Sjóður Frumtaks hagnast um 6 milljarða eftir miklar hækkanir á gengi Controlant Vísissjóðurinn Frumtak 2, sem er rekinn af Frumtak Ventures og er að mestu í eigu íslenskra lífeyrissjóða, skilaði um 6.050 milljónum króna í hagnað á árinu 2021 borið saman við rúmlega einn milljarð króna árið áður. Hagnaður sjóðsins kemur einkum til vegna stórs eignarhlutar í hátæknifyrirtækinu Controlant sem hefur margfaldast í virði og var metinn á tæplega átta milljarða í lok síðasta árs. 19.4.2022 15:10
Miklar hækkanir á álverði skilar Norðuráli hagnaði upp á tíu milljarða Miklar verðhækkanir á álverði á heimsmarkaði skiluðu sér í því að tekjur Norðuráls á Grundartanga jukust um 39 prósent á árinu 2021 og námu samtals 791 milljónum Bandaríkjadala, jafnvirði um 103 milljarða króna. Mikil umskipti voru í afkomu álversins sem hagnaðist um 79,4 milljónir dala eftir skatta borið saman við tap upp á tæplega 9 milljónir dala á árinu 2020. 16.4.2022 12:55
Starfsmenn og eigendur ráðgjafa sem keyptu í útboðinu ekki selt bréfin Starfsmenn Íslandsbanka og stærsti eigandi Íslenskra verðbréfa, sem tóku þátt hlutafjárútboði Íslandsbanka í lok síðasta mánaðar á sama tíma og fjármálafyrirtækin voru bæði á í hópi ráðgjafa Bankasýslunnar við sölu á hlutum ríkissjóðs, hafa ekki selt neitt af þeim bréfum sem þeir keyptu í útboðinu. 15.4.2022 14:19
Hagnaður BBA Fjeldco jókst um tuttugu prósent og var 360 milljónir Hagnaður lögmannsstofunnar BBA Fjeldco jókst á síðasta ári um liðlega 20 prósent og var 362 milljónir króna. Tekjurnar hækkuðu um 200 milljónir milli ára og voru samtals 1.258 milljónir króna. 14.4.2022 16:22
Félög Þorsteins Más og Guðbjargar hafa ekki selt neitt í Íslandsbanka Eignarhaldsfélagið Steinn, sem er í meirihlutaeigu Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja, og fjárfestingafélagið Kristinn, sem er í eigu Guðbjargar Matthíasdóttur og fjölskyldu og rekur meðal annars Ísfélag Vestmannaeyja, hafa ekki selt neitt af þeim bréfum sem þau keyptu í útboði Bankasýslu ríkisins á ríflega fimmtungshlut í Íslandsbanka í lok síðasta mánaðar. 13.4.2022 10:03
Bankasýslan segist „fagna“ rannsókn FME á útboði Íslandsbanka Bankasýsla ríkisins „fagnar“ því að Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hafi tekið til athugunar tiltekna þætti í tengslum við lokað útboð á 22,5 prósenta hlut Íslandsbanka í síðasta mánuði. Stofnunin segir að mikilvægi þess að skapa traust og tiltrú á sölumeðferð á eignarhlutum í Íslandsbanka verði „seint ofmetið.“ 12.4.2022 16:03
LSR hefur keypt í Íslandsbanka fyrir vel á fjórða milljarð eftir útboð Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR), stærsti lífeyrissjóður landsins, hefur verið afar umfangsmikill kaupandi á eftirmarkaði með bréf í Íslandsbanka í kjölfar útboðs Bankasýslu ríkisins á stórum hluta í bankanum í lok síðasta mánaðar. Hefur sjóðurinn á þeim tíma bætt við sig sem nemur 1,4 prósenta eignarhlut sem er stærri hlutur en hann fékk úthlutað í útboðinu. 11.4.2022 18:32
Brimgarðar bæta við sig í Reitum og fara með tæplega 5 prósenta hlut Fjárfestingafélagið Brimgarðar, sem er á meðal stærstu hluthafa í öllum skráðu fasteignafélögunum, bætti enn við eignarhluti sína í liðnum mánuði og fer núna með tæplega fimm prósenta hlut í Reitum. Hlutabréfaverð Reita, stærsta fasteignafélags landsins, hefur verið á mikilli siglingu undanfarið og frá áramótum hefur það hækkað um rúmlega 23 prósent. 11.4.2022 09:30
Afkoma Póstsins skipti engu í huga stjórnarformannsins, aðeins pólitík Birgir Jónsson, forstjóri Play og áður forstjóri Íslandspósts, segir Bjarna Jónsson, þingmann VG og fyrrverandi stjórnarformann Íslandspósts, vera „holdgervingur þess að pólitísk hrossakaup fari alls ekki saman við meðhöndlun fyrirtækja eða verðmæta í almannaeigu.“ 10.4.2022 12:02
Tekjur Arctica jukust um 470 milljónir og hagnaðurinn fimmfaldast Þóknanatekjur verðbréfafyrirtækisins Arctica Finance jukust um 82 prósent í fyrra og voru samtals 1.073 milljónir króna. Hagnaður félagsins meira en fimmfaldaðist á milli ára og var samtals 359 milljónir króna fyrir skatt. Er þetta næst besta afkoma Arctica Finance frá stofnun þess árið 2009. 7.4.2022 15:02