímar framundan hjá Play“ þótt ferðaviljinn virðist mikill Með olíuverð í hæstu hæðum og gengi krónunnar gagnvart evru að nálgast það gildi sem það var í fyrir upphaf farsóttarinnar þá er „ljóst að það eru krefjandi tímar framundan hjá Play,“ að mati greinenda Jakobsson Capital. 25.4.2022 17:01
Stefnir byggir upp stöðu í Sýn, meðal tíu stærstu hluthafa Tveir hlutabréfasjóðir í rekstri Stefnis keyptu fyrr í þessum mánuði umtalsverðan eignarhlut í Sýn og fara núna samanlagt með um 3,5 prósenta hlut í fjarskiptafélaginu. Í krafti þess eignarhlutar eru sjóðir Stefnis – Innlend hlutabréf hs. og ÍS 5 – áttundi stærsti hluthafinn í Sýn. 25.4.2022 14:37
Tryggir sér 32 milljarða fjármögnun til að mæta mögulegum innlausnum fjárfesta Íslenska líftæknilyfjafyrirtækið Alvotech, sem undirbýr nú tvíhliða skráningu á hlutabréfamarkað í Bandaríkjunum og Íslandi sem verður að óbreyttu í næsta mánuði, hefur gengið frá samkomulagi við tvo bandaríska fjárfestingasjóði sem tryggir félaginu aðgang að fjármögnun fyrir allt að 250 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði 32 milljarða íslenskra króna. 20.4.2022 16:30
Helgi með nærri eins milljarðs króna hlut í Stoðum Félag í eigu Helga Magnússonar, fjárfestis og aðaleigenda útgáfufélags Fréttablaðsins, DV og Hringbrautar, bættist við eigendahóp Stoða á seinni helmingi síðasta árs og er nú á meðal tíu stærstu hluthafa eins umsvifamesta fjárfestingafélags landsins. 20.4.2022 10:31
Sjóður Frumtaks hagnast um 6 milljarða eftir miklar hækkanir á gengi Controlant Vísissjóðurinn Frumtak 2, sem er rekinn af Frumtak Ventures og er að mestu í eigu íslenskra lífeyrissjóða, skilaði um 6.050 milljónum króna í hagnað á árinu 2021 borið saman við rúmlega einn milljarð króna árið áður. Hagnaður sjóðsins kemur einkum til vegna stórs eignarhlutar í hátæknifyrirtækinu Controlant sem hefur margfaldast í virði og var metinn á tæplega átta milljarða í lok síðasta árs. 19.4.2022 15:10