Susan Wojcicki er látin Hin bandaríska Susan Wojcicki lést í gær, föstudag, 56 ára að aldri eftir tveggja ára baráttu við lungnakrabbamein. Eiginmaður hennar Dennis Troper greinir frá andlátinu á samfélagsmiðlum. 10.8.2024 09:17
Mildast sunnan heiða Veðurstofan spáir hægum vindi á landinu í dag, en segir að þó muni blása aðeins úr norðvestri við norðausturströndina þar sem muni þó lægja smá saman. Þá verði súld eða dálítil rigning norðvestantil og einnig norðaustanlands í fyrstu. Annars verður skýjað með köflum og stöku skúrir inn til landsins síðdegis. 10.8.2024 08:48
Gerðu loftárás á skóla í nótt Ísraelsher gerði loftárás á skóla á Gazasvæðinu í nótt. Herinn segist í árásinni hafa hæft hryðjuverkamenn á vegum Hamas á stjórnstöð samtakanna sem hafi verið í skólanum. 10.8.2024 07:54
Sleginn í rot í hópslagsmálum í miðbænum Lögreglan var kölluð til vegna hópslagsmála í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Eftir slagsmálin var einn einstaklingur líklega nefbrotinn og þá hafði annar verið sleginn í rot. Þrír voru handteknir og vistaðir í fangaklefa vegna málsins. 10.8.2024 07:26
Aflýsir fundi eftir viðvörun um mögulegan ofurskjálfta Japönsk stjórnvöld hafa gefið út viðvörun vegna mögulegs ofurjarðskjálfta í kjölfar stórs skjálfta sem reið yfir á þriðjudag sem mældist 7,1 að stærð. 9.8.2024 16:41
Einn slasaður eftir aftanákeyrslu í Mosfellsbæ Slys varð á fólki við aftanákeyrslu sem varð í Mosfellsbæ í dag. Þetta staðfestir Árni Friðleifsson aðalvarðstjóri hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 9.8.2024 14:55
Sparkaði í meðvitundarlausan mann og skar annan í andlitið Karlmaður um tvítugt hefur hlotið tíu mánaða fangelsisdóm, þar sem sjö mánuðir og tíu dagar munu verða skilorðsbundnir til þriggja ára, í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir tvær líkamsárásir og nokkur minni háttar fíkniefnalagabrot. 9.8.2024 13:23
Hraðskreiður skemmtibátur á sænskum fána tengist rannsókninni Umfangsmikil lögregluaðgerð í Höfn í Hornafirði í gær beindist að bát sem siglir undir sænskum fána. Um er að ræða hraðskreiðan skemmtibát sem kom til Hafnar frá Færeyjum. 9.8.2024 12:06
Dagbjört hafi leynt mikilvægum upplýsingum Tíu ára fangelsisdómur Héraðsdóms Reykjavíkur sem Dagbjört Guðrún Rúnarsdóttir hlaut í síðasta mánuði í Bátavogsmálinu svokallaða hefur verið birtur á vefsvæði dómstólana. Í honum segir að Dagbjört hafi frá því að málið kom upp leynt veigamiklum upplýsingum og reynt að koma í veg fyrir að hægt væri að varpa ljósi á málið. 8.8.2024 14:46
Mannmergð í Vín: Swift tónleikunum en ekki söngröddinni Mannmergð er á Kartner Strasse í Vínarborg þar sem aðdáendur bandarísku poppstjörnunnar Taylor Swift hafa komið saman að skiptast á vinaböndum og syngja þekkta slagara söngkonunnar. 8.8.2024 14:19