Fréttamaður

Jón Þór Stefánsson

Jón Þór er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

„Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“

Sólheimajökulshópurinn sem Sólheimajökulsmálið svokallaða hefur verið kennt við var spjallhópur fólks á samfélagsmiðlinum Signal þar sem árshátíðarferð var skipulögð. Þar var rætt var um að fara á Sólheimajökul. Sá hópur er ekki beinlínis sá meinti glæpahópur sem er grunaður í málinu þó að þeir innihaldi að miklu leiti sömu meðlimi. Þetta kom fram í framburði lögreglumanns í Héraðsdómi Reykjavíkur.

Fær ekki krónu eftir slys í Hús­dýra­garðinum

Kona sem lenti í slysi þegar hún renndi sér niður rennibraut í Fjölskyldu og húsdýragarðinum í Reykjavík á ekki rétt á skaðabótum frá borginni og tryggingafélagi hennar. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur.

Tók til baka það sem hún sagði um grunaðan höfuð­paur

Kona sem sagði við lögregluna í upphafi apríl að hún hefði fengið fíkniefni frá Jóni Inga Sveinssyni, grunuðum höfuðpaur í Sólheimajökulsmálinu svokallaða, kannaðist ekki við það þegar hún bar vitni í dómsal í dag.

„Ég tek al­veg á mig það sem ég gerði, en hitt er ekki ég“

Jón Ingi Sveinsson, grunaður höfuðpaur Sólheimajökulsmálsins svokallaða, gaf sína þriðju skýrslu í aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Þar viðurkenndi hann að hafa átt þátt í innflutningi á fíkniefnum sem voru flutt til landsins með skemmtiferðaskipinu AIDAsol. Hann segist þó ekki kannast við að hafa skipulagt innflutninginn.

Ofsaakstur um Höfðana endaði með umferðaróhappi

Karlmaður á sextugsaldri hefur hlotið fjögurra mánaða fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir ofsakastur um Höfðana í Reykjavík í febrúar á þessu ári sem endaði með umferðaróhappi.

„Ég veit ekki af hverju hann segir ó­satt“

Jón Ingi Sveinsson, grunaður höfuðpaur í umfangsmiklu fíkniefnamáli, gaf skýrslu í annað sinn á tveimur dögum í aðalmeðferð Sólheimajökulsmálsins svokallaða. Áætlað er að hann muni gefa skýrslu aftur.

„Það var annað hvort þetta eða vændi“

Mæðgur sem eru sakborningar í umfangsmiklu fíkniefnamáli báru vitni fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Móðirin, sem er á sjötugsaldri, er grunuð um að hafa haft umtalsvert magn fíkniefna á heimili sínu í Reykjavík. Dóttirin, sem er á fertugsaldri, er ákærð fyrir að hafa staðið í umfangsmikilli skipulagðri brotastarfsemi.

„Er það ekki það sem fíkniefnasali gerir? Selur fíkni­efni?“

Skýrslutökur í aðalmeðferð umfangsmikils fíkniefnamáls sem hefur farið fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag hefur einkennst af því að sakborningar neiti sök hvað varðar meint brot sem varða skipulagða brotastarfsemi. Þá neita þeir að tjá sig út í ýmis gögn í lögregluskýrslum.

Sjá meira